Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 11
Æ G I R 177 Hannes Sigurjónsson húsgagnabólstrari við smíði bátsins. Eigandi ,,Mórgunstjörnunnar“ er ný- stofnað hlutafélag í Hafnarfirði, seni heit- ir „Hafstjarnan h. f.“ Framkvæmdastjóri þcss er Magnús Guðjónsson i Hafnarfirði, en hann átti fyrr vélbátinn Njál. Skipstjóri a Morgunst jörnunni er Guðvarður Vil- nuindsson úr Hafnarfirði. Báturinn hefur 'erið á sildveiðum í sumar. iiHafborg", Borgarnesi. Þann 5. maí síðastliðinn var lokið við sniíði á nýju skipi i Skipasmíðastöð KEA a Akureyri. Skip þetta heitir Hafhorg og hefur ein- kennisstafina M. B. 76. Yfirumsjón með siníði þess hafði Gunnar Jónsson ski]ia- Mniður. Hafborg er 92 rúml. brúttó og hef- ur 320 hestafla Lister-Dieselvél, en auk jiess hefur það 8 hestafla hjálparvél sömu teg- undar. Olíugeymar rúma um 10 smálestir. I'ullhlaðið ber skip þetta, auk fullra olíu- geyma, 73 smál. af fiski og 17% smál af ís. Eigandi Hafborgar er h/f Grímur í Borg- arnesi. Skipstjóri á henni er Kristján Pét- ursson, er lengi hefur verið stýrimaður á v/s Eldborg, sem er eign sama félags. Vélskipið „Edda". Þann 23. júní síðastl. var rennt lil sjáv- ar í Hafnarfirði stærsta skipi, er smíðað hefur verið í íslandi. Heitir það „Edda“ og hefur einkennisstafina G. K. 25. Skip þetta cr 184 rúml. brúttó og er smíðað í Skipasmiðastöðinni Dröfn h/f. Hafnarfirði, en yfirsmiður var Sigurjón Einarsson Hdpasmiður. Teikningar allar gerði Hafliði Hafliða- son, skipasmiður i Reykjavík. Eftirlit með smíði skipsins hafði Páll Pálsson, skipa- smiður i Rvik, en eftirlit með niðursetn- ingu véla Ólafur Einarsson vélfræðingur, er einnig gerði teikriingar að stýrisútbún- aði skipsins. Vélsmiðja Hafnarfjarðar h. f. íramkvæmdi alla járnsmiði og annaðist niðursetningu véla, undir stjórn Jóhanns „Hafborg“, Borgarnesi. ÓI. Jónssonar og Magnúsar Kristófersson- ar. Raflagnir annaðist Raftækjaverzlunin Ekkó Hafnarfirði og málningu Kristinn Magnússon málarameistari. Skip þetta er smíðað samkvæmt nýjustu ísl. reglum um skipasmíðar, en þær eru þær ströngustu, sem þekkjast á Norður- löndum. Byrðingur og bönd eru úr eik, cn vélarreisn og stjórnpallur úr stáli. Aðal- vél skijisins er 378 hestafla Ruston & Hornsby dieselvél. Enn fremur eru i sldp- inu 85 ha. dieselvél fyrir togvindu, og önn- ur 18 ha. fyrir rafal og' dælur. Dýptarmæli, miðunarstöð og talstöð er komið fyrir í kortaklefa. Alls eru mannaíbúðir fyrir 20 manna áhöfn. Eigendur „Eddu“ er hlutafélagið Einar Þorgilsson & Co Hafnarfirði. Þeir létu á sínum tiina smíða slærsta togarann, sem enn hefur verið smíðaður fyrir Islendinga og nú hafa þeir látið smíða stærsta vél- skipið, sem gert hefur verið á íslandi. Skipstjóri á „Eddu“ er Sigurður Andrés-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.