Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 16
182 Æ G I R Úllil 80 riiml. skipsins á sjó, séd ad framan. diesel, snarvend. Eyðsla hennar er 170 gr ha/kl. af olíu, seiu inniheldur 10 þús. hita- einingar. Hjálparvél 10 hestafla dieselvc! knýr rafal 5 kw 110 volt, loftþjöppu og austurdælu. Gert er ráð fyrir að 00 ha. dieselvél knýi togspilið. Fyrir aftan vélar- ri'iui er káeta með 2 hvilum og legubekk, en aftast er geymsla. Yfir vélárrúmi og káetu er reisn, og er í henni borðsalur og eldhús. Borðsalur og eldhús er sameigin- legt og er gengt úr þvi í káetu og vélarrúm. Framan í reisninni er herhergi skipstjóra og stýrimanns, en aftast í reisninni er hræðsluhús. Ski])ið á að vera raflýst og hafa rafhitun. Stýrisvélin er af „eksenttriskri“ gerð. Þá á að fylgja skipinu eftirfarandi: Síldardekk, síldarskilrúm. línuspil, akker- isspil, tog- og dragnótaspil, gálgar, blakkir, toghlerar, björgunarbátur, léttbátur 5 m og öll venjuleg siglingartæki. Verð á skips- skrokknum er 193 þús. sænskar krónur, vélakerfi 72 775 sænskar kr. Atvinnumála- ráðuneytið áætlar auk jiess 5% viðbót fyr- ir eftirliti og öðrum kostnaði. Fimmtíu rúmlesta skipið er 20 m langt, 5 m breitt og 2,4 m djúpt. Fremst í skipinu er hásetaklefi með hvílum fyrir 12 menn. Þar fyrir aftan er lestin. Aftan við hana cr vélarrúm. Aðalvél er Polardiesel 170 hesl- öfl, 450 snúningar, eyðsla 170 gr. ha/kl. Vélin er boðin snarvend, en lagt er til, að hún verði útbúin með backgear. Hjálpar- vélasett er hið sama og á 80 rúml. skipinu nema spennan er 32 volt. Fyrir aftan vél- arrúm er káeta með tveim hvílum og legu- ltekk. Yfir vélarúmi er reisn og ofan á henni stýrishús og klefi skipstjóra. Verð skipsskrokksins er 143 þús. sænskar kr„ \ élakerfi 66 725 sænskar kr. og au'k l>ess áætlar ráðuneytið 5% viðbót fyrir eftirliti og öðrum kostnaði. Skipastöð sú, er sent hefur hagkvæmast tilhoð, hefur skuldbundið sig tii að afhenda alla bátana 45 að tölu innan 12 mánaða frá undirskrift samnings, en afgreiðslutími véla verður allt að 19 mánuðir. Eftir að þær upplýsipgar, sem greindar eru hcr að framan, voru kunnar, endur- nýjuðu 30—40 umsækjendur umsóknir sínar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.