Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1938, Qupperneq 15

Ægir - 01.10.1938, Qupperneq 15
Æ G I R 221 Þar sem sjómennirnir fá styrk til skipakaupa. A þessu ári verða byggðir 190 nýir fiskibátar i Noregi, er njóta ríkisstyrks að ineiru eða minna levti. Bátarnir verða af 28 mismunandi gerðum og verða þeir frá 20—75 feta langir. Útvegsbankinn lánar 60% af verði hvers báts, en ríkið Jeggur fram, sem beinan stvrk, allt að 40%. Mestur getur styrkurinn orðið 12 þús. kr. á bát. Áætlað er, að bátarnir kosti allir um 2% milljón kr., en ríkis- styrkurinn er ákveðinn 1 x/± millj. kr. Bátarnir kosta frá 3—4 þús. kr. og upp í 55 þús. kr. þeir stærstu. Um miðjan okt. óskaði fiskimálastjór- inn eftir tilboðum í 91 af bátunum, en það eru bátarnir, sem eiga að fara í 4 nyrztu fvlkin. Búist er við, að flestir þess- ir bátar verði smíðaðir í Norður-Noregi, i þeim liéruðum, þar sem þeir eiga að notast, einkum í Rognan i Saltdalen, en þar eru 20 bátasmíðastöðvar. Við smíði þessara báta verður lögð aðaláberzlan á, að þeir verði sterkbyggð- ir, gangléttir og að öðru leyti útbúnir eftir fvllstu nútímakröfum. Saltframleiðsla ítala. Sjósaltframleiðsla Itala byggist að mikl.il leyti á því, livað strandlengjan teygir úr sér og er lág á stórum svæðum. Loftslagið er einnig mjög hagstætt fyrir þessa framleiðslu. Vitað er, að i heitum höfum, þar sem fáar ár renna til sjávar, þar er seltan mest. Miðjarðarhafið hefir þessi skilyrði og þar fást því úr 1 kg af sjó 28—40 gr. af salti. í köldum höfum, þar sem margar stórár renna til sjávar, er miklu minna af salti. Úr einum lítra af sjó úr Eystrasalti fást 5 gr. af salti, en úr Svartahafinu fást 17 gr. úr jafnmiklu af sjó. Saltframleiðsla ítala er árlega um 1 milljón smál. og er það mestmegnis sjáv- arsalt, unnið úr Miðjarðarhafinu. I ný- lendum Itala, bæði við Rauðahaf og Ind- landshaf er einnig talsverð saltfram- leiðsla, en hún er ekki talin hér með. Af heimaframleiðslunni nota ítalir ár- lega um 600 þús. smál. en %0 hlutana selja þeir til Norður-Ameríku og til Norð- urlanda, einkum til Noregs og Islands. Salt frá Sikiley og Sardinu er eftirsótt í fisk, vegna þess, livað það er tært og inniheldur mikið af klor-natrium. Norð- menn liafa jafnan keypt mikið af salti frá Sikiley. Aðferðir ítala við saltvinnsluna liafa tekið allmiklum stakkaskiptum síðustu árin. Aður vildi saltið t. d. rýrna mjög mikið, ef það var geymt mjög lengi, en nú hefir verið sett fyrir þann leka. Á saltvinnslustöðvunum liefir verið komið fyrir mjög öflugum tækjum, til að varna þvi að loftið þar sé rakakennt, en það hefir mjög mikla þýðingu fyrir salt- vinnsluna. Marg't skeður á sæ. 1 marzmánuði síðastl. fórst enska gufu- skipið „Anglo-Australian“ Enginn veit hvaða dag, hvar eða á livaða hátt skipið hefir farizt. Seinast fréttist af skipinu 14. marz, en þá sendi það svohljóðandi skeyti: „Allir heilir heilsu. Vont veður“. Verzlunarmálaráðuncytið enska hefir á allan liátt reynt að grenslast eftir því, hver liafi verið orsök þess að skipið fórst. Við þessa eflirgrenslan hefir komið í ljós einkennilegur atburður, er skeði 3 vikum síðar, en seinast fréttist af „Anglo- Australian“. Verzlunarmálaráðuneytið

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.