Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1938, Page 8

Ægir - 01.10.1938, Page 8
214 Æ G I R fiskinn, er kössunum með neyzluhæfum fiski raðað hlið við hlið, svo að fiskkass- arnir mynda stóra teiga á gólfi markaðs- skálans. Ern 1000 kassar með samskonar fiski í hverjum teig (Lot). Fær hver kassi sitt númer, sem ætíð er á sama stað í hverjum teig, og eru sömu númer alltaf ætluð sania manni úr hverjum teig. Fisk- heildsali, sem hefir t. d. 23 pro. mille af innflutningnum, fær þvi númer 350—372 úr hverjum teig á hverjum degi. Getur hann því gengið að fiskinum, sem honum er ætlaður í hverjum teig, því hann er alltaf á sama stað, og skoðað þá kassa, sem hafa hans númer frá því uppskipun byrjar og þangað til markaðurinn byrj- ar klukkan sjö. Samþykkir hann að kaupa þennan fisk með því að leggja miða með áprentuðu nafni sínu á livern kassa, sem liann vill kaupa. Daginn sem við vorum í Wesermiinde, barst að 1500 tonn, sem var talið heldur yfir meðallag á þessum tíma árs. Þar sem 50 tonn eru í teig, fékk liver kaupandi ítök á 30 stöðum og var þannig hægt að tryggja að hlutdrægni gæti ekki komið til mála, en liver fengi hlntfallslega jafn- mikið af góðum fiski og lélegum, stórum og smáum. Er markaðurinn hófst, gat hver kaup- andi liafa athugað aðflutninga og annað, sem hann þurfti að vita, til að geta gert sér grein fyrir hvernig markaðurinn lægi, og' var sala því raunverulega húin um leið og markaðurinn var opnaður. Gekk markaðsstjóri þá um og athugaði hvar vantaði nafnmiða, þ. e. livað af fiskinum var óselt, og hauð hann síðan öðrum. Ef fiskleysi var, seldist auðvitað allt upp, en ef fiskur var yfrið nógur, stóð eitthvað eftir og var það lélegasti fiskurinn. Sér- staklega var þó karfinn látinn mæta af- gangi, þvi þegar hann er flakaður, geng- ur meira úr honum en af ufsa og þorski, og töldu fisksalarnir verð hans því of hátt, borið saman við verð annars fisks, en það kemur nú svo fram, að liann selst ekki nema i fiskleysi. Yfirleitt láta menn vel af þessu sölu- fyrirkomulagi, og betur en af hámarks- verðinu í fyrra. Hafði það þann galla, að hver sem vildi gat boðið upp í hámarks- verð og heimtað úthlutun á fiskinum, sem gat gefið tilefni til misnotkunar. Það er einkennilegt, að fél. eins og Nordsee, sem á um 170 togara og á annað hundrað smá- sölubúðir, verður að láta fisk sinn á markað og taka síðan við sínum skamti, enda þótt það hafi verið stofnað meðal annars til að koma fiskinum milliliða- laust til neytenda. Þegar búið var að selja fiskinn, tók hver fiskheildsali sinn fisk, pakkaði hon- um með ís i stórar tágakörfur og sendi þær til stórra viðskiptavina sinna. Þeir, sem keyptu minna en körfu, fengu sinn fisk í laglegum hvitum spónakörfum. Yar körfunum síðan komið á járnbrautar- stöðina, sem byggð er áföst við markaðs- skálana. Biðu þar margar járnbrautar- lestir reiðuhúnar til að flytja fiskinn hurtu, og voru þær allar farnar klukkan 11 um daginn. Þá var markaðsskálinn og kassarnir, sem nú voru orðnir tómir, hreinsaðir vel, svo allt væri tilbúið fyrir markaðinn næsta dag. Togari, sem kemur á mánudegi, selur þvi farm sinn á þriðjudegi, en hann kem- ur ekki í hendur neytenda fyrr en á mið- vikudagsmorgni, ef þeir húa í Norður- Þýzkalandi, en fimmtudagsmorgunn, ef þeir húa í Suður-Þýzkalandi. Verður því að ráðgera, að það taki þrjá daga að koma fiskinum úr togaranum til neyt- endans, en þar sem sunnudagurinn fellur úr, er markaður að jafnaði daufari í viku- lok en í vikubyrjun, vegna skemmdar- hættu yfir sunnudaginn.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.