Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1936, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.1936, Blaðsíða 14
240 Æ G I R Minningarorð um Finn Torfa Guðmundsson skipstjóra frá Flateyri. Á hljóðlátu kvöldi, seinni parlinn í á- gúst, barst oss kunningjum lians sú harma- fregn, á öldum útvarpsins, að Finnur Torfi Guðmijndsson væri dáinn. Hann féll út af bryggju á Sigluflrði og drukkn- aði. Finnur var fæddur 29. sept. 1892 og var því aðeins 44 ára gamall. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar, fyrrum bónda að Görðum í Önundarfirði og konu hans Gróu Finnsdóttur. Mjög ungur byrjaði Finnur að stunda sjómennsku með föður sínum og mun hann hafa hlolið Jjá skólun þar, sem síðan varð honum gæfurík gjöf i starfi hans og enlist æfina út. Því Guðmund- ur var og er viðurkenndur afburða sjó- maður. Finnur var snemma bráðger og komu því brátt í Ijós þeir eiginleikar, er seinna einkenndu hann og starf hans allt: Dugnaður, ósérhlífni, árvekni og á- ræði, ásamt góðri greind og drenglund. Aðeins 19 ára gamall byrjaði hann íörmennsku á mb. Hinrik, sem var eign þeirra feðga. Frá fyrstu tíð var svo við- brugðið flskisæld og formennsku |)essa unga manns, ásamt sjósókn og áræði. Skipið var lítið, aðeins 6—7 tonn að burðarmagni. En er árin liðu, gerðist hann skipstjóri á stærri skipum, og var hróður hans og orðstír jafnan hinn sami. Finnur var kvongaður Steinunni Jóhann- esardóttir frá Hjarðardal í Önundarfirði, myndar- og dugnaðarkonu. Þau hjón hafa eignast fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur, öll hin mannvænlegustu. Á þessu ári hefir verið 25 ára skip- stjóraafmæli Finns. Öll þau ár hefur hann verið brautryðjandi og merkisberi önfirzkra sjómanna. Frá æsku heíir hann ávalt verið hinn glaðlyndi góði félagi, skapstór, en hreinn í lund og sifelll reiðu- búinn að létta byrði þeirra sem bágast voru staddir. Það er því höggvið slórl skarð í sjómannahópinn þar heima, við fráfall Finns. En það væri að vanhelga minningu hans, að fullyrða, að það skarð yrði ekki aftur skipað, því ekkerl var fjærri skapgerð hans, en að örvænta um dáðir ungra manna. — Farðu svo vel Finnur. — Hafðu þökk fyrir þá mynd, sem auð- kenndi líf ])itt og starf: Árvekni og á- ræði, dugnað og ráðsnilld, ásamt eld- Iieitri trú á önfirzka líyggð. II. Sveinsson. Hafnarvirkin í Olafsvík. Par er kominn Norðurgarður, sem svo er nefndur, sem er aðalskjólgarður fyrir öllum norðlægum áttum, en á hann vantar enn um 30 metra, svo liann sé fullgerður, auk þess er svo nefndur Suðurgarður, sem enn vantar á, um 6J metra og haus. Pessi garður veitir skjól fyrir öllum suðlægum áttum og er hann ætlaður bát- um. Þegar verki þessu er tokið, er komin líf- liöfn í Ótafsvík fyrir alta báta, allt að 30 lestuni. Síðastliðið haust hafa margir bátar flúið vindan ofveðrum tit Ólafsvikur,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.