Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1932, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.1932, Blaðsíða 11
ÆGIR 145 hreinsa það vel með stálburstum, þvo það og þurka vandlega og hinn fyrsti áburður, sem nýtt járn fær, er hrá eða soðin linolía. Meðan skip er í smíðum, eru þau þrimáluð með ryðvarnarefni (anticor- rosiv composition); er blýmenja, járn- menja, sinkhvíta og ýmsar tegundir af rvðvarnarefnum hið almennasta. Eftir að nýtt skip hefur verið á ferð- um í 6 mánuði, ætti að láta það i þur- kví, skafa það og mála á ný og vanda til þess, sem auðið er. Ekki má með vissu segja, hve lengi málning helst á skipinu eftir það. Er það að miklu leyti komið undir far- vatni þvi, sem skipið fer um og einnig hvaða áburður (málning) notaður var, en mest er komið undir þvi, að hann sé horinn á þurt og hreint stálið eða járnið. Yms dæmi sýna það, að samskonar efni helzt misjafnlega á stálplötum. Sumstaðar myndast af því bólur, sem bresta og á þá sjórinn greiðan aðgang ei' þær falla af og ryðið þróast vel. Annarsstaðar loðir það vel við stálið, sPryngur hvorki né fellur af og lýtur út sem nýmálað væri, eftir langan tima. Orsök til þessa mismunar er oftast sú, að siðara skipið hefur verið þurt og hreint er naálning var borin á og það gert í þurru veðri, en ekki vandað eins til hins. Yður en skipsbotn er málaður, verður að skafa alla gamla málningu hurt^ berja og skafa ryð 03 óhreinindi af larninu og þvo það siðan með fersku vatni og láta síðan botninn þarna vel. Þegar allt er fágað og þurt, þá er máln- ,ngin borin á og það margborgar sig að vanda það verk vel. f*egar skip hefur lent á skeri eða snert grunn, getur varla hjá því farið, að málning hafi nuggast af, það verður að eudurbæta hið fyrsla. Hið yzta lag af málningu, sem borin er á skipsbotn, er ekki ætluð til þess að verjast ryði (anticorrosive), heldur lil þess að verja skipsbotninn frá skel og öðrum gróðri (slími, þara, þangi); er sá áburður margskonar, en einu nafni nefndur vaníifouling compositionv. Eru hinar ýmsu tegundir áburðarins aug- lýstar mjög í blöðum og er hver teg- undin þar, talin hin bezta. Allt það ryð, sem hér hefur veriðgetið um, er sýnilegt á skipsskrokknum að ut- an og á þilfari, en eftir er þó aðal- gróðrarstöðin, i farmrúmum undir garn- eringu, undir kötlum, á skiljum, t kola- geymslum og inn í vatnshylkjum, i krókum og kimum. Þar vinnur ryðið jafnt og þétt að, að þynna plöturnar og komast nær sjónum að utan, en utan á skipsbotni og hliðum keppist það við að komast inn í skipið. — Þegar að lokum árekstur verður og ryðið að innan nær þvi, er vinnur utan að, er eyðilegging alger. Þegar skip eru flokkuð (klössuð) er allt ryð fjarlægt að utan og innan, og al- staðar þar sem næst til. Eftir viðhaldi fer það að miklu leyti hve dýr flokk- unin verður. Kolageymslu (box) má ekki forsóma að athuga iðulega. Gas það sem mynd- ast af kolum hefur ill áhrif á stál, sem ekki er vel varið með ryðvarnarefni. Málning stendur þar ekkert við, en þó hefur sæmilega gefist að mála kola- geymslu með menju og bera síðan þykka koltjöru á. Hið svonefnda »bit- umastic enamek hefur á siðari tímum verið brúkað og hefur reynzt ágætlega, en það er dýrt. 12. oktbr. 1928. Subj. Egilson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.