Ægir - 01.05.1939, Síða 6
106
Æ G I R
nefndin ekld rætt það. En líklegt má
telja, að aðalefni þess verði ekki ágrein-
ingsmál, því allir, sem ég liefi rætt það
við, hafa verið á einu máli um það, að
með frv. sé stefnt að því, að leysa eitt
liinna mikilsverðari vandamála þjóðfé-
lagsins.
1. gr. Af óskiptum afla hvers íslenzks veiði-
skips, sem hefir hlutaráðningu (þ. e. skips-
höfnin tekur kaup sitt i hlutdeild í afla), skal
í lok liverrar vertiðar greiða 1% af verðmæti
aflans i óverkuðu ástandi.
Útgerðarmaður stendur skil á gjaldinu.
Fé þetta innheimta lireppstjórar og bæjar-
fógetar, hver í sínu umdæmi, og rennur það
óskert i sjóð, er nefnist jöfnunarsjóður afla-
hluta. Skal það sent sjóðsstjórninni að loknum
skiptum eftir hverja vertið.
2. gr. Rikissjóður leggur jöfnunarsjóði til
fyrsta ár eftir stofnun lians jafnliáa fjárhæð og
tekjur sjóðsins voru af aflahlutum það ár.
Eftir það leggur ríkissjóður sjóðnum fjárhæð,
sem janfgildir tekjum hans af aflahlutum frá
byrjun, deildum með tölu ára frá stofnun lians.
3. gr. Sjóðnum skal varið þannig:
Þegar hlutir á veiðiskipi verða ekki yfir 66%
af meðalhlut skipsins 5 siðustu ár, miðað við
úthaldstíma, skulu hlutir bættir upp eftir eftir-
farandi reglum, meðan fé sjóðsins endist, sbr.
þó síðustu málsgrein þessarar greinar:
Hafi aflahlutur orðið 60—66% af meðalhlut
5 síðustu ára, skal hann bættur úr jöfnunar-
sjóði með 30% af þvi, sem á vantar meðal-
hlut. Hafi aflahlutur orðið lægri en 60% af
meðalhlut, hækkar uppbótin við livern liundr-
aðshluta, sem aflahluturinn lækkar, um 1% af
því, sem á vantaði meðalhlut, þar til uppbótin
er orðin 50%, sem er hámark uppbótar.
Hafi skip gengið til veiða skemur en 5 ár,
þegar til uppbótar kemur, skal þó miða við
ineðalhlut þess, hafi það gengið tvö ár eða
lengur. Ella skal miða við meðalhlut sambæri-
legra skipa i sömu eða næstu veiðistöð.
Við úthlutun úr sjóðnum til hlutauppbóta
má aldrei ganga nær honum en það, að úthlut-
að sé 80% af þáverandi eignum hans.
4. gr. Stjórn sjóðsins skipa þrír menn, kosn-
ir hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi til
þriggja ára i senn.
Fiskveiðasjóður íslands annast daglegar
framkvæmdir og reikningshald sjóðsins, fyrir
Skúli Guðmundsson, alþm.:
Hlutarútgerðarfélög.
Fyrir Alþingi því, sem nýlega hefir ver-
ið freslað, liggur meðal annars frumvarp
til laga um hlutarútgerðarfélög, flutt af
þrem þingmönnum í neðri deild þings-
ins. Aðalástæðurnar fyrir því að frum-
varp þetta er flutt, eru færðar fram í
greinargerð, sem fylgdi frumvarpinu, en
þar segir m. a. á þessa leið:
„Það má öllum vera Ijóst, að þar sem
sjávarútvegurinn er annar aðalatvinnu-
vegur þjóðarinnar, er það mjög þýðingar-
mikið, að þeim atvinnuvegi sé fundið það
rekstrarfyrirkoimilag, sem hezt lientar.
Er þess mikil þörf að finna þann starfs-
grundvöll, sem veitir þeim mönnum, sem
að útgerðinni vinna, mesta tryggingu f\T-
ir réttlátum starfslaunum, og þeim stofn-
þóknun, er stjórnum sjóðanna kemur saman
um.
5. gr. Stjórn jöfnunarsjóðs geymir fé hans,
og skal það ávallt geymt í banka.
6. gr. Skip, sem gerð eru út í sama kaup-
stað eða sama hreppi, geta myndað sérstaka
deild í jöfnunarsjóði, ef útgerðarmenn og starf-
andi sjómenn i kaupstaðnum eða hreppnum
óska þess. Geta deildir þessar ákveðið hærri
iðgjöld en þau almennu og aflað sérsjóðum
sínum annara tekna. Framlag rikissjóðs til
þeirra miðast þó ávallt við 1% af verðmæti
aflans í óverkuðu ástandi.
Stjórn jöfnunarsjóðs getur við úthlutun
hlutauppbóta úr sérsjóðum þessum vikið frá
hinni almennu reglu- ef ástæða þykir til og
óskir koma fram um það frá þeim, sem hlut eiga
að máli.
7. gr. í reglugerð fyrir jöfnunarsjóð afla-
hluta má setja ákvæði um stjórn sjóðsins og
starfrækslu, eins og nauðsynlegt þykir, ])ótt
ekki sé sérstaklega ráð fyrir þeim gert í lögum
þessum, þó svo, að þau fari ekki í bág við nein
ákvæði laganna.
8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.