Ægir - 01.04.1951, Blaðsíða 27
Æ G I R
103
fóruin við allir saman til þess að skoða
frystihúsið. Er þangað kom, var þar fyrir
sfjórn hússins, og var tekin mynd af okk-
Ul' Þarna framan við húsið ásamt stjórnar-
aionnum. Þessu næst var okkur sýnt fyrir-
tækið allt.
Fyrirtæki þetta er stofnað 1933. Annast
það frystingu og geymslu á alls konar mat-
væluni og beitusíld. Þar er nýtízku kæli-
útbúnaður og er kalda loftinu blásið með
sterkum blásurum um geymslurnar. Hús-
ið er geysistórt, 4 hæðir. Á neðstu hæð er
stór salur, þar sem fiskur er flokkaður í
þ'ostið. Er hann fluttur allt frá Lófót
til frystingar og geymslu þarna. Inn í
þennan flokkunarsal liggur færiband frá
|)ryggjunni, þar sem fiskkassarnir eru látn-
11 upp úr flutnihgaskipunum. Kemur þetta
þand svo með kassana upp úr gólfinu inn
1 salinn, þar sem þeir eru opnaðir og fisk-
urinn flokkaður á viðeigandi hátt. Sjálf
hefur stofnunin löndunarkrana við ferm-
m§u og affermingu skipa. Járnbrautin
iiggur öðru megiu með fram húsinu, og eru
fl'osnu matvælin tekin þar í kælivagna til
flutnings um landið, mikið á markaðinn í
Oslo.
Rarna í geymslum hússins gat að líta
ulls konar matvæli, svo sem stóra stafla
íiski í pökkum, rækjur í öskjum o. fl.
^1-11 rækjurnar tilbúnar til þess að borða
°g brögðuðum við þær þarna. Þær eru
frystar eins og þær koma frá fiskimönn-
Unum, soðnar í skelinni. Rífur maður skel-
lr*a utan af og stingur fiskinum upp i sig,
sem er þó æði munnbiti, þær eru nefnilega
nuklu stærri heldur en þær rælijur, sem
hér eru kunnar, þ. e. veiðast hér við land.
þessu lauk, sátum við svo að miðdegis-
Vei'ði á Hótel Britannia í boði frystihús-
stjórnarinnar. Var þar, sem annars staðar,
'eitt af mestu rausn og margar ræður flutt-
ar fyrir okkur og íslandi, eða íslenzku
Pjoðinni. Voru sumir ræðumenn fróðir um
sland, lögðu út af frændseminni á milli
I'loðanna, töldu marga islenzku landnáms-
‘Uennina einmitt frá þessari byggð í Noregi,
sem þeir höfðu raunar alls staðar gert alll
frá Haugasundi, sem var syðsti bærinn,
sem við heimsóttum í Noregi. Töluðu um
samvinnu og bræðralag, sem ætti að ríkja
sérstaklega milli Norðmanna og íslendinga,
þar sem við værum í raun og veru af sama
stofni.
Var setið þarna við samræður í góðum
fagnaði til kl. 16, að við fórum að búast
til ferðar. Þarna í Þrándheimi má segja, að
kynnisferð okkar væri lokið, því að eftir
var aðeins ferðalagið með lestinni um nótt-
ina, þá komnir til Oslo aftur eftir 16 daga
ferðalag um Noreg.
Kl. 19 lagði lestin af stað, og var nú
farið yfir Dofrafjöll um nóttina og bar svo
ekkert sérstakt til tíðinda. Stanzað var við
og við. Kl. 10.20 komum við á stað, sem
heitir Opdal, er sá staður hér um bil sá
hæsti, sem brautin liggur um, eða 1027
metra yfir sjó. Þar var staðið við í 45 mín.
Fórum við þar inn í greiðasölu, sumir,
fengum okkur þar mjólk og brauð. Þar var
allt fullt af ferðafólki í sömu erindum.
Segir ekki svo af för okkar fyrr en um
morguninn er birti, að menn fóru að litast
um. Þarna var mikill snjór á jörðu er kom
niður í Guðbrandsdalinn, en alltaf lá leið-
in í gegn um skógivaxið land. Það er sem sé
skógur og aftur skógur, sem blasir við
auga, mest sígrænn barrskógur. Hlýtur það
að vekja eftirtekt íslendings, sem lítið hef-
ur séð annað en heimalandið. KI. 7 var
stanzað á hinum sögufræga Eiðsvelli. Þar
fóru félagarnir Helgi og Ólafur á greiða-
sölu og keyptu kaffi og brauð, sem þeir
færðu okkur út í lestina. Þetla var alvana-
legt á þessum ferðum. Fá menn kaffið í
pappaílátum, sem menn fara með út í
vagnana og neyta þess þar, sem keypt er
á þessum húsum, sem eru víða meðfram
járnbrautunum, en fljótt er farið af stað,
því allt þarf að ganga eftir áætlun, sem
alltaf er miðuð við mínútu ineð þessum
farartækjum.
Komum við svo til Oslo kl. 9 þann 16.
marz og þar með var lokið 16 daga ferða-