Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1936, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1936, Blaðsíða 10
23G JE G I R annað ekki. 'J'il þess að atvinnulífið þarna geti l)lómgast, þarl' að veita einstakling- nnum skilyrði til að notfæra sér þann fisldnn, sem dýrmætastur er, þ. e. kol- ann. Er ekki þar með sagt, né ætlast til, að allir bátaeigendur fái dragnætur, en þeir sem skilyrði hafa til og hæfdega stærð háta. Gamlir og glöggir Arnfirð- ingar þykjast nú sjá, ýms merki þess, að fiskur taki að ganga í Arnarfjörð að nýju, en þar hefur mátt heita aflalaust mörg undanfarin ár. Mætti þá svo fara, að nýtt framfaratímabil hefjist í Arnar- firði. A Þingeyri eru línugufuhátarnir þrír, enn sem komið er, svo og 1—2 smá- færaskip. Einnig gengu úr Haukadal 2 hátar í vetur, og í sumar voru þeir á reknetum, en öfluðu illa. Aftur varð mik- il atvinnuhót að frysting hvalkjöts á Þing- eyri í haust, frá hvalveiðastöðinni íTálkna- firði. Elateyringar hafa mjög lílið sinnt íisk- veiðum þetta árið. Ekki er þó svo að skilja, að síldarverksmiðjan þar sé ein- hlýt handa kauptúnshúum. .Sögðu mér skilríkir menn, að afvinnan við hana væri rýrari en í meðalári á vélbátunum. En það er segin saga, að jafnskjótt og slík atvinnufyrirtæki eru sett á laggifn- ar, hverfa allir þar að, og svo er það á Flateyri, að ókleyft er talið, að fá menn í skiprúm, meðan von er um vinnu i verksmiðju nni. Vélháturinn Svalan frá ísafii'ði, var leigð til síldveiða þaðan í sumar. Fórst skipstjóri bátsins og leigjandi, Finnur Guðmundsson, í sumar, við bryggju á Siglufirði. Var hann einn af duglegustu formönnum, og er að honum hinn mesti mannskaði. Súgflrðingar eru að verða í miklum vanda staddir með útveg sinn, vegna hafnleysisins, sem þar er að verða miklil þrándur í götu. Fór Axel Sveinsson verk- fræðingur, sem slaðið hefir fyrir endur- hótum öldubrjótsins í Bolungavík, þang- að í haust og mun hann hafa gert á- ætlun um kostnað og tilhögun um fram- kvæmd verksins. Endurhótum og aukning við öldubrjót- inn í Bolungavík, er nú nýskeð lokið. Er nú öldubrjóturinn hið myndarlegasta mannvirki og, að að því er virðist, mjög vandlega frá öllu steypuverki gengið. Ber og öllum kunnugum saman um, að aldrei hafi verið unnið við hrjótinn af jafnmikilli fyrirhýggju og verksviti og nú, undir stjórn Axels Sveinssonar verk- fræðings. Rækjuverksmiðjan hér í hænum, hef- ur gengið að mestu óslilið í sumar og haust. í sumar var lengstum einn hátur að veiðum, en nú stunda veiðar þessar, fjórir hátar, þegar veður leyfir og aíla oftast vel. Sala á rækjunum gengur erf- iðlega. Hefir nú verið gerður út sendi- maður, til að selja þær í Frakklandi og um Norðurlönd, því mælt er, að mikils sé neytl af rækjum í þessum löndum. Háir innllutningstollar hamla sölu þeirra í Danmorku, svo ekki er unnt að fram- leiða rækjur mcð því verði, sem hægt er að selja þær þar, vegna hins afarháa tolls. Mun nú verið að hamra á því, að fá þann toll lækkaðan, hvort sem nokk- ur árangur verður af því. Gerð hefur og verið tilraun með að senda út ísaðar rækjur (ósoðnar), en óvíst hvort það nia takast. Um innanlandssölu er ekki að ræða, hún nemur svo litlu. Fáist sæmi- legur markaður fyrir rækjur, er það eng- um vafa bundið, að hér er um mjög á- litlegan atvinnuauka að ræða, því vafa- laust er gnægð af rækjum í fjörðum víðs- vegar um land. Annars er nú mest rætt um hið geig- vænlega ástand, er nú ríkir, einkum hér

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.