Ægir - 01.04.1951, Blaðsíða 35
Æ G I R
111
'’irði. Dönum var sagt, að skipið væri eign
l'jóðnýtts sameignarfélags fiskimanna í
Sassnilz. Og þeir voru ákveðnir í að snerta
hvorki við lausu né föstu af þessari eign
Austur-Þjóðverja, þótt vitað væri, að það
gerónýttist allt í næsta stormi. — Óneitan-
^ega minna þessar aðfarir Austur-Þjóð-
)erja við Borgundarhólm á framferði Riissa
1 Hvalvatnsfirði siðastliðið sumar.
Veiðar Dana og færeyinga í grænlenzkri
landhelgi.
Það er nú ráðið, að Danir og færeyingar
^ái til frambúðar að veiða í grænlenzkri
landhelgi, en gegn skatli, sem ætlað er að
verði 10 aurar á kg af fullstöðnum salt-
Hski. Tjtgerðarmönnum finnst skattur þessi
Vei'a alltof hár. Hafa farið fram samkomu-
lagsumræður um skatt þennan, en þegar
betta er ritað, hafa ekki borizt fregnir af
bví, hvað ofan á hefur orðið.
Saltfiskframleiðsla Portugala.
í marzmánuði síðastliðnum var formaður
1 saltfiskstjórnarnefnd Portugala á ferð í
Noregi. Hann sagði, að Portugalar gætu
framleitt 60% af árlegri neyzlu af verk-
nðum saltfiski, eða 35 þús. smálestir. Hitt
er keypt víðs vegar að, en þó aðallega frá
Noregi og Nýfundnalandi. Árið 1950 keyptn
Portugalar 6000 smál. af verkuðum salt-
Hski l’rá Noregi og hefðu keypt meira, ef
Norðmenn hefðu getað látið það. —-
Síðustu 10—15 árin hefur saltfiskfram-
leiðslu Portugala fleygt fram. Árið 1932 var
hún 12 þús. smál. og hefur því aukizt síðan
11111 17 þús. smál. á ári. „Það má teljast
nijög virðingarverð framför“, sagði Portu-
galinn, sem frá þessu greindi, „þegar það
er haft í huga að við getum ekki sól-
þurrkað fiskinn og höfum þvi orðið að
reisa dýr, nýtízku þurrkhús.“
Þegar Portugalinn var um það spurður,
hvort þjóð hans gæti framleitt allan þann
saltfisk, er hún þyrfti á að halda, svaraði
hann því til, að ástæður í utanríkisverzl-
un þeirra á hverjum tíma mundi takmarka
saltfiskframleiðslu þeirra og innflutning.
Svíar seíja ísrael hraðfrystan fisk.
Samningar hafa nú tekizt um, að Svíar
selji ísraelsmönnum lítið eitt af hráðfryst-
um fiski, en slíkt hefur ekki gerzt áður.
Fyrsta sendingin, 100 smál., fór af stað um
miðjan marzmánuð, og ráðgert er að senda
annað eins magn nú á næstunni.
Danir selja ísrael skarkola.
Sagt er, að ísraelsmenn hafi á ný pantað
skarkola hjá Dönum og er magn það, sem
um er að ræða, talið nema sex þúsund
smálestir.
Öngull og dráttarvél af nýrri gerð.
Blaðið „Fiskaren“ segir frá því, að vél-
stjóri einn, norskur, Tryggve Rönneberg
að nafni, hafi fundið upp sjálfvirkan öngul.
Er hann útbúinn á þá lund, að í sömu
andrá og fiskurinn snertir hann, opnast
klær, sein grípa utan um fiskinn. Þessi
sami maður hefur fundið upp sjálfvirkt
dráttarhjól. Því er komið fyrir á borð-
stokknum. í hjólinu er fjöður, er hreyfist
sjálfkrafa samtímis og fiskurinn gleypir
öngulinn, og vefur hjólið þar með línuna
upp á sig. Einn fiskimaðnr á að geta sinnt
6—8 slíkum sjálffiskandi tækjum.
Þýzka flökunarvélin.
Þess hefur áður verið getið hér í blað-
inu, að Þjóðverjar hafi fundið upp flökun-
arvél, sem talin er mjög góð. Af þessari
gerð hafa aðeins verið smiðaðar sex flök-
unarvélar, og eru þær allar notaðar í Þýzka-
landi. En sagt er, að aðrar fiskveiðaþjóðir
muni, áður en langt líður, geta fengið slíkar
vélar. — Fyrir tveimur árum mynduðu
útgerðarmenn og fiskkaupmenn í Hollandi
með sér samtök um að hagnýta þann afla,
er ekki færi strax til neyzlu. Samtök þessi
heita „Rehaco“. Hefur þeim orðið vel á-
gengt i að fá markað, bæði utan- og innan-