Ægir - 01.05.1925, Side 15
Æ GIR
93
Fiskimarkaðurinn 13. maí.
Til Barcelona komu fyrri helming
maímánaðar, 7 skip með fisk. Var sá
innflutningur alls 1,346,260 kg. og alt is-
lenzkur fiskur að 760 kg. undanskiidum,
sem komu frá Noregi. Sala hefir verið
sæmileg, en verð fer lækkandi, og er 13.
maí fyrir beztu tegund 96—98 pes. fyrir
kvintal; (40 kíló) úr húsi og lakari
tegundir i samræmi við það.
Birgðir voru þann dag35—40,000kvintal.
Bilbao 19. mai. Siðustu viku flutt inn
13,000 kvintal norskur fiskur, 2560 kv.
islenzkur.
Birgðir þann dag, 10,000 kv. norskur,
20,000 kv. islenzkur.
Verð: norskur 100—105 ptas kvintal,
islenzkur 100—105 ptas kvintal. Gengi 1
£ = 33, 49 ptas.
Lissabon 22. mai. Innfiutt 179 tons
norskur, 87 tons newfoundl., franskur 12
tons.
Birgðir: norskur fiskur 510 tons, islenzk-
ur 180 tn., newfoundl. 240 tons, portú-
galskur 30 tons, franskur 42 tons.
Verð: 200—300 esc. fyrir norskan fisk,
islenzkur 300-380 esc., newfoundl. 200
—300, portúgalskur 200 -360, franskur
180—240 esc. miðað við kvintal (60 kiló).
Gengi 1 £ = 98, 75 esc.
Lög
um breytingu á lögum nr. 40, 19.
júní 1922, um atvinnu vid siglingar.
1. gr.
Fyrsta málsgrein 8. gr. falli burtu eins
og hún er nú orðuð. í stað hennar komi
ný málsgrein svohljóðandi:
Próf það er um getur í 7. gr. skal
halda í Reykjavik, Vestmannaeyjum,
Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði.
Orðin »bæjarstjórnar« i enda 2. máls-
greinar falli burt. í hennar stað komi
Fiskifélag íslands.
Á eftir 3. málsgrein komi ný máls-
grein, er svo hljóði:
Prófverkefni skulu samin af forslöðu-
manni Stýrimannaskólans í Reykjavík.
2. gr.
í stað orðanna »30 rúmlestir« i upp-
hafi 18. gr. komi: »20 rúmlestir«.
Við greinina bætist ný málsgr. svo
hljóðandi:
í veiðistöðvum, þar sem báiar koma
að jafnaði daglega úr róðri, skal þó eigi
skylt að hafa stýrimann auk skipstjóra
á þeim bátum, er þannig stunda veiðar,
þótt um báta all að 30 rúmlesta sé að
ræða.
3. gr.
Lög þessi öðlast gildi þegar i stað.
Samþykt á Alþingi 11. mai 1925.
Úr bréfi.
Skipstapar þeir og sjóslys, sem nýlið-
inn vetur skilur eftir, eru óminnilegir
og ekki skemtilegt umhugsunarefni. Þó
tel eg blöðin hafa gert rétt í því að
minnast hlýlega margra þeirra afbragðs-
drengja, er látið hafa líf sitt á sjónum s.
ár. Mætti sjálfsagt minnast ýmsra þeirra
nokkru ger en gerl hefir verið, og skal
það þó ógert látið að þessu sinni.
En jafnframt og látinna manna er
minst, er og eigi síður maklegt að geta
þeirra, er bera sigur úr bítum i viður-
eigninni við Ægir og komast heilu og
höldu til lands.