Ægir - 01.02.1947, Qupperneq 6
36
Æ G I R
Hermann Einarsson, dr. phil.:
Fyrsti áfanginn í
SíðastliðiÖ vor skrifaði ég tvær greinar
nm landhelgismál íslendinga, sem birtust i
Þjóðviljanum (10. og 11. maí), og hef ég
orðið þess var, að þær vöktu talsverða at-
liygli og umtal. í ræðu að lcvöldi sjómanna-
dagsins í fyrra, varð Áki Jakobsson, þáver-
andi atvinnumálaráðherra, til þess að skýra
mikilvægi málsins fyrir sjómannastéttinni
og síðan hefnr málið verið talsvert rætt
bæði í blöðum og tímaritum og eins á Al-
þingi. Hafa allir, sem um málið hafa fjall-
að, tekið eindregna afstöðu með aukningu
landsréttinda á sviði fiskveiða. Er það góðs
viti, að afstaðan til þessa máls virðist ekki
markast af pólitískum sjónarmiðum, enda
alltof mikið þjóðheillamál, til þess að svo
megi verða.
Ég setti oss sem lokatakmark að öðlast
einkarétt til þess að nýta fiskmagnið á ís-
lenzka landgrunninu. Aðalmarkmið greina
minna var það, að skýra frá þeim megin-
röksemdum, sem neyða oss lil að gera oss
þetta lokatakmark ljóst. Ég dró enga dul á
það í greinum mínum, að þetta yrði lorsótt
mál og langvinnt, en mikil nauðsyn er á því
að ahnenningi sé ljóst að liverju sé stefnt,
vegna þess að afstaða vor til einstakra til-
lagna verður að mótast af því, hvort þær
færa oss nær markinu eða ekki.
Ég gerði ráð fyrir því, að lokatakmark-
inu yrði ekki náð þegar í stað, heldur i
mörguin áföngum. Það er einsætt, að á nú-
verandi stigi málsins tjáir ekki að fara
fram á öll þau réttindi, sem ætlunin er að
öðlast. Aukin fislcveiðiréttindi verða ekki
viðurkennd, nema að undangengnum sanm-
ingum við hlulaðeigandi þjóðir.
Og enn erum vér bundnir þriggja sjó-
milna takmörkunum með samningi. Fyrsta
shrefið er að koma hreyfingu á takmörk-
in, án f>ess að fyrirgera rétti uoruirt til við-
landhelgismálinu.
tækari ráðstafana, þegar heill. og afkoma
þjóðarinnar krefst þess.
Júlíus Havsteen sýslumaður lireyfði því
í skilmerkilegri grein í Mgbl. þann 14. maí
s. 1., að vér ættum að löghelga oss 4ra sjó-
milna landhelgi. Hefur þessu og áður verið
haldið fram af íslendinga Jiálfu á alþjóða-
ráðstefnu í Haag árið 1930, af þáverandi
sendiherra vorum, Sveini Björnssyni for-
seta. Þessi tillaga er vel þess verð, að hún
sé tekin til rækilegrar athugunar og um-
ræðu. Vil ég þakka sýslumanni Þingeyinga
fyrir það, að hafa brotið upp á þessu máli
að iiýju á opinberum vettvangi.
Fjögærra sjómílna landhelgin.
10 maí 1926 samþykkti Alþingi að fela
stjórninni að gera sitt ýtrasta til að breyta
svo samningum um landhelgina, að allir
flóar og firðir, og eins helztu fiskimið
minni skipa, la^gju innan hennar. Var
stjórninni heimilað að senda fulltrúa til
Englands til þess að stofna til samninga um
þessi mál og henda á þá alþjóðlegu nauð-
syn, sem væri á vikkaðri landhelgi til
tryggingar framtíðarfiskveiðum á íslenzk-
um miðum. Ekki er þeim, er þetta ritar,
kunnugt um, hvað frekar var gert í þessu
máli.
En á alþjóðaráðstefnu í Haag (Confér-
ence pour la Codification du Droit Inter-
national) árið 1930, fluttu íslendingar tvær
tillögur, sem telja verður upphaf að end-
urskoðun landhelgissamninganna. Annars
vegar töldu þeir sig fylgjandi 4ra sjómílna
iandhelgi og liins vegar kröfðust þeir al-
])jóðlegra ráðstafana til friðunar fiskistofn-
anna við ísland.
Út af landhelginni farast Sveini Björns-
syni þannig orð: „Ég vil í fáum orðum
skýra frá ástæðunum fyrir því, að ég er