Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1927, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.1927, Blaðsíða 11
ÆGIR 143 sinn með heimilisfólki sínu og er sú verk- un að mun ódýrari en þegar kaupa þarf fólk til hennar. Dæmi þetta er sett hjer til að l)enda á mismun og þeim til athugunar, sem tala um og fyrir því, að allan afla landsins, ætti að selja óverkaðan til Englands. Færi allur fiskur óverkaður þangað mundi mikið af honuin verkaður þar. Haun er blóðgaður og búinn undir þurlc- un af íslendingum og þá ekki annað eftir en þvottur og þurkun. Að Englendingum takist það svo líki, var reijnt síðastliðinn vetnr.. Þeir mundu ekki kaupa fiskinn ef þeir ætluðu ekki að græða á honum, en þeirra gróði er íslendinga tap og miklu meira tap en verðmunur, en eftir á að hyggja, er ekki markaður takmarkaður? í síðasta tbl. Ægis, bls. 119, stendur í aðsendri grein, að „þurfiskframleiðsln okknr íslendingn sje hverfandi, ef miðað er við afurðamagn Norðmnnna og Breta, Newfonndlands og m. fl. og munar ekki ýkja miklu þált við hgrfum algerlega af markaðinum“. (Sic.). Þetta mun greinarhöfundi þykja vel sagt, en þó er það alls eigi rjett og þarf lítið fyrir að hafa til að ganga úr skugga um það. Saltfiskmarkaðurinn er mikill og verð- ur vonandi svo áfram, en að því verður að kepjia, að gjört sé alt til þess, að aðrir H’amleiðendur þurkaðs saltfisks ekki fari fram úr íslendingum i vöruvöndun. Eitt uf því, sem dregur úr henni, er að ætla sjer að selja fisk upp úr salti. 7. Júlí 1927. Svhj. Egilson. Saltfisksmarkaðurinn. Það sem af er þessu ári hefir fiskverð- ið verið mjög lágt og altaf farið lækkandi, einkum hefir verið erfitt með sölu á stór- fiski. Verðið á nýju framleiðslunni byrj- aði með 108 fullverkað og pakkað og 105 laust % verkað. Þetta verð er nú komið niður í 100 kr. og eftirspurnin lítil. Aftur á móti hefir labradorfiskur verið mikið eftirsóttur og verðið á hon- um farið hækkandi, byrjaði með 08 kr. pr. skp. í aprílmánuði og var komið upp í 77 kr. seinni hluta júnímánaðar, og munu nú framleiðendur vera búnir að selja mest af þeirri framleiðslu sinni. Útflutningur hefir verið mikill það sem af er árinu, enda voru óvenjugóðir þurk- ar, einkum sunnanlands, svo að nýja framleiðslan komst snemma á markaðinn, svo að útflutningur af fiski verkuðum og óverkuðum á áriuu hefir verið mikið meiri en árið áður, eða 27,835 smál. 1927 á móti 20,281 1926 og þrátt fyrir það að framleiðslan hefir á þessu ári orðið til 1. júlí ca 44 þús. skpd. meiri en árið áður, þá eru birgðirnar 1. júlí ca. 30 þús. skpd. minni eða 159 þús. á móti 189 þús. skpd. árið áður. Þar sem allir togarar eru nú hættir saltfiskveiðum í bili og flestir stærri bátar farnir á síldveiðar, þarf ekki að óttast, að mjög mikið bætist við af saltfiski það sem eftir er ársins, að minsta kosti varla meira en síðastliðið ár, og mætti því búast við að eftirspurn eftir fiski muni aukast þegar líður á haustið, því birgðirnar í neyslulöndunum eru ekki meiri en vanalegt er um þetla leyti árs. Eftir því sem næst verður komist sam- kvæmt skýrslum frá Noregi, eiga saltfisk- birgðirnar þar að vera ca. 70 þús. skpd. minni en árið áður, og útflutningur það- an, það sem af er þessu ári, hefir verið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.