Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1939, Síða 8

Ægir - 01.05.1939, Síða 8
108 Æ G I R efía á annan hátt til stuðnings atvinnu- lausum mönnum, et' útgerðarstarfsemi félli niður. Því verður tæplega mótmælt með skyn- samlegum rökum, að rétt sé, að þeir, sem vinna framleiðslustörfin, fái stuðning ann- ara, sem hafa hetri afkomu, ef einhverjir finnast, þegar illa árar fvrir framleiðsl- una. Að þesskonar jöfnun á kjörum manna er stefnt með ákvæði þessa frum- varps um tryggingarsjóði, sem séu að hálfu leyti myndaðir af tillögum annara en þeirra, sem að framleiðslunni starfa. En vegna þessarar greiðsluskyldu bæjar- og sveitarfélaga, er svo fvrir mælt, að bæjar- og sveitarstjórnir skuli samþykkja reglugerðir um lágmarkslaun, sem greið- ist úr tryggingarsjóði. Eilt af þvi, sem mjög hefir torveldað efnalitlum mönnum að koma á fót út- gerðarfyrirtækjum, er það, að erfitt hefir reynzt að fá nema lítinn hluta af verði skipanna að láni gegn veði í þeim vegna þeirrar sjóveðshættu, sem á skipunum hvílir samkvæmt gildandi lögum. Með hlutarútgerðarfyrirkomulaginu er sjó- veðshættan mjög lítil, og ætti því slíkum félögum að vera miklu auðveldara að fá lán gegn veði í skipum heldur en fyrir- tækjum, sem skuldbinda sig til að greiða áhöfninni fast lcaup, sem sjóveðsréttur fylgir. Enn er ótalinn sá koslur við þetta rekstr- arfyrirkomulag, að með því er komið í veg fyrir, að reksturinn stöðvisl vegna ágreinings milli útgerðarmanna og sjó- manna um kaup og kjör, en slíkir árekstr- ar hafa oft átt sér stað að undanförnu og valdið þjóðarheildinni miklu f járliagslegu tjóni.“ Þó að flutningsmenn og stuðnings- menn þessa máls á Alþingi telji lieppi- legt fyrir sjávarútveginn, að hlutaskipta- fyrirkomulagið verði upp tekið sem fvrst á öllum skipum, má vitanlega gera ráð fyrir því, að nokkur tími líði, þar til yfir- burðir þess skipulags ná svo almennri viðnrkenningu, að það verði af öllum upp- tekið. Hitl ætli ekki að vera ágreiningur um, að æskilegt sé að Alþingi afgreiði löggjöf um þetta efni strax á framhalds- þinginu í haust, svo að þeir sjómenn og útgerðarmenn, sem aðhyllast þetta fvrirkomulag, fái þar grundvöll til að hyggja á félagssamtök sín í útgerðar- starfseminni. 1. gr. Markmið hlutarútgerðarfélaga er að reka fiskveiðar á hlutaskiptagrundvelli og ann- ast í sambandi við þær innkaup á vörum, liag- nýtingu afla, sölu hans o. fl. 2. gr. Nú vilja menn stofna lilutarútgerðar- félag, og skulu þeir þá kveðja til fundar á þvi svæði, sem félaginu er ætlað að ná yfir, og bera málið upp til umræðu og atkvæða. Ef 5 menn eða fleiri verða ásáttir um stofnun sliks félags og bindast samtökum um að gerast með- limir þess, skulu þeir, að fengnu samþykki hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarstjórnar til félagsstofnunarinnar, setja félaginu samþykktir í samræmi við lög þessi, og skal leita staðfest- ingar ríkisstjórnarinnar á þeim. Breytingar á samþykktum hlutarútgerðarfé- lags ná þvi aðeins gildi, að ríkisstjórnin stað- festi þær. 3. gr. Félagar hlutarútgerðarfélags geta þeir einir orðið, sem ráðast hjá félaginu, á skip þess eða i landi. Með samþykki lögmæts félags- fundar má auk þess taka inn i félagið menn, sem styrkja vilja það með þátttöku sinni, þótt eigi séu þeir ráðnir starfsmenn félagsins. Óheimilt er að ráða fasta starfsmenn hjá félaginu í landi eða skipverja á skip þess, nema þeir um leið gerisl félagar og undirriti yfir- lýsingu um, að þeir hlýði lögum félagsins eins og þau eru á hverjuin tíma. Undantekningu má þó gera frá þessu að því er snertir ráðn- ingu skipverja í forföllum annara, ef brýn nauð- syn krefur. Tnngangseyrir sé 10 krónur frá hverjum fé- lagsmanni, er renni i varasjóð. 4. gr. Sérhver meðlimur hlutarútgerðarfé- lags ber takmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins, að npphæð 300 krónur.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.