Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1938, Page 7

Ægir - 01.10.1938, Page 7
ÆGIR 213 Fyrirkomulag’ fisksölunnar í Þýzkalandi. Sunnudaginn 2. þ. m. fór ég til Ham- borgar á móts við Ásgeir, forstjóra, Þor- steinsson, til þess að verða samferða hon- um til Cuxhaven og Wesermiinde, þar sem við ætluðum og kynna okkur þær nýju sölu- og markaðsreglur, sem nú gilda um ísfisksölur i Þýzkalandi og nokkuð liefir verið kvartað undan. Fórum við snemma næsta morgun til Cuxhaven til að ná í markaðinn þar. Hittum við umhoðsmann íslenzkra út- gerðarmanna í Cuxliaven, lir. Peter Hein, en fórum síðari hluta dagsins til Weser- miinde og hittum þar Ludwig Jansen, for- stjóra útgerðarfélagsins Ludwig Jansen & Co., og syni hans tvo, er nú standa fyrir daglegum rekstri félagsins. Hefir það félag umboð fyrir íslenzka útgerðarmenn, bæði þar í hænum og að vissu leyti einnig i Cuxhaven. Fræddum við þessa menn um kvartanir þær, sem fram hafa komið og hvernig hægt væri að kippa þeim í lag. Lejdi ég mér að skýra hér frá liinu nýja sölufyrirkomulagi og öðru því, sem fyrir augun har á þessari ferð. Svo sem kunnugt er, gildir nú fast verð á öllum algengum fiski i Þýzkalandi og er það ákveðið af stjórninni. Upphoð eru þvi liætt, nema á dýrum fiski, svo sem kola og lúðu. Nú fer sala þvi þannig fram, að ldukkan fjögur á morgnana er byrjað að losa fiskinn úr skipunum. Læt- ur markaðsfélagið leggja fiskinn i tré- kassa, sem það á og leggur til. Þessir kassar eru allir jafn stórir, loklausir, en með tveimur fjölum meðfram hliðunum, sem hægt er að ganga eftir án þess að snerta fiskinn. Tekur liver kassi eina vætt (50 kg). Fiskurinn er flokkaður eftir stærð, svo fiskur sem líkastur er að stærð sé í hverjum kassa. Það er venja að gefa alltaf 5—6% yfirvigt á kassann, til að tryggja kaupandanum fulla vigt, og gera fyrir þeirri rýrnun fisksins, sem verður áður en hann tekur við honum, vegna þess að vatn kunni að leka úr honum o. s. frv. Þegar fiskur er stór, er oft erfitt að finna fisk af heppilegri stærð, og getur þessi jdirvigt þá komist töluvert yfir meðal yfirvigt, og upp i nær 10%. Síðan er fiskurinn skoðaður af heil- brigðislögreglunni, sem hannar sölu á þeim fiski, sem farinn er að skemmast, og þvi talinn óhæfur til neyzlu. Er sá fiskur sendur i fiskimjölsverksmiðjurnar til vinnslu. Þýzka heilbrigðislögreglan hefir mjög gott orð á sér fyrir samvizkusemi og dugnað, og sögðu umboðsmenn okkar, að þeir liefðu aldrei orðið varir við nokk- urn vott lilutdrægni frá hennar hendi, enda væri það oft tilviljun ein, ef hún vissi úr hvaða skipi fiskur sá væri, sem liún skoðaði í hvert skipti. Annars sögðu þeir, að fiskur íslenzku togaranna væri yfirleitt ver með farinn en fiskur þeirra þýzku, enda væri einstök skip okkar þakin i óhreinindum, og væri þá auðvitað ekki við góðu að húast um meðferð fisksins. Þar sem meðaltal ís- lenzku skipanna, af skemmdum fiski var 4—6%, sem aðallega var af því, að fisk- urinn sem neðst lá, og var undir miklurn þunga, var kraminn, var gerður upptækur meira en 60% af farmi eins togarans vegna skemmda. Var þvi nokkuð kennt um, að i þvi skipi hafi verið mjög gaml- ar og slæmar „garneringar“, sem nú munu hafa verið rifnar úr því og endur- nýjaðar. Yfirleitt töldu Þjóðverjar tré- ldæðningarnar i lestum íslenzku togar- anna vera orðnar of gamlar, svo erfitt væri að hreinsa þær að gagni. í þýzku togurunum væru þær endurnýjaðar á 5 ára fresti. Er heilbrigðislögreglan hefir skoðað

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.