Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1960, Blaðsíða 17

Ægir - 15.03.1960, Blaðsíða 17
ÆGIR 91 Fiskimjölsframleiðslan í Perú Segja má, að framleiðsla Perú á fiski- mjöli hafi aukizt með leifturhraða síð- ustu þrjú árin. Og tölurnar tala. Sam- kvæmt óopinberum, en áreiðanlegum heimildum, nam útflutningur fiskimjöls þaðan 27,791 lest árið 1956, en varð næst- um tvöfalt meiri árið eftir, eða 53,970 lestir, og árið 1958 var hann kominn upp í 115,645 lestir samkvæmt sömu heimild- um og áður getur. Hvernig sem á það er litið er því óhætt að segja, að Perú sé þegar komið í fremstu röð fiskimjölsframleiðenda í heiminum. Ein af aðalástæðunum fyrir góðu gengi þessarar framleiðslu Perúbúa, er hið háa heimsmarkaðsverð vörunnar. Eggjahvítu- i'íkt mjöl, sem mest er framleitt af, var selt á 137—138 dollara lestin fob í höfn- um í Perú (er nú komið niður í 80—84 dollara). Enda þótt þetta sé nokkru lægra verð en það, sem hæst hefur verið áður, er hér um að ræða mjög ábatasama iðn- grein, því að fjárfesting til hennar er til- tölulega lítil og eftirspurn mikil á heims- mörkuðunum. En hér er um að ræða aðeins 10% af útflutningi Perúbúa og hagnaður því uiinni en verið gæti, ef mjölið væri fram- leitt í stærri stíl. Efnahagur landsins stendur völtum fót- um, og verð annarr- ar útflutningsvöru landsmanna óstöð- ugt, t. d. bæði á kop- ar og baðmull. Það eru hvorki nieira né minna en 16 fiskimjölsverk- smiðjur í Callao — hafnarborg Lima — aðeins nokkrar mílur frá miðbiki höf- uðborgarinnar. Áður var Callao alveg aðskilið bæjarfélag, en borgin hefur vax- ið gífurlega, eins og Lima, og nú ná þess- ar tvær borgir næstum saman. Meðfram Avenida Argentina, sem liggur frá Lima til Callao, eru fiskimjölsverksmiðjurnar að heita má hlið við hlið. En höfuðmið- stöð þessa iðnaðar er þó bærinn Chim- bote, sem framleiðir meira af mjöli en Callao og Lima, enda þótt þar séu færri verksmiðjur, eða aðeins 12. Mjölframleiðslan í Callao og Lima byggist á hinni miklu ansjósumergð, er heldur sig í stórum torfum rétt fyrir utan höfnina í Callao. Dagróðrarbátar, sem flestir eru um 35 feta langir, leggja upp afla sinn við steyptan nýtízkulegan hafn- argarð, og eru notaðar víðar sogslöngur við löndunina. Aflinn er settur beint á bílana og ekið með hann í verksmiðjurnar, aðeins um fjögra mílna leið, og þarf því ekki að ísa hann eða salta. Hinar mörgu vinnslu- stöðvar taka við fiskinum með ýmsu móti — en oftast eru þar steypt svæði, annað Þaki'S á þessari mjölvinnslustöð í Callao er aðeins til aS veita forsælu. 1 þeim hluta stöSvarinnar, sem sézt á myndinni, fer fram mölun og pökk- un. Staflar af mjölsekkj um í baksýn til vinstri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.