Ægir - 15.03.1960, Blaðsíða 16
90
ÆGIR
TAFLA XIII.
Skipting útflutnings á gjaldeyrissvœSi.
1959 . 1958
þúr. kr. % þús. kr. %
1. DollarasvæSi 164.813 17.0 134.222 13.5
2. Annar frjáls gjalclc. 416.183 42.9 418.046 42.0
3. Jafnkeypislönd 389.959 40.1 442.868 44.5
og fyrri hluta haustsins gjörsamlega. —
Aflinn glæddist hinsvegar mjög í síðari
hluta nóvember og var ágætur afli eftir
það til áramóta. — Það telst til nýlundu,
að töluvert síldarmagn veiddist í nóv-
ember og desember úti í opnu hafi bæði
við Vestmannaeyjar og Reykjanes. —
Einnig hafði dálítið magn veiðzt í herpi-
nót um vorið.
Síldveiðarnar norðan lands og austan
hófust snemma, og fékkst fyrsta síldin
hinn 19. júní (17. júní árið áður) um 100
mílur NNV af Sauðanesi. — Flest skipin
voru hætt veiðum, er vika var af sept-
ember. — Tíð var yfirleitt ágæt fyrir
Norður- og Austurlandi s. 1. sumar, en
síldin óð fremur dræmt, og er enginn vafi
á því, að leitartækin áttu sinn mikla þátt
í árangri veiðanna. — Þátttaka var mikil
og voru saintals 224 skip að veiðum, þai
af 216 með hringnót.
Kraftblökk var nú notuð í fyrsta skipti
með góðum árangri hér við land.
Meðalafli herpinótaskipanna varð 9.156
mál og tunnur, en var 3.390 árið áður;
meðalafli hringnótaskipanna varð 4.876
mál og tunnur, en var 2.185 mál og tunn-
ur árið áður.
Hagnýting sumaraflans var sem hér
segir: í bræðsln í salt í frystingu
mál upps. tn. uppm. tn.
1959 908.605 217.653 22.163
1958 239.776 289.105 16.994
Lokatölur Fiskifélagsins um árangur
haustsíldveiðanna voru sem hér segir:
1959
1958
1 bræðslu
mál
65.054
52.846
í salt
upps. tn.
51.488
106.895
I frystingu
nppm. tn.
125.083
118.524
Af þessum afla munu um 60 þús. mál
hafa aflazt í herpinót.
Hvalveiðar.
Að venju stunduðu 4 bátar hvalveiðar,
og er það sami fjöldi og undanfarín ár.
Aflinn var unninn í Hvalfirði. — Alls
veiddust 367 hvalir, en 508 árið áður, og
varð afkoma stöðvarinnar því allmiklu
lakari á þessu ári.
Veiðin sundurliðast sem hér segir:
1959 1958
SteypireySir....................... 6 5
Langreýðir....................... 178 289
Búrhveli......................... 116 123
Sandreyöir........................ 67 91
Samtals 367 508
Framleiðsla hvalafurða var sem hér
segir: lestir lestir
1959 1958
Lýsi .. 2.568 3.457
Kjöt og lifur .. 1.952 1.881
Mjjöl .. 1.430 1.576
Rengi og sporður 77 69
Hvalm j ölsf ramleiðslan fór öll á innan-
landsmarkað.
Útflutningur sjávarafurSa.
Heildarverðmæti (fob) útfluttra sjáv-
arafurða nam alls 970.955.000 kr. saman-
borið við 995.146.000 krónur árið áður.
Þetta samsvarar 91.6% heildarútflutnings
borið saman við 93.1% þá.
Birgðir sjávarafurða í árslok 1959 voru
272,5 millj. króna en 187.7 milljónir við
upphaf ársins.
Tafla XII sýnir útflutningsverðmæti
þeirra höfuðflokka, sem afurðirnar skipt-
ast í, og tafla XIII sýnir skiptingu út-
flutnings eftir gjaldeyrissvæðum.
Spánn er nú í fyrsta sinn talinn til
landa undir lið 2 (Annar frjáls gjald-
eyrir).