Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1938, Side 22

Ægir - 01.10.1938, Side 22
228 Æ G I R Fréttir úr verstöðvunum. 28. okt. Siglufjörður. Reknetaveiði var stunduð þaðan, þar til viku af október. Uin seinustu mánaðarmót var ó- venju mikil veiði. Vélskipið Hrönn fékk t. d. 350 tn. i 45 net 30. sept. Einn bátur missti þá 20 net, vegna þess, hve mikil síld var í þeim. Um þetta leyti sást sild vaða, bœði við Gríms- ey og Rauðunúpa. mjölsverksmiðjan á Bíldudal vinnur mjöl til hænsnafóðurs úr rækjuskelinni. Sagt er, að til- raunir með vinnslu á rækjuskelinni hafi tekizl vel. Akranes. Bátar þaðan eru nú um það bil flestir hættir reknetaveiðum. Afli hefir verið mjög misjafn, sæmilegur á stundum. Minnst af aflanum hefir verið saltað, eða aðeins um % hluti hans, en hitt hefir verið sett í verksmiðjuna á Akranesi. ísafjörður. Þar hafa þorskveiðar verið stundaðar mjög lítið þennan mánuð. Aðeins nokkrir smábátar hafa sótt i Djúpið, en aflað frekar illa. Um 20. okt. fóru 2 þiljaðir vélbátar á. veiðar, en hafa lítið aflað siðan þeir byrjuðu. Rækjuveiðar liafa lítið eða ekkert verið stundaðar frá ísafirði þennan mánuð. Bolungarvík og Hnífsdalur. í Bolungavik hafa þorskveiðar aldrei verið stundaðar jafn mikið óg i sumar. Afli hefir yfirleitt verið góður. Framan af þessum mán- uði var tregfiski, en þegar á leið glæddisl veiðin. Seinustu viku vetrar hafði t. d. einn 8 smál. bátur 100 kr. hlut. í Hnífsdal hafa ekki verið stundaðar þorsk- veiðar siðan i vor. Haustvertið byrjaði þar fyrir nokkrum dögum, og hefir aflazt vel. Súgandafjöröur og Flateyri. Súgfirðingar eru flestir á færaveiðuin ennþá. Þar hefir verið góður færaafli i sumar og haust. Frá Flateyri stunda nú tveir bátar drag- nótaveiðar. Hefir annar þeirra aflað mjög vel og fengið svo að segja allan sinn afla i Önund- arfirði. Bíldudalur. Þar hafa þorskveiðar litið verið stundaðar þennan mánuð. Tveir opnir vélbátar hafa að staðaldri verið á veiðum og aflað ágætlega. Talið er, að mikið af þorski hafi verið i Arnar- firði i haust. Einn bátur frá Bíldudal hefir stundað rækju- veiðar i haust og aflað frekar litið. Áformað er að tveir bátar stundi veiðar i vetur fyrir rækjuverksmiðjuna. Ákveðið er að leggja niður i 100 þús. dósir fram að nýári. Rækjur frá Bíldudal eru nýkomnar á markaðinn. Fiski- Reykjavík. Togararnir eru nú allir á ísfiskveiðum, hema þrír. Einn mótorbátur hefir verið á botnvörpu- veiðum, en lítið aflað. Annar hefir verið á lúðuveiðum vestur við Snæfellsnes og fiskað mjög litið. Vélbáturinn Geir goði reyndi fyrir noklcrum dögum með humarvörpu austur við Eldey. Veður var slæmt og tæpast hægt að liafast við. Fékk hann 17 kg af humar, 1 löngu, 8 þorska og 10 karfa. Ráðgert er að hann reyni einnig vestur við Jökul næstu daga. Þessar tilraunir eru gerðar fyrir atbeina stjórnar S. í. F. Aegir a monthly review of tlxe fisheries and fish trade of Iceland. Puhlished hij : Fiskifélag Islands [The Fisheries Association of IcelandJ Regkjavík. Results of the Icelandic Codfislieries from the beginning of the gear 1938 to the 30 di of September, calculated in fully cured state: Large Cod25.157. Small Cod7.852.Had- dock 75, Saithe 2.329, total 35A13 lons. Total landings of herring of Sept. 17th Common salted 99A3Í. Special cure salled h6M7, Matjes 109.306, Spiced ¥7.592, Swee- tened 16.566, Special cure 6.192,, total 325. 337 harrels. To lierringoil factories 1.523. 70k heciolitres. Ritstjóri: Lúðvík Kristjánsson. Ríkisprentsm. Gutenberg

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.