Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1951, Blaðsíða 4

Ægir - 01.04.1951, Blaðsíða 4
80 Æ G I R Árni Vilhjálmsson: Pættir úr kynnisför til Noregs. Þess var getið i síðasta blaði Ægis, að á vegnm Fiskifélagsins hefðu sjö menn farið í kgnnisför til Noregs. Þessir menn völdust til ferðarinnar: Úr Sunnlendingafjórðungi: Iiarvel Ögmundsson útgerðarmaður i Ytri- Njarðvík. Úr Hafnarfirði og Reykjavík: Ólafur Elísson framkv.stj. í Hafn- arfirði. Úr Vestfirðingafjórðungi: Einar Guðfinnsson útgerðarmaður i Bol- ungavík. Úr Norðlendingafjórðungi: Helgi Pálsson, erindreki Akuregri. Úr Austfirðingafjóðungi: Árni Vilhjálmsson, erindreki Segðisfirði. Úr Vest- mannaegjum: Gísli Magnússon útgerðarmaður i Egjum. Ráðgert var, að Víglundur Jónsson, útgerðarmaður i Ólafsvik, færi af Snæfellsnesi, en sök- um þess, að bátur hans sökk daginn áður en ferðin skgldi hefjast, varð hann að vera eftir. — Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri Fiskifélagsins, var fararstjóri hópsins. Eftir heimkomuna réðist svo, að Árni Vilhjálmsson ritaði ferðasöguna í eins konar dagbókarformi, en Arnór gerði þeim hlutum skil í fiskveið- um, fiskverkun og félagsstarfi Norðmanna, er hann sá og heyrði um í ferð sinni og ætla má, að okkur varði nokkuð. Dagbólcarþættir Árna birtast í þessu blaði, en greinar Arnórs í þvi næsta. L. K. Hinn 20. febr. voru ferðafélagarnir mætt- ir hjá Davíð Ólafssyni fiskimálastjóra, i skrifstofu hans í Fiskifélagshúsinu, Reykja- vík. Skýrði hann okkur frá, hvernig för- inni skyldi haga í aðalatriðum, og jafn- framt að norsk fiskveiðayfirvöld mundu greiða götu okkar, er þangað kæmi, sem þeir gerðu með ágætum. Það skal fram tekið, að ferðaþættir þessir verða ekki nein landlýsing af Noregi. Það hafa svo margir gert áður, að ég mundi ekki bæta þar um, enda nú ferðast að vetrarlagi — heldur aðeins frásögn af því, sem fyrir augu og eyru bar á ferðalaginu. Ferðin var farin til þess fyrst og fremst að sjá með eigin augum útgerðarhætti Norðmanna, svo sem fiskverkun og fiskiðnað alls konar, einnig fisk- og síldveiðar þeirra á yfirstandandi vertíð, sölufyrirkomulag þeirra á sjávaraf- urðum o. fl. Verður í þessum þáttum vik- ið að hverju um sig, eftir því sem til náð- ist á hverjum stað. Ferðin hófst með því að farið var frá Reykjavik á tveim bíluni suður á Keflavíkurflugvöll þriðjudagskvöld- ið 20. febr. Þangað var komið kl. 21.30 í norðan stormi. Skyldi fljúga til Oslo næsta morgun kl. 8 frá Keflavík. Er þangað kom, var okkur sagt, að flug- vélinni hefði seinkað og væri á Gander- flugvelli, mundi ekki koma fyrr en um hádegi næsta dag. Við því var ekkert að segja, og fengum við svo fyrirmyndar her- bergi á Hótel Keflavík. Urður við Einar herbergisfélagar og var svo lengst af ferð- arinnar. Farseðlar höfðu verið keyptir hjá amer- íska flugfélaginu „Pan American World Airways“ frá Keflavík—Oslo og aftur Oslo —Keflavíkur. Heldur félag þetta uppi ferð- um vikulega frá New York til Stokkhólms, með viðkomu á Keflavik og Oslo. Vélin, sem við áttum að ferðast með,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.