Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1927, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1927, Blaðsíða 12
144 ÆGIR mjög líkur og árið áður, svo varla þarf að óttast, að norskur fiskur yfirfylli markaðinn í ár frekar en verið hefir. Frá Ameríku' hafa ekki komið nýlega neinar opinberar skýrslur um fiskfram- Ieiðsluna, en eftir öllum likindum þarf ekki að búast við að hún verði þar nema í meðallagi. Reykjavík 14. Júlí 1927. Kr. Bergsson. Skýrsla um fiskmarkaðinn í aprílmánuði. Barcelona 31. maí 1927. Bnrcclona: Þess er getið í síðustu skýrslu minni, að um mánaðamótin mars og apríl hafi birgðir hér reiknast kring- um 1700 smál. Samkv. framtalinu til matvælanefndarinnar eru birgðirnar þó taldar talsvert minni, að eins 898 smál., en mismunurinn stafar vafalaust mest al' því, að vantalinn hafi verið einn stór farmur, sem þá var nýkominn, rétt fyrir mánaðamótin. í aprílmánuði komu hing- að á markaðinn að eins tveir farmar frá íslandi, með samtals kringum 5(50 smál. En í aprílmánaðarlok voru birgðirnar eft- ir ágiskun ininni kringum 1000 smál. og mánaðarsalan eftir því kringum 1200 sinál. Salan gekk nokkurn veginn sæmilega allan fyrri helming mánaðarins, fram í föstulokin, en fór svo slrax að kippa úr sölunni eftir miðjan mánuðinn og var salan með allra tregasta móti seinni part mánaðarins. Verðið var nokkurn veginn óhreytt all- an mánuðinn. Besti Norðurlandsfiskur var seldur á alt að því 70 pes. pr. 40 kg., en annar ,,Lihro“ (þ. e. Vestur- og Austur- landsfiskur) kringum (54—(58 pes. Faxa- flóafiskur nr. 1 seldist á 62—64 pes., nr. 2 á kringum 54—58 pes., en millifiskur á ca. 58 pes. Þess skal getið, að nokkuð hefir komið á markaðinn undanfarið af Lahra, keypt- um hingað frá Valencia, og var hann seldur kringum 50 pes. Á seinni árum hel'ir altaf komið eitthvað hingað af La- hra, en lítið hefir það verið hingað til. Nú virðist þetta vera frekar að fara í vöxt og meira farið að seljast af honum, mest lík- lega vegna þess, að hann er ódýrari en annar fiskur. Ekki hygg ég þó að þar sé um neinn landvinning að ræða eða mark- aðsaukningu, heldur er ég hræddur um, að frekar mundi þá draga úr sölunni á fullþurkuðum, að sama skapi, og salan á hinum kynni að aukast. Bilbao: Þar voru birgðirnar um mán- aðamótin inars og apríl taldar kringum 700 smál. Innflutningurinn í aprílmánuði hefir samkv. skýrslum ræðismannsins, niíinið kringum 2675 smál., þar af ca. 1620 smál. frá íslandi, kringum 870 frá Noregi og kringúm 185 frá Englandi. I aprílmánaðarlok eru birgðirnar þar áætlað- ar kringum 1100 smál. og salan hefir eftir því numið kringum 2325 sinál. Verðið var afarlágt allan mánuðinn, og talsvert miklu lægra en verðið í Barce- lona. Framyfir miðjan mánuðinn var verðið fyrir algengan ísl. fisk (28—32 sporða) kringum 64 pes. og að nafninu til alt upp í 73 pes., en mjög lítið mun liafa selst l'yrir þetta síðastnefnda verð og' seinni part mánaðarins, eða upp úr íostunni, fór að draga úr sölunni eins og alt af vill verða, og fór þá jafnframt verðið niður, og í Iok mánaðarins mun algengasta verð hafa verið lítið eitt yfir 60 pes., upp í 65 pes. Valencia: Þar hafa enn legið fyrir miklar birgðir af gömlum fiski, einkum ekta Labrador og verð hefir verið lækk-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.