Ægir - 01.04.1942, Qupperneq 6
92
Æ G I R
Það er ekki ætlun min að gera hér
neina áætlun uin hversu slór slík skipa-
smíðastöð þyrfti að vera, eða um hve
mikið fjármagn væri nauðsynlegt lil
framkvænulanna, né lieldur um þaö.
hvar hún væri hez.l niður komin, það
yrðu sérfræðingar að gera á sínum tíma.
Hins vegar er það Ijóst, að hvgging
slíkrar skipasmiðaslöðvar úfheimtir
mikið fjármagn og verður þá að gera
sér grein fyrir á hvern liátt mætti afla
j>ess.
Er þar um ýmsar leiðir að ræða.
í fyrsta lagi væri hugsanlegt, að ein-
staklingar og félög, sem hafa útgerð eða
skipasmíðar að alvinnu, mvnduðu með
sér samtök um að lirinda málinu i fram-
lcvæmd. Virðisl jjað ekki óeðlilegt, þar
sem liér er um að ræða mikið hagsmuna-
mál jíessara tveggja aðila. En [>ví miður
Itólar ekki enn á þvi, að þessir aðiiar
luigsi til framkvæmda í þessa átt, enda
jiólt nokkur áhugi muni vera hjá fjöl-
mörgum einstaklingum úr hópi þeirra.
Þá er önnur leiðin sú. að ríkið sjái um
allar framkvæmdir og leggi fram j>að
fjármagn, sein nauðsvnlegt er. Yrði j>á
hér um að ræða hreint ríkisfvrirtæki.
Mundi slíkl fyrirkomulag sjálfsagt mæta
verulegri mólspyrnu frá ýmsum hliðum
og læplega þess að vænta, að það flýlM
fvrir framkvæmdum, enda vafasamt,
hversu liepjjilegt slíkt fyrirkomulag væri.
I jíriðja lagi er hugsanleg millileið
niilli hinna tveggja áðurnefndu, j). e.
a. s„ að einstaklingar og félög annars
vegar og ríkið hins vegar tækju höndmn
saman um framkvæmd málsins. Yrði |>á
um hlutafélag að ræða, ]>ar sem ríkiö
ætti nokkuð af hlulanum en einslak-
lingar og félög nokkuð. Væri I. d.
hugsanlegt, að ríkið legði fram alll að
helming hlutafjárins. Hefði ríkið þá for-
göngu í málinu, en með þeirri ]>eninga-
veltu, sem nú er i landinu, og þar sem
vitað er að mikið fé er laust og svo að
seg.ja híður eftir hlutverki, þá ætli að
vera mjög auðvelt að safna nægilegu
hlutafc í slíkt fyrirtæki, sem hér um
ræðir, ef örugg forusta væri fengin, eu
hana á ríkið einmitt að láta í lé.
Þess her loks að geta, að nokkur á-
hugi mun vera hjá vélbátaáhyrgðarfé-
lögunum fyrir j>ví að vera j>átttakendur
i stofnun sliks fyrirtækis, og væri j>á vel
hugsanlegt, að samvinna gæli tekizt á
milli þeirra annars vegar og ríkisins
hins vegar um að hrinda málinu áleiðis.
Annars er það raunar ekki neitt
meginalriði, hvaða leið verður farin lil
l'járöflunar, heldur hitt, að til fram-
kvæmda komi og j>að heldur fyrr en
seinna.
íslenzka Jyjóðin sýndi glögglega, hvers
hún er megnug, ef málefnið er gotl og
forustan örugg, þegar hún lvfli ]>ví
(fretlistaki að leggja grundvöllinn að
eigin ski]>aslól með stofnun Eimskipa-
félags íslands. Eg vil liiklausl halda j>ví
iram, að nauðsynin á byggingu fullkom-
innar skipasmíðastöðvar nú er engu
minni til tryggingar framtíð íslenzks
sjávarútvcgs og þar með íslenzku þjóð-
arinnar, en nauðsynin á stofnun Eim-
skipafélagsins var á sínum tima.
Það sem hér þarf því að gera er fvrst
og fremst, að hið opinbcra laki að sér
forustuna, ef aðrir verða ekki lil J>ess,
og láti rannsaka allt, sem viðkemur
framkvamul málsins. Verði ]>ví hraðað
sem mest má verða, og að þeirri ranu-
sókn lokinni verði j>egar hafizt handa
um framkvæmd málsins. Læt ég svo úl-
rætt um ]>etla að sinni.