Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1947, Qupperneq 10

Ægir - 01.02.1947, Qupperneq 10
40 Æ G I R eigin fæðu, en ekki fyrst og fremst spurn- ingu um alþjóðlegar réttarreglur, sem enga stoð hefðu í raunveruleikanum. Upp á því var stungið, að forsetinn skyldi ekki gefa yfirlýsingu, sem lýsti yfirráða- rctti úl yfir 12 mílna takmörk og jafnvel ekki lengra en að 3ja mílna takmörkum, en skyldi æskja þess af þinginu, að sett væru lög sem vernduðu fiskistofna við strend- ur landsins. Svo seinvirkar voru aðgerðir stjórnarinnar í þessu máli, að þessi tillaga, sem fram kom árið 1938, hafði ekki einu sinni verið athuguð í frumdráttum, þegar F.vrópustríðið hrauzt i'it árið 1939. Og svo grófst hún undir öðrum meir aðkallandi vandkvæðum Evrópustríðsins." Þessu máli var þó haldið vakandi og í tilefni af hirtingu þeirra tilskipana, sem Truman forseti gaf út, varðandi fiskveiði- réttindi og eignarétt á auðæfum landgrunns- ins undan ströndum Bandarikjanna, segir Harold Ickes: „Upprunalega tillagan, sem ég ræddi við Roosevelt forseta þegar árið 1943, var sú, að Bandaríkin lýstu yfirráðum yfir öllu landgrunningu og liafinu yfir því. Til allrar óhamingju, eða kannske til allrar hamingju, A arð þessi tillaga að fara gegnum hendurn- ar á ýmsum sérfræðingum í þjóðarétti, með þeim afleiðingum að nokkuð var dreg-( ið úr umfangi upprunalegu tillögunnar. ! Ég er sannfærður um, að þetta var gert með réttu (þó að nokkuð þyrfti, til að sann-‘ færa mig), því ef við hefðum ekki takmark- að lagalegar kröfur Bandaríkjanna, liefði orðið að liefja nýja sanminga um ýmis atriði, sem byggja á 3ja mílna landhelginni. Striðið tafði svo birtingu tilskipanna, að um það leyti sem þær voru gefnar út, hafði ekki aðeins Roosevelt forseti samþykkt þær, lieldur einnig Truman forseti og þrír utan- ríkisráðherrar, þeir Cordell Hull, Edward R. Stettinius og James F. Byrnes.“ Það virðist augljóst hvert hugur Banda- ríkjanna stefnir í landhelgismálinu. Þeir hafa með yfirlýsingum Trumans forseta eignað sér öll auðæfi í jarðlögum land- grunnsins og hafa augsýnilega mikinn liug á víkkun landhelginnar, og skynsamlegri friðun fiskistofnanna. Kröfur íslendinga. Mér er ekki kunnugt um álit islenzkra jarðfræðinga á því, hvort líkur muni til að náttúruauðæfi felist í jarðlögum land- grunnsins islenzka. Jafnvel þó að svo væri ekki, álít ég að íslendingar eigi að lýsa eignarhaldi á þessu svæði, til þess að vera með i hópi þeirra þjóða, sem fremstar standa i baráttunni fgrir aukningu lands- réttinda á þessu sviði. Einhverntíma kann það að þykja heppilegt að geta sldrskotað iil þess, að útlendingar veiði yfir íslenzku landi, þó að vér að svo komnu getum ekki gert kröfur til sjávarins, sem á þvi liggur. Ríkisstjórnin og Alþingi verða að taka þessi mál til rækilegrar athugunar og um- ræðu og taka skýra og ákveðna afstöðu til þeirra. Virðist liggja næst, að Aljúngi skori á rikisstjórnina: 1. Að láta athuga möguleika á því að l>reyta samningnum við Breta frá árinu 1901 um 3ja mílna landhelgina og setji sið- an ákvæði um að landhelgi sé fyrst uni sinn 4ra sjómílna sævarbelti meðfram ströndum landsins (eins og Norðmenn liafa gert). 5, 2. Að lýsa yfir eignarrétti á jarðlögum Ilandgrunnsins, sem skuli vera undir laga- legu eftirliti íslendinga (eins og Banda- rikjamenn hafa gert). 3. Að lýsa yfir vilja vorum að vernda íslenzka fiskistofna gegn offiski, vegna þess að afkoma vor hyggisl á veiðum á eig- in miðum. í vetur hefur þeim, sem þetta ritar, gefizt kostur á að heiinsækja flestar fiskirann- sóknarstöðvar á Norðurlöndum og í Bret- landi. Hafa erlendir fiskifræðingar, sem ég hef átt tal við, sýnt fullan skilning á nauð- syn friðunarráðstafana og viðurkennt rétt- mæti þess að taka verði lillit til atvinnu- hátta í hverju landi. Eru nú á döfinni merkilegar umæður um þessi mál, sér- staklega hvað snertir takmörkun veiða í

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.