Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1932, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.1932, Blaðsíða 15
ÆGIR 149 en það þarf meira til en gert hefur ver- ið til þess að hæna menn til dvalar hér, sem að mörgu leyti mun örðugleikum bundið. Californíumenn geta gefið greinilega skýrslu um hvað yfir milljón ferðamanna hafa eytt í landinu meðan þeir stóðu við, ætti það þá ekki að vera miklum vanda bundið að semja skýrslu yfir það fé, sem útlendir ferðamenn flytja hingað til lands, að mestu á einn stað, á ein- um mánuði ársins. Sú skýrsla gæti sýnt það helzta, sem þeir kaupa og yfirleitt gefið upplýsingar um, hvort nokkuð gagn sé að heimsóknum útlendinga eða hvort hér sé um tekjulind að ræða, þvi sé svo, þá verður í það minnsta að halda henni við og helzt kappkosta að auka hana. Hér á landi er ekki siður að prútta um verð, þegar kaup fara fram, eins og sumstaðar er gert, t. d. bauð götusali í hondon mér ásamt fleirum, einu sinni úr til kaups með þeim formála, að það væri samskonar gullúr, sem prinsinn af Wales gengi með. Gangverð þeirra væri 300 sterlingspund, en aj sérstökum ástœð- llm vildi hann selja það fyrir 250 pund. Aður en við skildum við kaupmann þonnan, var úrið komið niður í 5 shill- ings, en enginn keypti þó. ^etta þekkist ekki hér, og ferðamenn verða þess fljótt áskynja, að hér er um íast verð að ræða á þeim stöðum, sem Þeir ætla að gera kaup, en þegar á skip kemur og menn fara að rabba saman, yiir borðum eða í reyksölum, um kaup ú hlutum, eða hvað bílferð að Grýlu hostar, þá minnist einn á gæruskinn, sem kostaði 40—50 krónur og annar sækir samskonar skinn, sem að eins kostaði 8 krónur, einn hópur greiðir 40 h‘ónur fyrir 7 manna bíl en annar 60 krónur. Munurinn er þar ekki mikill, en þeir sem víða fara, eru næmir fyrir ýmsu og kunna að ferðast og þegar umræðu- efni á skipunum er það, hverju menn hafi mætt á viðkomustöðum, þá er aug- lýsingastaður enginn betri en skipin, þar sem margir menn tala saman um, hvað fylgist með tímanum, hvað sé á eftir honum og hvað nái engri átt í landi þvt, sem heimsólt er. í fiskiriti virðist grein um þetta efni ekki eiga heima, en á krepputimum ber þó að ihuga allt, sem dregið gæti fé til landsins, en fyrst verður að ihuga hvaða gagn við höfum haft af komum útlend- inga til þessa og athuga vel hvort ekki sé auðið að auka það, sem þegar er, sé um gróða af þeim að ræða. Landið er fagurt og frítt og getur að því leytihænt ferðafólk hingað, en það eitt er ekki nóg. Viðtökur verða að vera svo, að gestirnir tali vel um þær, auglýsi þær i viðræð- um á heimferðinni, segi vinum sínum er heim kemur, að hér hafi þeim líkað líf- ið og bendi öðrum á að leita hingað til hressingar. Við gætum engu síður en önnur ferðamannalönd lært að taka á móti gestum, er hingað koma sér til hressingar á sumrin, en það þarf meira til en bílferðir að Grýlu, söngflokk út á skipin rölt um bæinn og dollarareiðlúr á húðarbykkju kringum Austurvöll. Raunar er þetta nóg, hugsi menn ekki til að hafa gagn af ferðafólki hér, en sé verið að auglýsa i bókum og ritum, hve gott sé hingað að koma og sé ætlast til að aug- lýsingar þær leiði gott af sér og auki viðskifti, þá er þetta ekki nóg. Geta ferðamannaskrifstofur og bank- arnir ekki upplýst hve miklu er skift af erlendri mynt, við komu hvers skips. 3. júní 1932. Svbj. Egilson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.