Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1939, Qupperneq 19

Ægir - 01.05.1939, Qupperneq 19
ÆGIR 119 skyni í sambandi við New York-sýninguna. En ])ar sem það mundi hafa mjög mikinn kostnað i för með sér, eru litlar líkur taldar fyrir því, að af því geti orðið. Piskikaupmenn í Hull hafa stofnað togarafélag og eru nú að láta smíða togara, sem allir eiga að hafa olíuvélar. Félag þetta er myndað á samvinnugrundvelli og hefir verið reynt að fá sem flesta af fiski- kaupmönnum borgarinnar til þess að leggja fram lilutafé. Lágmarksverð á fiski í Hull og Grimsby. Samþykkt liefir verið að koma á lágmarks- verði á fiski frá 12. júní næstkomandi, i fisk- veiðibæjunum Grimsby og Hull. Samkvæmt sam- þykkt þessari liækkar verð á þorski, ýsu, flat- fiski, steinbít og grálúðu um 4 shillings pr. kit. (kit. = 60,35 kg.), og verður „kittið“ þá á 12 shillings. Hækkunin nemur því sem samsvarar kr. 5.40 islenzkum pr. kit, eða 8,5 aurum pr. kg. Ráðstöfun þessi er gerð til þess að koma í veg fyrir það, að fiskverðið falli niður fyrir allar hellur, þegar mikið berzt á markaðinn, en slíkt hefir mjög viljað brenna við. Fréttir úr verstöðvunum. 30. maí 1939. Isafjörður. Vertíðin þar lauk um miðjan þennan mán- uð. Hásetahlutur á stærri bátunum varð frá 900—1 365 kr. En hlutur á landróðrarbátum varð frá 700—800 krónur. — Togarinn „Skut- ull“ er enn þá á saltfiskveiðum og hefir hann aflað einna mest af togurunum þessa vertið. Verstöðvarnar á Snæfellsnesi. Vertið var svo að segja liætt þar i byrjun þessa mánaðar. Lítillega liefir þó verið róið þar síðan, en aflast heldur treglega. Vertíðin í verstöðvunum undir Jökli var mjög sæmileg, borið saman við undanfarna vetur. Akranes. Þaðan gengu 23 vélbátar á vertíðinni og voru þeir allir liættir þorskveiðum um miðjan mán- uðinn. Mönnum telst svo til, að vertiðin á Akranesi hafi verið i meðallagi. Aflahæsti bát- ur var „Ármann“, eign Þórðar Ásmundsson- ar, og veiddi liann 900 skpd. — Fiskimjöls- verksmiðjan vann 275 smál. lýsi úr 523 þús. lítrum lifrar og 500 smál. fiskimjöl úr 2 718 smál. fiskúrgangs. Fimm bátar hafa stundað síldveiðar frá Akranesi megnið af þessum mánuði. Hefir afl- inn verið fluttur i ís til Þýzkalands. Flutn- inga hafa annast línuveiðarinn „Ólafur Bjarna- son“ og togararnir „Gullfoss“ og „Hilmir“. Heyrst hefir að sildin bafi likað ágætlega. Reykjavík. Eins og skýrt var frá seinast í fréttum úr verstöðvunum, voru tveir togarar sendir til fiskileitar seint i apríl. Fór togarinn „Tryggvi gamli“ vestur fyrir land, en „Þórólfur" austur og norður. Togararnir öfluðu mjög lítið og bar leit þeirra engan árangur. „Þórólfur“ var 20 daga í þessum leiðangri og aflaði 78 föt lifrar. í byrjun mánaðarins var orðinn svo rýr afli hjá togurunum, að þeir hættu þá jafnóðum veiðum og þeir komu inn. Þann 11. þ. m. voru 5 ísl. togarar á Horn- banka og fengu þeir allir ágætan afla, 7—12 poka í hali. Þessi afli hélzt i þrjá sólarhringa og varð það til þess, að allir togararnir, sem liættir voru veiðum, liéldu út á ný og hafa verið við veiðar síðan. Afli liefir þó verið heldur tregur á Hornbankanum og eru nú allir isl. togararnir farnir þaðan vestur á Hala, og hafa surnir fengið þar sæmilegan afla. Fimm línuveiðarar gengu héðan til veiða á vertíðinni, og var „Sigríður“ þeirra aflahæst, með 1 212 skpd. En af mótorbátunum afl- aði „Jón Þorláksson“ mest, eða um 920 skpd. Nokkrar trillur liafa sótt héðan til veiða í flóann í þessum mánuði, en aflað svo sára- lítið, að elztu menn muna ekki slíka ördeyðu í jafn mikilli veðursæld og verið hefir undan- farið. Þetta fiskleysi í flóanum er einkum talið því að kenna, live togararnir „skörkuðu" mikið þar franian af í vor. Hafnarfjörður. Togararnir eru allir á veiðum enn þá, en línuveiðararnir hættu flestir í byrjun mánað- arins og sumir fyrr. Linuveiðarinn „Jökull" fór eina veiðiferð til lúðuveiða vestur i Græn- landshaf og kom úr þeim leiðangri 21. þ. m. Hann aflaði alls 364 Iúður og vógu þær röskar 9 smál. Framh. á bls. 124

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.