Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1937, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1937, Blaðsíða 6
248 Æ G I R Fjórðungsþing’ fiskifélag’s- deilda Norðlend.fjórðung’s (Útdráttur úr fundargerð). Dagana 21.—23. nóvember var hið 12. fjórðungsþing fiskifélagsdeilda Norðlend- ingafjórðungs haldið á Akureyri. Formaður, Guðmundur Pétursson, selti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Auk fulltrúa deildanna voru mættir: Erindreki Fiskifélags íslands, Páll Hall- dórsson og stjórnarnefndarmennirnir, for- maður Guðrn. Pétursson og féhirðir Jó- hannes Jónasson. Fulltrúar deildanna voru þessir: Frá Þórshöfn: Marinó Olafsson. — Ilúsavík: Stefán Pétursson. — Grenivik : Jóhann Stefánsson. — Ólafsfirði: Sigurður Baldvinsson. — Akureyri: Jón Kristjánsson ogEgg- ert Kristjánsson. — Dalvík: Sveinhjörn Jóhannsson og Sigfús Þorleifsson. — Litla-Arskógssandi: Sigurvin Edi- lonsson. Jón Kristjánsson bar fram lillögu um það, að þeim þingmönnum, sem ekki eru fulltrúar, verði veittur atkvæðisrétt- ur, og var tillagan samþykkt með8 sam- hljóða atkv. A þinginu voru tekin lil umræðu þessi mál og samþj'kktar eftirfarandi tillögur: Pátttaka í alþjóðaliafrannsóknum. »Fjórðungsþingið ályktar, að mæla með því, að þingsályktunartillaga sjávar- útvegsnefndar Nd. á þingskjali 83, um þátttöku íslands i alþjóða-liafrannsókn- um, verði samþykkt af Alþingi«. Breyting á lögum um vigl á sild. »Fjórðungsþingið telur rétt, að lög- leidd verði vogarskylda á a 11 r i bræðslu- síld, svo framarlega að hægt sé að fram- kvæma liana við notkun sjálfvirkra lönd- unartækjá, þó skal öll sú sild, sem ekki er losuð sjálfvirkt, vegin undantekning- arlaust«. Skoðiui skipa og eflivlit með hleðslu. »Fjórðungsþ. mótmælir framkomnu frumvarpi til laga um hleðslumerki fisk- og síldveiðiskipa, en treystir því hins vegar að hert verði á eftirliti og útbún- aði slikra skipa, sem í mörgum tilfellum hefir reynst ábótavant«. Skglduvátrggging vélbáta. »Fjórðungsþing fiskifélagsd. Norðlend- ingafjórðungs mótmælir eindregið frum- varpi til laga um vátryggingarfélög fyrir vélbáta, sem nú liggur fyrir Aþingi, og telur það að mörgu leyti gallað og ó- sanngjarnt í garð hátaeigenda. Fjórðungsþ. álítur, að frumvarpið beri að senda þeim tryggingarfélögum, sem nú eru starfandi í landínu, til umsagn- ar, áður en Alþingi afgreiðir málið«. Niðursuðuverksmiðjur. »Fjórðungsþingið skorar eindregið á Alþingi, jjað er nú situr, að samþykkja frumvarp til laga um styrk til niðursuðu- verksmiðja. Fjórðungsþingið lítur svo á, að þar sem önnur aðalútílutningsvarasjáv- arútvegsins, saltfiskurinn, er alls ekki seljanleg fyrir framleiðslukostnaði, þurfi að hefjast handa nú þegar, til að breyta til um verkun og hagnýtingu hinna ýmsu sjávarafurða og afla nýrra markaða fvr- ir þær.« Hraðfrystiluís. »Fjórðungþingið skorar á Alþingi, að samþykkja frumvarp það til laga um byggingu hraðfrystihúsa fyrir fisk til út- ílutnings, sem nú liggur fyrir Alþingi á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.