Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1939, Page 11

Ægir - 01.05.1939, Page 11
Æ G I R 111 V erzlunarástandið á Spáni. Til að gera sér grein fyrir markaðs- möguleikum á Spáni, er fróðlegt að at- lmga, hvernig verzlun landsins var komin, áður en hin hörmulega styrjöld brauzt út þar í landi, sumarið 1936. innfl. útfl. lialli Áriö 1932 . . .. 976 742 234 milj. gullpeseta — 1933 .. .. 837 673 164 — — — 1934 .. . . 855 613 242 — — 1935 .. . . 879 588 291 — — Svo sem þessar tölur bera með sér, vantaði Spán vörur til að greiða með þriðjung af innflutningnum á árinu 1935, en síðan hefir atvinnulíf landsins lamast til stórkostlegra muna, vélar evðilagst og gengið úr sér, búfé fækkað stórkostlega, svo að t. d. er talið að naumast muni vera eftir nema ein kýr af hundraði í Kata- lóníu, en hráefnaskortur takmarkað mjög framlciðsluna, svo að útflutningur er nú mildum mun minni en hann var 1935. Iiinsvegar eru þarfirnar meiri, því að iðn- aðarvörur, svo sem vefnaðarvörur hafa verið að mestu ófáanlegar í meira en tvö ár. Auk þess er óvíst um, hve mikið er eftir af gullforða þjóðhankans og ýmsum gripum, sem talist gela sparifé þjóðar- innar og varasjóður. Verður þvi að nota sem mest af útflutningnum til að greiða f}rrir vörur, sem notist til endurreisnar atvinnuveganna, en fólkið að neita sér um innflutning á matvælum, og nota því meira af grænmeti og þeim vörum. sem landið framleiðir, unz endurreisn at- vinnuveganna er komin á veg. í árslok 1932 gerði spánska stjórnin 111 jög róltækar ráðstafanir til að hefta mnflutning á þeim vörum, sem komist varð af án, og tekin upp ströng takmörk- Un á innflutningnum, og hverju landi skammtaður innflutningur eftir þvi sem það gat keypt spánskar vörur. Var því lýst yfir í flestum samningum við erlend ríki, að báðum þjóðunum hæri að stefna að því, að koma á jafnvirðiskaupum, og innflutningurinn sniðinn eftir markaðs- möguleikum fyrir spánskar vörur, sem víða kom mjög hart niður. Hinsvegar setti Spánn ekki upp full- komið eftirlit með gjaldeyrisgreiðslum, heldur var gengið út frá að greiðslur gengju eins og áður á milli í frjálsum gjaldeyri, en ýms lönd settu þegnum sín- um þó þá skyldu að greiða andvirði spánsks varnings inn á lokaðan reikn- ing Spánarhanka. Víða var þetla þó í sjálfsvald sett og var mikið um það rætt, að útflytjendur tækju ekki heim fé sitt, heldur ættu það erlendis. Ukust gjaldevris- erfiðleikarnir með hverjum mánuði, því kröfur á spönsk firmu söfnuðust fyrir, og töldu menn þessi vanskil nema stærri upphæð en árs innflutningi í árslok 1935. Hættu því margir, aðallega í Bandarikj- unum, að afgreiða pantanir frá Spáni. Lamaði það mikið bómullariðnaðinn, því að hómullin var þaðan, og jókst atvinnu- leysi því stórkostlega á árinu 1936, vegna hráefnaskorts. Var atvinnulíf landsins því þegar fyrir stríðið komið i óvænlegt liorf. Er styrjöldin hófst dró Madrid-stjórnin smám saman alla utanríkisverzlun í sín- ar hendur og fól ýmsum nefndum að selja útflutningsvörur sinar, en deild í steinolíu-einkasölunni (Campsa) að kaupa inn fyrir sig erlendis. Stjórnin í Burgos hafði hinsvegar slæma aðstöðu að því leyti, að meðan hún var ekki viðurkennd, gat iiún ekki gert verzlunarsamninga við önnur ríki og þá heldur ekki „clearing-samninga“. Hún gat heldur ekki nolað sér umsamda innflutn- ingskvóta, því að talið var, að sú stjórn, sem væri viðurkennd, hefði ráðstöfunar-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.