Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 17
Æ G I R 183 Nýjungar frá Norðurlöndum. Frá því sambandið við Norðurlönd rofn- itði af völdum hernaðarins árið 1940, hafa fréttir þaðan verið af æði skornum s-kammti. Þó er vitað, að ýmsir merkilegir 1-iutir liafa verið að gerast þar á sviði sjáv- arútvegsins, einkum i því, er lýtur að nýt- ingu afurðanna. Mörgum hel'ur þar lærzt að notfæra sér afurðir sjávarins á full- koninari hált en áður var. Fyrir okkur ís- iendinga hlýtur allt slíkt að vera eftirtekt- arvert, sa'o mjög sem við byggjum afkomu nkkar á sjávarútveginum. Á s. I. ári tókst Matthías Þórðarson, iyrrv. ritstjóri, sem nú er búsettur í Kaup- niannahöfn, á hendur að kynna sér ýmsar nýjungar á sviði sjávarútvegsins, einkum í Danmörku. Gerði hann þetta í samráði við Fiskifélagið. Hefur Matthías fyrir nokkru sent skýrslur um nokkrar athug- anir sínar. Enda þótt hömlur séu miklar á öllum þóstsamgöngum milli Danmerkur og ís- lands og skýrslum þessum því sniðinn l'röngur stakkur af þeim orsökum, kemur bó þar fram ýmislegt, sem gefur nokkra bugmynd um þær nýjungar, sem fram hafa komið á sviði sjávarútvegsins á Norður- löndum, einkum Danmörku, á striðsárun- uni. Skal hér að nokkru getið hins helzta í l'essu sambandi. kramleiðsla á pressufiski. Þurrkun á matvælum, svo sem kjöli, fiski og grænmeti, er ein hin elzta aðferð ti! geymslu, sem þekkist. Hin síðari ár hefur þessari verkunaraðferð fleygt mjög fram °g munu Danir standa þar framarlega. Er l>að h.f. Atlas í Kaupmannahöfn, sem lengst hefur komizt í framleiðslu véla til þurrk- unar og pressunar á matvælum, m. a. fiski. Fin verkunaraðferðir segir svo í skýrslu Matthíasar: „Eftir að búið er að slægja fiskinn, er hann flakaður í j)ar til gerðuni vélum, roðflettur og beinin tekin úr hon- uin. Því næst er flökunum raðað á bakka úr riðfríu stáli, sem látnir eru í lofttóma þurrkunarvél. Mjög jiykk flök eru klofin áður en þau eru Jnirrkuð, svo að þau verði hæfilega þykk, hér um bil 25 mm. Á rúm- lega 3 klst. eru flökin orðin hæfilega þurr, sem svarar 88% þuríéfni. Eftir að fiskur- inn hefur verið látinn jafna sig í nokkurn tima, er flökunum raðað i kassa, sem er bér um bil 40 X 40 cm innanmáls. Kass- arnir rúma 00—80 kg af flökuhi. Eru þeir því næst látnir i ]>ressuna. Eftir hæfilegan }>rýsting er fiskurinn orðinn hörð og þélt „bIokk“ 40 X 40 X 25 cm að stærð. Þess- ar stóru „blokkir“ eru því næst látnar í umbúðir og eru j>á tilb'únar til útflutnings. Á sölustöðunum er gert ráð fyrir, að stór- biokkirnar séu sagaðar í sundur í sneiðar eða kökur af hæfilegri stærð, eða hér um mil 12,5 X G>5 X 2,5 cm, sem vega nálægt 250 gr. Þessar kökur eru svo látnar í um- búðir, einkum gerðar af aluminiumblöð- um eða cellofan, og litbýtast þannig til kaupendanna. Eftir að þessar kökur hal'a legið í bleyti t. d. sex klst., losnar fiskur- inn í sundur í 4—6 stk. með sama lagi og útliti eins og nýju stykkin upphaflega liöfðu. Aðferðina iná nota eftir geðþótta við nýjan, lílið saltaðan og fullsaltaðan fisk.“ Nokkurs áhuga hefur gælt á þessari verk- unaraðferð í Noregi. Hefnr þegar verið reist ein tilraunastoð í Lofoten, aðallega ’lil framleiðslu á saltfiski. Enn fremur munu hafa verið jiantaðar 3 stöðvar til Noregs. Víðar mnnu einnig vera í undirbúningi á- ætlanir nm slíka framleiðslu, svo sem i Finnlandi og ýmsum Suður-Evrópuríkjum. Um framtíð þessarar verkunaraðferðar skal engu spáð hér að svo stöddu, en rétt mun að fylgjast með öllu þvi, sem gerist á þessu sviði svo sem föng eru á.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.