Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1935, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.1935, Blaðsíða 34
2<S Æ G I R á frá höfninni, en þessi straumur ogsand- ur sá, sem hann ber með sér, var að fylla upp höfnina. Garður þessi er nú orðinn 312 m langur, og er nú orðinn að miklum notum, hefir straumurinn lagst vestur eftir frá höfninni og sandur sá sem í höfnina var kominn, skolast hurtu aftur, svo að nú eru hryggjur þær sem áður voru sandorpnar og að mestu ónothæfar, aftur komnar að fullum notum. Töluverður áhugi liefir á þessu ári verið á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir aukinni útgerð, og hafa verið gerðar þar allmiklar ráðstafanir viðvíkjandi auknum skipastól þar á næsta ári. í Þorlákshöfn var byggður ca. 100 m langur sjóvarnargarður sunnan við vör- ina og bryggjan þar hækkuð og lengd. Kaupfél. Arnesinga keypti Þorlákshöfn á árinu, og er með undirbúning um mjög aukna útgerð þar á næsta ári, eru þegar nokkrir trillubátar í smíðum, sem þaðan eiga að ganga, flskhús hyggð og ýmislegt íleira. I Keflavík var unnið nokkuð á árinu að hyggingu bátahafnar og bryggju inn- an við hafskipabryggju þá, sem hvggð var fyrir nokkrum árum á Vatnsnesi innanverðu. í Reykjavík var unnið töluvert á ár- inu við höfnina, aðallega við skjólgarð í vesturhöfninni. A Reykjaríirði á Ströndum var á ár- inu byrjað á byggingu síldarbræðslu og bryggjur byggðar í sambandi við hana, er bræðsla þessieign h.f. Djúpavík í Rvík Síldarbræðslan á Dagverðareyri við Eyjafjörð, var einnig endurbyggð á ár- inu og tók til starfa,. Þá var ennfrem- ur byrjað á byggingu nýrrar síldarbræðslu ríkisins á Sigluíirði; voru verksmiðju- húsin komin upp fyrir hauslið og mun hún verða fullbúin fyrir næsta sildar- tíma. I Reykjavik var stofnuð hampgerðar- verksmiðja, er henni ætlað að vinna garn í botnvörpur og ýmislegt íleira afliku lagi. Skipastóllinn. Neðangreind skip voru keypt lil lands- ins á. árinu : G u f u s k i p: 3 flutningaskip . . 3 845 br. 1 togari . 327 3 linuveiðaskip . k i p: 249 1 línuveiðaski]) . 1 farþega og . 280 flutningskip 65 — 20 fiskibátar . . . 515 Allir mótorbátarnir, 21 að tölu, eru ný skip. Eru tveir þeirra smíðaðir í Nor- egi, 2 í Svíaríki en 17 í Danmörku. Aft- ur á móti eru vélar þessara skipa 9 sænskar, en 12 danskar. Verð þessa skipastóls heimkomins,nem- ur rúml. 1.6 milj. kr. Er langt siðan að jafnmikill skipastóll hefir verið keyptur til landsins á einu ári. Skipaskaðar voru með minnsta móti á árinu, að því er mótorbátana snertir. Flutningaskipið »Edda» og togarinn »Walpole« strönduðu á árinu og ónýtt- ust, en mannhjörg varð af háðum skip- unum. Flutningaskipið »Vestri« var seld- ur til Noregs, til niðurrifs. 3 línugufu- skip voru dæmd ósjófær á árinu. 7 dekk- hátar fórust á rúmsjó eða strönduðu á árinu, en 6 voru felldir niður af skipa- skrá af öðrum ástæðum, annaðhvort rifnir eða ósjófærir. Landhelg'isgæzlan. Hana önnuðust eins og undanfarandi ár ísl. varðskipin Ægir, Óðinn og Þór, og auk þess var haldið úti eða veittur styrkur lil nokkurra vélbáta í þessu skyni. T. d. var mótorbáturinn Birkir við gæzlu fyrir Austfjörðum, Skúli fógeti

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.