Ægir - 01.10.1938, Blaðsíða 11
Æ G I R
217
Bókasöfn sjómanna.
Islendingar hafa fengið orð á sig fyrir
að vera bókhneigðir, og er sennilega
margt ósannara um þá sagt en það. Hér á
landi koma út fleiri hækur á ári hverju
miðað við mannf jölda en í flestum öðrum
löndum. Fróðleiksþorsti þjóðarinnar var
mikill og svo er enn, þótt liann sé nú orð-
ið með nokkuð öðrum hætti en áður.
Hraðinn og aukin menning hafa hér leikið
sinn þátt, beint huganum að fjölþætt-
ari efnum til Imgarléttis og stundarfróun-
ar, sprett á þann stakk, sem kvöldvakan
var í. Enn lifa margir, sem muna kvöld-
vökuna, og þeir minnast hennar með
hlýleik og trega. Kvöldvakan var sólskins-
hletturinn í skannndeginu, á henni var
reynt að slökkva fróðleiksþorstann, veita
hirtu og vl í hugi fólks, einskonar mót-
eitri gegn húminu og kuldanum.
Þeir, sem „réru út“, sem svo var kall-
að, höfðu ekkert af kvöldvökunni að segja
eftir að vertíð byrjaði. Þótt landlegudag-
ar væru jafnan nokkrir á liverri vertíð,
þá gátu þeir ekki komið í stað kvöldvök-
unnar, því að menn höfðu sjaldnast með
sér hækur í verið, að minnsta kosti ekki
fyrrum. Eftir að verstöðvar risu upp i
stórum stíl, áttu vermenn jafnan ekki
kost á lesefni, þótt þeir liefðu endrum og
sinnum tíma til að gefa sig að slíku. Sjó-
mennirnir sjálfir virðast lieldur ekki hafa
haft áhuga eða getu, til þess að mynda
með sér samtök til bókakaupa. Ætla má,
að slík leið hefði þó verið mjög heppileg.
Ekki er mér kunnugt um nema eina
verstöð, þar sem sjómenn komu sér upp
bókasafni, en það var í Þorlákshöfn. Það
var um 1890 að sjómenn í Þorlákshöfn
bundust samtökum um þetta efni. Sýndu
vermennirnir málefni þessu mikla alúð,
enda varð safnið á skömmum tíma all-
stórt, eftir því sem vænta mátti, af ekki
fjölmennari hóp en að því stóð. Safnið
var mikið notað, og kom það greinilega í
ljós strax á fyrstu vertíðinni, eftir að það
var stofnað, að þar hafði verið stigið
heillaríkt spor. Vermenn úr Þorlákshöfn
hafa sagt mér, að tómstundirnar hafi orð-
ið mun ánægjnríkari, eftir að þeir áttu
nokkurs úrkostar með lesefni. Þegar út-
gerð úr Þorlákshöfn hætti svo að segja
alveg, lagðist hókasafnið niður. Enn þá
er þó nokkuð til af bókum úr safninu.
Meðal sjómanna í Þorlákshöfn var nokk-
ur áhugi á síðastliðinni vertíð fjTÍr að
reisa safnið á ný. Ekki varð þó af því i
það skiptið, en talið er, að á vetri kom-
andi verði því hrundið í framkvæmd.
Um margra ára skeið hefir Bæjarbóka-
safn Reykjavíkur annazt bókalán til skipa,
sem gerð eru út frá Reykjavík. Sigurgeir
Friðriksson, bókavörður, skrifaði fyrir
nokkrum árum langa og merkilega grein
um nauðsyn þess að lána sjómönnum
bækur úr safninu. Þótt þessari grein hafi
máske ekki verið veitt sú athygli sem
skyldi, og líklega ekki komið fyrir sjón-
ir nema örfárra sjómanna, mun hún eigi
að síður hafa liaft veruleg áhrif fvrir
ýmsa þætti þessa máls. Sigurgeir liefir
með hverju ári reynt að auka þessi hóka-
lán og stutt að því, sem föng hafa frek-
azt levft, að sjómenn fengju mikið les-
efni og gott.
Sá hluti Bæjarbókasafnsins, sem ein-
göngu er lánaður til skipa, er nú um 1400
bindi. Útlánunum er hagað þannig, að
liverju skipi er í senn lánaður einn hóka-
pakki, en i honum eru 40 bindi. Láns-
tíminn er ekki bundinn við ákveðinn
tíma. Stundum hafa skipin hækurnar í
mánaðartíma og stundum í þrjá mánuði,
allt eftir því livernig á stendur i livert
skipti. Mörg skip fá t. d. lánaðar bækur,
þegar þau fara á síld og skila þeim ekki
fyrr en að vertíðinni lokinni. Hvert skip,