Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1935, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1935, Blaðsíða 14
8 Æ G I R árabátar; margir af bátum þessum, eink- um þeir smærri, stunduðu ekki stöðugt veiðar, heldur böguðu sér eftir atla og öðrum ástæðum, eins og gerist þar sem um íblaupavinnu er að ræða. Það er því ekki hægt að leggja bátatölu þessa til samanlmrðar við verstöðvar, þar sem aðalatvinna manna liggur í fiskveiðum. Aíli var likur og árið á undan 394 smál. (362). V estfirðingaíjópðung'ur. Eins og vant er, byrjaði vertíð við ísa- fjörð, strax upp úr áramótum, en i jan- úarmán. var veðrátta frekar slirð og því lítið róið, og það lítið sem aílaðist, var mestallt selt i togara, nýtt til útflutnings. 1 byrjun febrúar fór afli að glæðast og' frá miðjum febrúar til páska mátti heita ágætisafli, afkoma manna befði því orð- ið þar allgóð, hefði vorvertíðin ekki hrapalega brugðist, en lnin var viðast bvar á vestari fjörðum mjög rýr, aftur á móti var vorvertíðin allgóð á Aðalvík og Hornströndum. Nokkrir bátar stunduðu færaveiðar frá Isafirði yfir sumarið, með allgóðum á- rangri, eru þessar veiðar nú allstaðarað leggjast niður, nema lítilsháttar frá Breiða- firði og Vestfjörðum. Þegar kom að síld- veiðitíma, fóru allir stærri bátarnir á síldveiði eins og vant er, nnm afkoma þeirra bafa orðið allgóð við þá veiði, því ílestir þeirra öiluðu vel. Seinni hluta ársins, einkum í desem- bermánuði, var allgóður atli við ísafjarð- ardjúp, en annars var mest af haustaíl- anum, þar eins og annarsstaðar, selt nýtt í togara lil útflutnings. Atli togara á isfiskveiðum yíir haustið var allstaðar við landið mjög rýr, aftur á móli var víða allgóður afli á lóðabátum, ogsneru því lleiri togarar, en verið befir, sér að því, að kaupa bátafisk. Var þetta mikil bjálp fyrir marga smábátana, því bæði er haustaflinn of ýsuborinn og því verð- lítill til söltunar, auk þess var það verð, sem borgað var fyrir fiskinn nýjan, tölu- vert hærra, en fengist hel'ði til söltunar, fiskurinn auk þess greiddur samtímis. Norðlendinga f jórðungur. Eins og vant er, voru róðrar lítið stundaðir af Norðurlandi fyrstu mánuði ársins, enda voru veður óstillt og um- hleypingasöm, enda talið lilið um fisk. þó á sjó gæti. Síldar varð þó vart inni í Eýjafirði allan veturinn, og því oftast til ný beita, befðu róðrar verið stundaðir. AIli var þó um tíma allgóður á Húsa- vík, i aprífmánuði. Sama var að segja með vorvertiðina norðanlands, að bún var rnjög rýr, eins og h eildaraíli fjórðungsins ber með sér, þar sem ársallinn er ekki nema helm- ingnr af afla ársins á undan. Annars var eins og náttúruöflin hefðu samvinnu um, að gera Norðlendingum tjón á þessu ári, einkum þó hinum blóm- legu héruðum kringum Eyjafjörð, þvi ofan á hinn rýra afla, bættist stórtjón á bryggjum og búsum í jarðskjálftunum, sem byrjuðu 2. júní og héldust fram eft- ir öllu sumri. Mest tjón varð af jarð- skjálftunum í Svarfaðardal og Hrísey, einnig nokkuð á öðrum stöðum. Að vísu var með alm. samskotum og frá rikinu, leitast við að bæta mönnum nokkuð það tjón, sem þessar náttúru- hamfarir bökuðu þeim, en ýmislegt annað tjón var ekki liægt að bæta, eins og tafir manna frá fiskróðrum, sem þá auðvitað lögðust niður á þessum stöð- um, því bver ogeinn baí'ði nóg með að hlynna að og liugsa um fólk sitt, hús- næðislaust í tjöfdum eða bráðabirgða- skúrum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.