Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1927, Page 8

Ægir - 01.12.1927, Page 8
260 ÆGIR mjög mikið af skarkola i Garðsjó og inn- ineð (um 170 í drætti), margt af sand- kola, skrápflúru og smáýsu, en mjög fátt af öðru. Yfirleitl var útkoman lik og endranær: miklu fleira af fiski í land- helgi en utan, eins og eftirfarand yfirlit sýnir (tölurnar í svigum merkja fiska- tölu á togtíma): Utan línu Innan línu Þorskur .... 195 (7,8) 151 (L7) Ýsa 087 (26,3) 1782 (59,4) Lýsa 45 (1,8) 375 (15,0) Lúða 282 (11,7) 318 (10,6) Skarkoli 352 (14,1) 3675 (122,5) Sandkoli 3712 (148,9) 11799 (393,3) Þykkvalúra . 12 (0,5) 354 (11,8) Skrápflúra . . 305 (12,2) 7812 (200,4) Steinbítur . . 17 (0,7) 243 (8,1) Tindaskata . 40 (1.0) 140 (7,2.) Þegar þessi afli er borinn saman við Jiað sem „Þór“ hefir fengið á öðrum tínnim ársins (t. d. í haust, eins og skýrt er frá á öðrum stað í þessu blaði), þá sést það greinilega, að mest er um flat- fisk og smáýsu í landhelginni á sumrin. Loks voru g'erðar (meðfram með nýju verkfæri eftir prófessor Martin Knud- sen) botnrannsóknir til og frá um fló- ann, alt inn að Kollafjarðarbotni. — Síðustu nóttina var legið á Krossvik. Þar var þá nýveiddur í reknet, á einn mót- orbót Haralds Böðvarssonar, . 8% m. langur beinhákarl, vestur í Jökuldjúpi. Fengust úr honum ca. 1000 lítrar af’lif- ur, en sjálfur var hann skorinn i sund- ur og borgaði tæplega skemdir þær. sem hann hafði gert á netunum. Nú átti „Dana“ að lara norður fvrir land og svo heim á’ leið og hefði cg orð- ið með, hefði cg treyst mér. Þótti mér leitt að verða af ferð norður á „Hala“, sem var rannsakaður töluvert með lil- liti til strauma, svifdýra- og botndýra- lífs, eftir ósk minni. Reyndist dýpið yfir- leitt eins og ég hafði skýrt frá, eltir upp- lýsingum Guðm. Jónssonar skipstjóra á „Skallagrími", og sjávarhitinn mjög hreytilegur (straumar sitt á hvað og mjög stríðir) og iskalt við botn úti í djúpinu. Svo voru gerðar rannsóknir á síld og sviflífi fyrir Norðurlandi, fiskað með vörpu í Eyjafjarðarál og á Skjálfanda. í álnum fekst margt af þorski og svarta- spröku (grálúðu), eins og oftar, og mik- ið af þorski og ýsu, en mjög tatt af skar- kola, á Skjállanda. Var svo haldið á leið til Færeyja, með litlum töfum og Jiaðan heim. Skipshöfnin var að mestu leyti hin sama og undanfarið. Meistararnir Táning og Bruun sáu um fiskirannsóknirnar og í stað próf. Schmidt var Táning foringi fararinnar, en Thomsen framkvæmdi sjó- rannsóknirnar eins og áður. Gengu þeir að starfinu með söniu elju og áhuga og' áður og ekki síður. Mag. Jespersen var á Siglufirði við síldarrannsóknir eins og hann hefir sagt frá í Morgunblaðinu, 202. tbl. J). á. — Kristján Kristjánsson frá Meðaldal var aðstoðarmaður við veiðarn- ar eins og áður og var nú skipstjórans önnur hönd — með heiðri. Mér þótti leitt að geta ekki verið lengur með J)eim góðu félögum, en við því var ekkert að gera — á sjó er litið iið að lasburða manni. Óráðið er enn, hvort „Dána“ kemur hing- að að sumri, en komi hún ekki verður hennar saknað af öllum, sem unna vis- indum og rannsóknum. B. Sæm.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.