Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1939, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.1939, Blaðsíða 15
Æ G I R 115 veiðar við vesturströnd Afríku. Hrað- frystivélar eru í öllum þessum togurum og geta þær framleitt 25° kulda á Cel- sius. Ársafli þessara skipa er að jafnaði um 4 þús. smál. af frystum fiski, sem er seldur hvarvetna í Ítalíu. „Genepesca“ á nú i smíðum tvo togara og eru þeir báðir með dieselvélar. Skip þessi kosta hvert fvrir sig 11 milljónir líra og er stærð þeirra 1 600 smál., og verða þetta því stærstu togarar heimsins. Þeim verð- ur hleypt af stokkunum í næsta mánuði og eiga að vera tilbúnir til veiða í bjTrj- un næsta árs. Áhöfn þeirra verður 74 menn. Þorskveiðar eiga skipin að stunda í norðlægum höfum, án þess þó að hafa nokkra hækistöð þar, eins og liinir minni ítölsku togarar. — Þegar „Genepesca“- félagið var stofnað, var ætlun þess að starfrækja slíka togara, eins og nú eru í smíðum, en af framkvæmdum hefir ekki getað orðið fvrr en nú, vegna gjald- eyrisvandræða. Annað stærsta félagið er „Merital“ og er það eigandi að 3 togurum, þeim „En- rico Gismondi“, „Tonno“ og „Angnilla“. Skip þessi stunda aðallega veiðar á Rjarn- arej7jar-miðum og hafa bækistöð í finnska bænum Petsamo. Félagið hefir á leigu flutningaskipið „Morea“ og annast það flutninga á nauðsynjum til togaranna og flytur afla þeirra til Italíu. Eigendur >,Meritals“ eru aðeins tveir menn, Gis- Uiondi, fiskikaupmaðurinn, sem íslending- um er kunnur, og Sanguinetti. Afli tog- aranna var um 2 000 smál. síðastl. ár. — Einskonar angi af „Merital“ er félagið SAIPA, sem Sanguinetti á að mestu levti, °g eru í eigu þess 5 togarar, er stunda veiðar í Adríahafinu. Félagið „Sapri“ á 3 togara, þá „Gron- go“, „Nasello“ og „Orata“. Eru þetta tog- ararnir, sem íslendingarnir voru á i fyrra- sumar, og stunduðu þeir þá veiðar við Grænland og Nýfundnaland. Félag þetta hefir á leigu flutningaskipið „Entella“, er annast flutninga til togaranna og flyt- ur afla þeirra til Italíu. „Sapri“ á einnig 5 togara, er veiða eingöngu í Adríahafinu. Félagið „Saip“ gerir út 3 togara, og eru þeir nú við veiðar við Nýfundnaland og liafa hækistöð á eyjunum St. Pierre og Miquelon, en þar hafa franskir togarar einnig hækistöð sína. ítalir eiga því nú 26 togara og stunda 9 þeirra þorskveiðar i norðlægum höf- um, en 7 fiska við strendur Afríku og 10 í Adríahafinu. Smíði hinna nýju togara er einn áfangi á leið ítala í þeirri viðleitni að verða sjálfum sér nógir, hvað snertir fiskafurð- ir. Frekari framkvæmda mun ekki að vænta í þá átt, fyrr en reynslan liefir sýnt, hversu takast muni með þessa stórútgerð „Genepesea“. Hvalveiðar í Suðurhöfum. Þegar hvalveiðarnar urðu svo að segja að hætta í Norðurhöfum, vegna þess, hve livalstofninn þar hafði minnkað, var leitað í þveröfuga átt — til Suðurhafa. Fyrir 12— 13 árum höfðu hvalveiðar ekkert verið stundaðar í hafinu kringum meginland suðurskautsins, nema á Falklandssvæðinu og Rosshafinu. Menn töldu þó víst, að mikið mundi þar um hval á öðrum haf- svæðum og liöfðu á orði að færa út kví- arnar. A vertíðinni 1926—’27 var svo að segja allri veiðinni gert til góða á land- stöðvum, eða fljótandi verksmiðjum, sem láu bundnar alla vertiðina í hinum ýmsu liöfnum á Falklandssvæðinu. En um þessar mundir takmarkaði Stóra-Bretland veiðarnar á Falklands- svæðinu, og gátu þar með aðeins þau hval-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.