Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1938, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1938, Blaðsíða 6
212 Æ G I R Við aðalhúsið er sérbygging að stærð 3x/éX4 m. og er i henni gufuketill, sem kyntur er með olíu. Kosturinn við að hafa olíukyndingu er sá, að af henni stafa engin óhreinindi, sem aftur á móti eru samfara kolakyndingu. Eins og formaður stjórnar S. í. F. gat um í ræðu sinni, eru flestar vélarnar keyptar hjá A. S. Kværner-Brug í Oslo, og hefir verksmiðjan Héðinn annast upp- setningu allra vélanna og smíðað gufu- ketilinn. Framleiðsla verksmiðjunnar. Flestar tegundir sjávarafurða, grænmeti o. fl. er hægt að leggja og sjóða niður í verksmiðj- unni. Yörutegundir þær, sem verksmiðjan framleiðir, eru þessar: Þorskur. Hann er í Vi kg. dósum og er sett- ur í þær með hrygg og roði og soðinn niður í eiginn krafti. Þorskurinn er matreiddur á venjulegan hátt með smjöri. Lax. Hann er einnig í % kg. dósum og soð- inn niður á sama hátt og þorskurinn og mat- reiddur eins. Murta, úr Þing\Tallavatni, í % kg. dósum; hauslaus og kviðskorin og soðin niður og mat- reidd á sama hátt og þorskur og lax. Murta, í smærri dósum, flökuð og reykt og lögð í olíu. Hún er höfð í álag á brauð. Humar. Hann er soðinn niður á venjulegan hátt og er í Vs kg. dósum. Sjólax. Það er reyktur og litaður ufsi, sneiddur niður og lagður i oliu. Sjólaxinn er hafður á brauð. Hann er í % kg. flötum dósum, og kostar dósin 50 aura. Sjólaxpasta. Það sem ekki er hægt að sneiða niður af ufsanum er malað og kryddblandað og lítur þá út eins og fíngerð kæfa. Kúfiskpasta. Þetta er malaður og kryddað- ur kúfiskur, og er notaður á sama hátt og sjó- laxpasta. Kræklingur, lagður í edikssósu. Hann er i V± kg. dósum og kostar 95 aura. Ivræklingur- inn er tekinn i Hvalfirði. Kavíar. Lituð grásleppuhrogn. Kryddkavíar. Þorskhrogn möluð, krydd- blönduð og sykursöltuð. Kryddsildarflök í vínsósu. Þau eru i stór- um dósum með smeltu loki. í dósinni eru 20 flök og kostar hvert flak 20 aura. Bismarksíld í edikssósu. Síldin er beinlaus, magaskorin og hauslaus. Hún er einnig i stór- um dósum, með smelltu loki. í dósinni eru 12 sildar og er hvert stykki selt á 25 aura. Síld í Hollandersósn. Það eru beinlaus smá- síldarflök i sporöskjulöguðum dósum. Sild í hlaupi. Smástykki beinlaus og eru i litlum dósum. Gaffalbitar. Af þeim eru þegar framleiddar 8 tegundir. Gaffalbitar í vínsósu, picklessósu, lauksósu, pikantsósu, ostrusósu, dillsósu, tó- matsósu og sinnepssósu. Gaffalbitarnir eru bæði í stórum og litlum dósum. Fiskbúðingur í Vi og 1 kg. dósum. Gulrætur í % kg. dósum. Blómkál, einnig i % kg. dósum. Grænar baunir. Baunirnar eru keyptar frá Belgíu, en soðnar niður i verksmiðju S. í. F. Eru þær ódýrari en niðursoðnar baunir, sem inn hafa verið fluttar. Ætlunin er að niðursuðuverksmiðja S. í. F. framleiði í framtiðinni allar þær vörutegundir, sem hér hafa verið nefnd- ar. Frágangur vörunnar og umbúðir eru ágætar og bera vott um smekkvísi. Verk- smiðjan leggur meginálierzlu á vöru- vöndun, enda er það aðalskilyrðið til þess að hægt sé að vinna vörunni mark- að. S. í. F. hefir stofnað liér til merki- iegra tilrauna með þessu fyrirtæki, til- rauna, sem leiða eiga í ljós, hvort ekki er hægt að gera liagnýtingu sjávarafurða fjölbreyttari en verið hefir og hvort ekki er liægt að hækka lítið eitt meðalverð fisksins frá því sem nú er. Útgerðarmenn og sjómenn eru fyrst og fremst þakklátir fyrir þessa framkvæmd og þeir vona að vel takist, því slikt yrði allri þjóðinni til heilla. Forstjóri verksmiðjunnar hefir verið ráðinn Þorvaldur Guðmundsson, er áður veitti forstöðu rækjuverksmiðjunni á ísafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.