Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1935, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1935, Blaðsíða 12
6 Æ G I R góðui', en hætti- snögglega síðari hluta aprilmánaðar. Fyrir ntan það, sem selt var nýtt lil útilutnings, var saltað á ver- tíðinni 2059 smál. (1930). Frá Garði og Leiru gengu 7 opnir bátar, en auk þess var lagt þar á land nokkuð af afla stærri báta, sem ekki gengu þaðan, og er það talið með í afla veiðistöðvarinnar á aflaskýrlunni. Frá K e f 1 a v í k og N j a r ð v í k u m gengu 27 bátar, allir nema einn yflr 12 smálestir og auk þess gengu þaðan (5 opnir vélhátar síðari hluta vertíðarinnar; er þetta lík hátatala og árið áður. Alli var þar nokkuru minni en árið áður 3076 smál. (3709). Frá V a t n s 1 e y s u s t r ö n d og V o g- u m gengu tveir stórir hátar, eins og und- anfarin ár og 11 opnir vélbátar. Alls all- aðist þar á vertiðinni 285 smál. (389). Frá Hafnarfirði voru gerðir út 12 togarar, þar af eiga 11 heima á staðn- um, en togarinn Ivópur lagði þar einnig upp aíla sinn, alla vertíðina. Þá lögðu einnig 7 línuveiðagufuskip upp allan afla sinn í Hafnarfirði, og eiga 5 afþeim þar heima, en 2 af þeim, Andey og Gola eiga heimilisfang á Akranesi. Þá lögðu einn- ig 10 stórir mótorbátar upp afla sinn þar á vertíðinni, og voru það allt aðkomu- skip, hingað og þangað af landinu. Alls lögðu því 29 stór skip upp afla sinn i Hafnarfirði á vertíðinni, en af þeim eiga ekki nema lö heima á staðnum. Revkjavík. Þaðan gengu á vertíð- inni 23 togarar og' áttu þeir allir þar heima, nema togarinn Hafstein frá Ön- undarfirði. Auk þess lagði einn enskur togari Imperialist, þar upp tvær veiði- ferðir. Þá gengu þaðan einnig (i línu- veiðagufuskip, sem eiga lieima á staðnum og 3 aðkomin, ennfremnr 14 stórir mó- torbátar, sem þar eiga heima 'og 11 að- komuskip og 12 trillubátar. Skipastóll Reykjavíkur á vertíðinni skiptist þannig: Heimaskip Aðkomuskip Togarar ............... 22 1 Línuv. gufuskip ........ 6 3 Mótorbátar ............ 14 11 Trillubátar ........... 12 0 Samtals 54 15 Aili Reykjavíkurskipanna var yfirleitt mun minni en árið áður. Togaraafl- inn var 11885 smál. (13798), og afli annara skipa, að meðtöldum aðkeyptum fiski, 2993 smál. (5011). Akranes. Þaðan gengu á vertíðinni 2 línuveiðagufuskip og 22 mótorbátar stærri en 12 lesta, en 2 linuveiðagufu- skip, sem þar eiga heima, lögðu upp afla sinn í Hafnarfirði. Utgerðin heldurstöð- ugt áfram að aukast frá Akranesi og má húast við, með bættum hafnarskilyrðum, að svo haldi nokkuð áfram enn þá, því staðurinn hefir mjög góð skilyrði til út- gerðar. Afli var þar mjög góður og er Akranes ein af þeim fáu verstöðvum, sem hafa meiri alla á þessu ári en ár- inu á undan, eða samtals 4016 smálestir (2668). Unnið var á árinu að framhaldi skipa- hryggju þeirrar, sem verið hefir i smið- um undanfarin ár, og er hún nú svo langt komin, að hún er larin að koma að fullum notum við afgreiðslu skipa. Frá Stapa og Búðum var haldið úti um tima nokkrum trilluhátum og voru það mest aðkomuhátar. Flestir munu þeir hafa verið 11; var afli tregur, enda ógæftir. Alli var þar töluvert minni en árið á undan, 76 smál. (133). H j a 11 a s a n d u r. Þaðan gengu 20 l)ál- ar og er það sama bátatala og árið á undan. Gæftir voru þar frekar slæmar og afli nokkru minni en árið áður 349 smál. (477).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.