Ægir - 01.05.1939, Síða 14
114
Æ G I R
rök verið leidd því til sönnunar, en þrátt
fyrir það er ekki annað sýnilegt, en að
innilokunarstefnan hafi enn þá hraðbyri.
ítalir eru ein þeirra þjóða, er sækja
ötullega að því marki, að verða sjálfum
sér nógir. Fyrir nokkru síðan hárust hing-
aðfregnir um það, að ítalir hefðu í hyggju
að afla alls þess fisks, er árlega er etinn
þar í landi. Þess var einnig getið, að þeir
teldu sig þess umkomna að framkvæma
þetta á tiltölulega skömmum tíma. Þessi
fregn túlkar sennilega rétt hug 'Itala í
þessum efnum, en þrátt fyrir það er á
henni nokkur ólikindablær.
Nákvæmar skýrslur eru ekki fyrir
liendi um afla ítölsku togaranna síðastl.
ár, en það er þó vitað, að hann var hverf-
andi lítill liluti af öllu innflutningsmagn-
inu. Síðastliðið ár voru alls fluttar inn til
Ítalíu 50 þús. smál. af fiski, söltuðum,
hálfverkuðum og fullverkuðum, og er þá
afli þeirra eigin skipa talinn með. Er
þetta meira magn en nokkru sinni áður
hefir komið á land í Italíu, eða 6 þús.
smál. meira en 1934, en það var metár
í þessmn efnum.
Sé magninu 1938 breytt í fullverkaðan
fisk, lætur sem næst að það liafi verið
um 40 þús. smál. Innflutningur íslend-
inga til Ítalíu 1938 nam rösklega % af
heildarmagninu. Félagið „Cippesco“ er
stærsti fiskkaupandinn í Italíu. og flutti
það inn síðastl. ár röskar 28 þús. smál.
Um áramótin átti það talsvert f}rrirliggj-
andi af óseldum fiski, en þrátt fyrir það
liefir það keypt nokkuð af fiski á þessu
ári, bæði frá Islandi og Noregi. Annað
stærsta fiskinnflutningsfélagið er „Meri-
tal“ og rekur það jafnframt togaraútgerð.
Innflutningur þessa félags nam 5 500 smá-
lestum 1938. Auk þessara félaga eru
nokkur smærri félög, er bæði kaupa fisk
og fást við útgerð.
Um nokkurt skeið liafa Italir fullverk-
að árlega talsvert af fiski í fiskþurrkunar-
stöðvum, er þeir hafa komið upp. Und-
anfarin 5 ár hafa þeir tekið til verkunar
í þurrkunarstöðvunum eftirgreint magn,
miðað við saltaðan fisk:
Ár Sniál.
1934 5 400
1935 9 862
1936 8 765
1937 12 670
1938 (fyrstu 9 mán.) 5 513
Frakkar selja árlega talsvert af salt-
fiski til Ítalíu og er jafnan megnið af
honum fullverkað í fiskþurrkunarstöðv-
unum. Síðastl. ár seldu Frakkar þangað
7 000 smál. af saltfiski, og var hann allur
fluttur beint til fiskþurrkunarstöðvanna til
verkunar. Nú er svo komið í Ítalíu, að
sama og ekkert er fullverkað þar af fiski,
undanskildum þeim, er kemur frá Frakk-
landi. — Um þessar mundir er félagið
„Genepesca Frigo“ að láta reisa fisk-
þurrkunarstöð, er getur liaft til verkun-
ar 100 þús. smál. í einu. I þessari þurrk-
unarstöð mun nær einfarið verða verk-
aður afli þeirra skipa, er félagið gerir út.
Sú skoðun er annars mjög ríkjandi í
Ítalíu, að sala á fullverkuðum og létt-
verkuðum fiski muni minnka hröðum
skrefum, en i þess stað muni fólkið nevta
saltfisks. Stafar þetta af því, að það er
trú ítala, að í söltuðum fiski (óverkuð-
um) haldist hið eiginlega fiskbragð, en
slíku sé ekki til að dreifa með fullverk-
aðan fisk. Það er jafnvel hald manna, að
i framtíðinni muni ítalir verða ginkeypt-
astir fyrir nýsöltuðum fiski, og að hann
muni að einhverju leyti koma í stað
frysta fisksins, sem nú er seldur þangað.
Þrjú ítölsk togarafélög gera nú út til
þorskveiða í Norðurhöfum. Stærsta tog-
araútgerðarfélagið er „Genepesca“, og á
það nú 7 nýtízku togara, og eru þeir allir
með dieselvélar. Skip þessi stunda öll