Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 18
184 Æ G I R Útfluttar sjávarafurðir Júni f • r r i juni Jan.-júní Saltfiskur, óverkaður. kg kg Samtals 80 650 Bretland • » 80 650 Saltfiskur í tunnum. Samtals • » 82 350 Stóra-Bretland . » 82 350 ísfiskur. Samtals . 12 559 151 98 514 936 Bretland . 12 559 151 98 514 936 Freðfiskur. Samtals ■ 1 140 741 8 790 935 Stóra-Bretland 976 426 8 601 600 Bandaríkin ■ 164 315 189 335 Niðursoðið fiskmeti. Samtals 2 200 58 826 Bandaríkin . » 50 036 Önnur lönd 2 200 8 790 1944. Júni Jan.-júní Lýsi. kg kg Samtals 341171 1 783 418 Bandarikin ... 341 171 1 783 418 Fiskmjöl: Samtals ... 165 000 Bretland 165 000 Síldarmjöl: Samtals 3 202 000 Bretland 3 202 000 Síldarolía. Samtals 161 065 Bretland ... 161065 Síld, söltuð. tn. tn. Samtals 18 431 Bandaríkin 18 431 Hrogn (söltuð'). Samtals 31 31 Bandaríkin 31 31 Sútun á fiskroði. Notkun á fiskroði í stað leðurs var ekki óþekkt fyrirbrigði hér á landi áður fyrr. Einkum mun hákarlsskrápur hafa verið notaður, t. d. í skófatnað og e. t. v. aðra hluti, en almennt var það ekki. Tilraunir til hagnýtingar á fiskroðum í stærri stíl munu þó fyrst hafa verið gerðar í Þýzkalandi og Danmörku á árum fyrri heimsstyrjaldnr, þegar skortur á skinni fór að gera vart við sig. Þessar tilraunir gengu þó mjög misjafnlega og að lokum fór svo, að fyrirtæki eitt, sem stofnað var til þessa iðnaðar, liætti. Haldið mun þó hafa verið áfram með tilraunir á þessu sviði, og á fiskveiðasýn- ingu, er haldin var í Hamborg árið 1939, gaf að líta ýmsa muni framleidda lir fisk- roði og voru margir þeirra girnilegir og virtist það lofa allgóðu um framtíð þessa iðnaðar. Þegar svo þessi heimsstyrjöld hófst og skortur á skinnum fór að gera vart við sig á meginlandi Evrópu, var aftur kominn tími til að snúa sér fyrir alvöru að fisk- roðsiðnaðinum, þvi að erfiðlega mun hafa gengið, lengi vel, að fá menn til að viður- kenna fiskroð og nota það eins og skinn. Er nú svo komið að kunnugir menn x Danmörku álíta að hér sé eigi lengur um neitt styrjaldarfyrirbrigði að ræða, heldur muni roðiðnaðurinn eiga framtíð fyrir sér engu síður á friðartímum og muni verða fullkomlega samkeppnisfær við annan skinnaiðnað. Styrkleiki hinna ýmsu roðtegunda er talinn mjög misjafn. Er roð af hákarli á- litið vera sterkast. Næst í röðinni, hvað slitþol snertir, eru roð af steiuhít, ál og kola. Þorskroð er einnig hæft til sútunar, en er talið nokkuð veikara en hin áðurnefndu. Einnig mun karfaroð hafa verið unnið eitthvað, en um styrldeika þess er ekki kunnugt. í seinni tíð hafa tilraunir verið gerðar með verkun á hvalskinni og gefist vel. Er þá spikið notað með húðinni þannig, að það er pressað, svo að fitan hverfur og verður þá eftir skinnvefur, sem er ákaflega seigur og sterkur og hefur mjög mikið slit-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.