Ægir - 01.10.1938, Síða 14
220
Æ G I R
að veita þvi athygli, liversu Finnar
styrkja sína útgerð og þó er afrakstur
hennar ekki nema örlítið brot af heild-
artekjum þjóðarinnar.
Fisksalarnir og*
húsmæðurnar.
Ekki veit ég hvað fiskneyzla fslend-
inga er mikil að meðaltali á mann yfir
árið, en hitt er óhætt að fullyrða, að liún
er meiri en hjá flestum öðrum fiskveiða-
þjóðum. Engin þjóð er eins vandlát jneð
fiskmeti sem fslendingar. Þegar litið er
á það eitt, þá virðist þeim, er einhver
kynni liafa af fisksölunni hér í Rej'kja-
vík, að kvarlanir húsmæðranna yfir þvi
hvað fiskurinn, sem þær verka í pottinn,
er oft slæmur, séu ekki alltaf að ástæðu-
Jausu. Fiskskúrarnir, sem eru við
Tryggvagötu, eru aðaf fiskliöllin! í bæn-
um. fíver skyldi trúa því, að fólk, sem
ekki er á lægra menningarstigi en Reyk-
víkingar eru yfirleitt, skuli láta hjóða sér
mótmælalaust annan eins sölustað og
fiskskúrarnir eru. Þar er seld aðal
neyzluvara Reykvíkinga, þótt tvísýna
virðist vera á því, að liægt sé að koma
þar við fullnægjandi þrifnaði.
Þessir sölustaðir hlasa við útlendingum
strax og þeir koma upp úr flæðarmálinu.
Hvaða hugmyndir ætli slík sjón gefi þessu
fólki um meðferðina á aðalneyzluvöru
horgarbúa?
Fisksalarnir munu ekki ganga þess
duldir, að söluskúrarnir fullnægja á eng-
an liátt þeim kröfum, sem kaupendurnir
gera til slíkra sölustaða. En livað á að
gera til þess að hæta úr því ástandi, sem
nú er? Sú hugmynd liefir stungið upp
kolli, að hyggð verði fiskhöll á lieppileg-
um stað og þar verði miðstöð fisksölunn-
ar. Sölustaður þessi verði með því
sniði, að hann fullnægi kröfum nútim-
ans, livað hreinlæti snertir, gejunslu á
fiskinum og afhendingu. Þessi uppá-
stunga virðist ganga í rétta átt, og getur
tæpast talist sæmandi, að ráðamenn
bæjarins láti sér aðeins nægja að spjalla
um þetta mál, en skeyti ekkert um fram-
kvæmd þess.
Mest af þeim fiski, sem seldur er liér
í Reykjavík, er fluttur liingað á hílum
sunnan úr Keflavík, Sandgerði og Grinda-
vík. Fiskurinn er settur i eina kös á bíl-
ana og elr þvi oftast leftir flutníngjinn
meira og minna marinn og skemmdur.
Enginn efi er á því, að á þessu má ráða
bót, með því að liafa á bílunum 50 eða
100 kg. kassa og flytja fiskinn i þeim.
Oftar en einu sinni áður hefir verið
minnst á þetta í einu dagblaði bæjarins,
en svo virðist, að fisksölunum hafi ekki
þótt ástæða til að taka þá bendingu til
greina.
Húsmæður bæjarins sjá sjaldnast
hvernig fiskurinn lítur út í kösinni á
bílunum, en þær vita, þegar þær verka
liann í pottinn, að hann er miklu verri
en hann þyrfti að vera. Þessi vitneskja
elur óánægjuna, sem alltaf er að aukast
og verða almennari.
Ef það er trúa fisksalanna, að það
skipti minnstu máli, hvernig vöru þeir
selja, því hún verði keypt, hvort sem hún
er góð eða vond, þá eru þeir aðeins að
beita skálkabragði, sem hlýtur fyrr eða
siðar að löðrunga þá sjálfa.
Það er krafa fiskneytendanna i bæn-
um, að fiskurinn verði framvegis fluttur
í kössum á bílunum, og við þeirri kröfu
geta fisksalarnir tæpast daufheyrst.
Meiri fisk og betri fisk! Þetta er kjör-
orð þeirra bæjarbúa, sem unna hollu
mataræði.