Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1942, Qupperneq 12

Ægir - 01.04.1942, Qupperneq 12
98 Æ G I R í veg' fyrir rauða í verkuðum fiski, með því að fylgja eftirfarandi reglum: Hvolfa fiskinum i seilingarháa, meters- breiða stakka með snarhallandi yfir- borði. Umstakka á sama liátt áður en kevrt cr út. IJað er á við góðan þurrkdag. Fyrir alla muni, taka seinl saman, betra að fá sporða svarta af náttfalli en fisk- inn lieitan i stakk. Nota aðeins hreinl salt í fiskinn eftir vaskið. Þess ber að gæta, að fiskur pressast ekki að gagni eftir að hann er kominn í þurrk og væta sú, er geymist undir dálk- inum og veldur rauða, næst ekki úr með öðru móti cn fylgja ofangreindum regl- um. Uppgufun úr fiski heldur áfram meðan hann er að kólna, maður rænir hann því þurrki og' biður heim vaxtar- skilyrðum fyrir rauða og' jarðslaga, með ])ví að taka hann saman heitan. Byrgja skal glugga í fiskhúsum, þegar sól er á lofti og heilt i veðri, en opna hurðir og glugga, þegar loft er rakalaust og kalt. Það er sjálfskaparvífi að skemma fisk í meðförum. Ég' hef fengið að lesa framanritaða grein Þórðar Benediktssonar, áður en hún fór i prentun. Hún fjallar um sama efni og ég hef verið að fásl við að und- anförnu, rauða i saltfiski. Það er gott, að eftirtektarsamur maður staðfesíir það, sem ég hef haldið fram: að skortur á raka sé góð vörn gegn rauða, því or- sökin lil þess, að rauði kom fram í fiski formannsins, en ekki i fiski Guðlaug's, virðist hafa verið sú, að fiskur G. var fvrr laus við rakann. Aðalatriði rauðavarna er þó að verjast þvi, að fiskurinn liggi heitur í stökkum, og það er því i fullu samræmi við mína reynslu, að jafnan verði að forðast að taka fisk saman heit- an, ekki einungis vegna rauða eða jarð- slaga heldur líka til þess að liinn verk- aði fiskur verði haldgóður í gevmslu og hvítur. í umburðarhréfi, er ég sendi fiskfram- leiðendum á Austurlandi fyrir 15 árum (20. apríl 1926), hvatti ég menn til að umstafla fiskinum jafnan eftir að hann hefði slaðið í sjóstafla (þ. e. þvegnum stafla) og hætti þessu við: „Glöggir menn telja, að fiskurinn þorni eins vel við uinstöfliin í sjóstafla og nokkra stöðu á eftir, eins og breiðslu heilan dag. Hér er þvi hæði um vinnusparnað og betri verkun að ræða.“ Yfir höfuð er grein Þórðar góðar hend- ingar frá reyndum manni, og vildi ég hvetja aðra slíka menn til þess að fara að hans dæmi og skýra frá verkunar- atriðum, scm þeim finnst að eigi að leggja áherzlu á og sem að haldi gætu komið. Saltfiskverkun er að vísu ekki ofarlega á haugi nú, en að því kann að koma, að okkur ríði á að geta staðist samkeppni í þeirri framleiðslu, og þá er gott að eiga kost á að vclja og hafna um verkunaratriði, sem mönnum eru ekki nógu ljós áður. Sveinn Arnason. Leiðréttingar. í frásögninni :if aðalfundi Sölusambandsins, í síðasta blaði, liafði misritazt föðurnafn eins þeirra, er kosinn var i nefnd þá, er þar var frá sagt. Stóð Hermann Eyjólfsson, en átti að vera Hermann Vilhjálmsson. — há höfðu í sambandi við frásögnina frá Fiskiþinginu, fallið niður nöfn fulltrúanna i Sunnlendinga- fjórðungi, en þeir voru: Einar (i. Sigurðsson, útgerðarmaður i Keflavik og Gísli Sighvatsson, útgerðarmaður í Garði. — Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.