Ægir - 01.05.1939, Page 16
116
Æ G I R
veiðafélög fengið að stunda veiðar þar,
sem um margra ára skeið höfðu sent skip
þangað til veiða. Allir aðrir, sem vildu
stunda livalveiðar í Suðurhöfum, urðu
því að leita á önnur svæði, og þar með
varð óumfljýanlegt, að veiðarnar og hag-
nýting aflans yrði með nokkuð öðru sniði
en áður liafði verið.
Einkum voru það tvö veigamikil at-
riði, sem um þessar mundir var verið að
gera tilraunir með, er heppnuðust mjög
vel og áttu mjög mikinn þátt í því, að
hyrjað var á að stunda hvalveiðar, án
þess að unnið væri úr aflanum i landi.
Fyrra atriðið var í þvi fólgið, að hinar
fljótandi verksmiðjur gátu innbyrt lival-
inn, og komið honum á liið stóra skurð-
arhorð verksmiðjunnar, þar sem var jafn-
auðvelt að skera hann og á hvalstöðvun-
um í landi. Hitt atriðið var loftskeytasam-
handið, sem gerði móðurskipunum fært
að vera stöðugt í sambandi við hvalveiða-
hátana, og þar með að leiðbeina þeim,
þegar þörf gerðist.
Á árunum 1923—’27 voru tvær fljót-
andi verksmiðjur í Suðurhöfum, er ekki
höfðu bækistöðvar við land. Afkoma þess-
ara verksmiðja var mjög góð og leiddi
það meðal annars til þess, að jjeim hval-
veiðifélögum fjölgaði ört, er hætlu að
hafa landstöðvar. Síðan liafa verið gerðir
út fjöldamargir stórir leiðangrar, er hafa
stundað veiðar með fram ísrönd Suður-
heimskautsins.
Hinar fljótandi verksmiðjur, sem smíð-
aðar liafa verið undanfarin ár, eru miklu
stærri en áður hefir þekkzt. Verksmiðj-
urnar, er fyrst voru notaðar þarna syðra,
voru 3—-4 þús. smál. Árið 1910 voru smið-
aðar margar fljótandi verksmiðjur og
voru flestar þeirra 6 þús. smál. Árið 1923
var ein fljótandi verksmiðja i Rosshafinu
og var hún 12 þús. smál. Menn héldu þá
almennt, að stærri verksmiðjur mundu
ekki verða smíðaðar. Allt annað hefir þó
orðið uppi á teningnum, þvi að þegar
verksmiðjurnar hættu að liafa bæki-
stöðvar við land, stækkuðu þær óðár, og
nú eru nýjustu verksmiðjuskipin allt að
30 þús. smál. á stærð. Ásamt því, sem
verksmiðjurnar liafa stækkað, liafa verið
sett í þær ýms ný tæki, sem gerir það
kleift að hagnýta aflann betur en áður.
Svo að segja á hverri vertíð eru gerðar
tilraunir með ýmsar nýjungar, sem miða
að því að auðvelda veiðarnar og skapa
meira verðmæti úr aflanum en fyrr. Á
seinustu vertíð voru Þjóðverjar t. d. að
gera tilraunir með að setja sendistöðvar
í hina veiddu hvali, svo að verksmiðj-
urnar gætu eftir boðum frá þeim, komið
og' hirt þá, í stað þess að skotbátarnir fóru
með hvalina til verksmiðjunnar og evddu
i það miklum tíma.
Lengst af hafa það verið Norðmenn og
Englendingar, sem aðallega hafa stund-
að hvalveiðar i Suðurhöfum. Þrjár sein-
ustu vertíðirnar hefir einnig talsvert bor-
ið á Japönum og Þjóðverjum, og eru lík-
ur fvrir því, að þátttaka þeirra í veiðun-
um aukist meira en orðið er. Árið 1936
áttu Japanir 2 verksmiðjur, en á vertíð-
inni í vetur voru þær 6. Þjóðverjar áttu
1 verksmiðju 1936 en 5 núna, og auk þess
leigðu þeir 2 norskar hvalverksmiðjur á
síðastl. vertíð. Rretar gerðu út 10 fljót-
andi verksmiðjur 1936, en 9 í ár, og Norð-
menn gerðu úl 14 verksmiðjur 1936 en 10
í vetur. Hvallýsisframleiðsla Japana og
Þjóðverja var samtals um 219 þús. föt
á vertíðinni 1936—’37, en vertíðina næstu
á eftir jókst framleiðsla þeirra mjög
mikið og var þá samtals um 746 ])ús. föl.
Hvalveiðafélögin hafa undanfarin tvö
ár reynt að sameinast um að takmarka
svo veiðarnar, að ekki væri framleitt
meira af lýsi, en ætla mætti að hægt væri
að selja fyrir framleiðsluverð. Af ótta