Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 14
„Ingólfur Arnarson" kemur til landsins. Þann 15. febr. síðastl. kom fyrsti ný- sköpunartogarinn til landsins. Er það „Ing- ólfur Arnarson“, en hann er eign Reykja- víkurbæjar. Veður var blítt og' fagurt seni að vori til, þegar skipið kom. Var komu þess fagnað af bæjarbúum og sérstök mót- tökuathöfn fór frain, er það hafði lagzt við landfestar. Lúðrasveit Reykjavikur spilaði nokkur valin lög, en ræður fluttu Jóhann Þ. Jósefsson sjávarútvegsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Guð- mundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjórnar og G,isli Jónsson alþm. Allir, sem skipið sáu, lofuðu það fyrir gla'sileik. Yfirmenn á skipinu eru: Hannes Pálsson skipstjóri, Þorkell Sigurðsson I. vélstjóri, Loftur Júlíusson I. stýrimaður, Baldur Snæland II. \élstjóri og Gunnar Auðunnsson II. stýri- maður. Lýsing Gísla Jónssonar alþm. á skipinu fer hér á eftir, en mynd af því er á forsíðu blaðsins: „Skipið er smíðað hjá skipasmiðastöð Mrss Cochrane & Sons, Ltd. i Selbv. Er það fyrsta skipið af átta, sem samið var um á þeirri smiðastöð. Það er smíðað samkvæml ströngustu reglum flokkunarfélagsins Lloyds í Bret- landi (-f- 11 A I.), og þó nokkuð stvrkara, þar sem það þótti nauðsynlegt vegna is- lenzkrar vetrarveðráttu. Lengd þess er 175 fet, breidd 30 fet og dýpt 16 fet. Það er 642 br. rúmlestir og 216 nettó rúmlestir. Burðarmagn þess er 500 smálestir með 81 cm borð fyrir báru. Bolurinn er hólfaður i sundur með 7 vatnsþéttum skiljum, en alls eru í skipinti 20 vatnsbeld hólf. Botn þess er tvöfaldur frá vélarúmi og fram úr, og skiptist í geyma fyrir olíur, vatn og lýsi, þannig að vatns- geymar eru fyrir 60 smál., olíugeymar fyrir 245 smál. og lýsisgeymar fyrir 20 smál. Slílc skipting bolsins í vatnsheld liólf, skapar margfalt öryggi fyrir skipið, ef þaö mætir áföllum af völdum veðurs, árekstra eða strands. Framrúmi er skijit i tvö fiskirúm, en þeim aftur skipt i 12 stíur, sem hver er útbúin með 4 hillum. Rúmar skipið þannig 300 smál. af ísfiski. Stærð þeirra er alls 45 þús. teningsfet. Eru þau öll þiljuð vatns- þéttri viðársúð. Fyrir framan fiskirúm er stór veiða- færageymsla, með hillum og skápum. Að- gangur er í liana frá þilfari. íbúðir skipverja. íbúðir skipverja eru sem hér segir: 1 stafni skipsins eru íbúðir og hvílur á tveim- ur hæðum fyrir 24 nienn alls. Á neðri hæð- inni er klefi fyr-ir 16 menn, og er það rúm mun stærra en áður var í eldri skijnim. ætlað 24 mönnum. A efri ha'ð er klefi fyrir 8 menn. En þess utan er þar setu- stofa sameiginleg fyrir hásetana, útbúin

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.