Ægir - 01.04.1942, Side 5
Æ G I R
91
En einmitt vegna þess, aö eðlilegt við-
lialcl og endurnýjun flotans getur ekki
farið fram á meðan á styrjöldinni stend-
nr, er sjálfsagt að búa þannig í haginn
f.vrir framtíðina, að unnt verði að hefja
endurbyggingarstarfið þegar, er um
liægist að styrjöldinni lokinni.
Einn stærsti þáttur þessarar styrjaldar
ier fram á höfunum. Gengur hann út á
það að sökkva og eyðileg'gja sem mest
af skipum óvinanna. Það er vitað, að af-
ieiðingar ]æssa sjóhernaðar eru þegar
orðnar þær, að verulegum hluta af
skipastól heimsins hefur verið tortímt,
enda viðurkennt oftsinnis af leiðtogum
handamanna, að þetta sé hið erfiðasta
vandamál þeirra, og þó að þríveldin
hafi ekki tilkynnt neitt um skipatjón sitl,
þá er þó óhætt að ætla, að það sé orðið
all verulegt. Þegar því styrjöldinni lýk-
ur, hlýtur það að verða einn megin-
þátturinn i því uppbyggingarstarfi, sem
þá hefst, að hyggja upp að nýju skipa-
stól fyrir allan lieiminn. Fer þá ekki lijá
því, að hvert land lætur sínar eigin
skipasmíðastöðvar sjá um endurbygg-
ingu síns flota fyrst og fremst, en hygg-
ingar fyrir aðrar þjóðir sitja á hakanum.
Afleiðing þessa yrði óhjákvæmilega sú,
að við fengjum engin skip hyggð á er-
lendum skipasmíðastöðvum fyrr en seint
og síðar meir. Auk þess yrðu skipin vafa-
laust óhóflega dýr, vegna þess að eftir-
spurnin yrði mikið meiri en unnt væri
að fullnægja. Um getu okkar eigin skipa-
smíðastöðva er það að segja, að þær
geta, eins og nú er ástatt, helzt ekki
hyggt nema smærri skip, vélháta, en
smiði stærri skipa tekur óhæfilega
langan tíma. Um smíði stál- eða járn-
skipa er ekki að ræða og er slíkt vitan-
lega algerlega óviðunandi, þar sem veru-
legur hluti skipaflotans er og verður
sennilega ávallt slík skip. Það mun ó-
hætt að ætla, að samkeppnisþjóðir okkar
á sviði fiskveiðanna muni allar að stríð-
inu loknu setja mikinn kraft á að endur-
nýja fiskiskipaflota sinn og standa þar
ólíkt hetur að vígi en við, hvað skilyrði
til skipasmiða snertir.
Það vofir því sú hætti yfir, að þessar
samkeppnisþjóðir skapi sér hetri skil-
vrði til fiskveiðanna, með byggingu nýrra
og hagkvæmari skipa, en við, sem ættum
]jó að réttu lagi ávallt að geta verið hér
fremri, þar sem við búum við hin feng-
sælustu fiskimið.
Af því, sem sagt er liér að framan,
verður því ljóst, að ein höfuðnauðsyn
lil tryggingar framtíð íslenzks sjávarút-
vegs er að komið verði upp, svo fljólt
sem verða má, fullkominni skipasmíða-
slöð, sem hyggt geti a. m. k. allar þær
slærðir af fiskiskipum, sem fiskveið-
arnar útheimta og verði fullkomlega
samkeppnisfær um gæði og' verð skip-
anna, við erlendar skipasmiðastöðvar,
en þau tvö skilvrði er nauðsynlegt að
uppfylla, svo að útgerðinni, sem nota á
skipin, sé eigi íþyngt á neinn hátt.
Hvað gæði skipanna snertir er ég ekki
í nokkrum vafa um, að það skilyrði er
auðvelt að uppfylla. Þegar eru til i land-
inn vel menntaðir skipasmiðir, sem hafa
sýnl það í byggingu tréskipa, að þeir
kunna handverk sitt mjög vel, og verður
sá hópur manna að mvnda kjarnann í
þeirri stétt skipasmiða, sem npp mun
vaxa jafnskjótt og skilyrði verða fyrir
hendi.
Um verðið er öllu erfiðara að spá. En
það hlýtnr að vera sjálfsögð sanngirnis-
krafa, að lengra verði gengið í þvi en
nú er, að afnema tolla, svo sem á járni,
furu og beyki, svo og öðru efni til skipa-
smíða. Mundi það sjálfsagt auðvelda
skipasmíðastöðvunum mjög samkeppn-
ina við erlenda keppinauta sína.