Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1960, Blaðsíða 8

Ægir - 15.03.1960, Blaðsíða 8
82 ÆGIR Wár <£(laon: Sjávarntvegnrinn 1959 ■ í þriðja tbl. Ægis þ. á. birtist hin mán- aðarlega aflaskýrsla Fiskifélagsins fyrir desember ásamt tölum um samandreginn heildarfiskafla ársins 1959 og í þessu blaði er birt skýrsla um heildarútflutning sjávarafurða á því ári. Þessar skýrslur verða sundurliðaðar og skýrðar nánar hér á eftir. Eins og sjá má í aflaskýrslunni var árið útveginum mjög hagstætt, hvað afla- brögð snertir, og er óhætt að fullyrða, að rekstur fiskiskipastólsins og fiskvinnslu- stöðvanna hafi yfirleitt gengið vel og gef- ið sæmilega góða afkomu. — Nokkrar blikur voru á lofti og ein verst, sem olli verðhruni á fiskmjölsmarkaðnum, er leið að árslokum. En þrátt fyrir hið góða árferði til lands og sjávar var ýmislegt að athuga við efnahagskerfið. — Erlend skuldasöfnun hélt áfram, og greiðslujöfnuður náðist ekki við útlönd, nema með erlendum lán- um og notkun yfirdráttarheimilda að fullu, og var svo komið, að stór hluti af birgð- um útflutningsafurða var veðsettur er- lendum lánardrottnum. — Þá var og séð fyrir, að Útflutningssjóður mundi þurfaá auknum tekjum að halda til að standa við skuldbindingar sínar bæði vegna ársins 1959 og 1960, að öðru óbreyttu, og námu skuldbindingar sjóðsins, sem ekki voru tekjur til fyrir, a. m. k. kr. 270 millj. í árslok. — Hinsvegar var tekju- öflunarmöguleikum sjóðsins á þann veg háttað, að ekki mátti reikna með jafn- háum tekjum af innflutningi á árinu 1960 og á árinu 1959 vegna minnkandi eftirspurnar eftir ýmsum þeim vörum, sem verið höfðu sjóðnum drýgstar tekju- lindir. — Þessi samdráttur eftirspurnar stafaði að mestu leyti af því, að um var- anlegar neyzluvörur var að ræða og mark- aðurinn orðinn mettur. — Allar ráðstaf- anir til að afla sjóðnum nýrra tekna með svipuðum aðferðum og áður hlutu því að leiða til verðhækkunar á svokölluðum nauðsynjum og/eða rekstursvörum at- vinnuveganna, en með því móti hefði orð- ið næsta fullkomin sú gengisfelling, sem byrjað var á um áramótin 1955—’56, en ekki fékkst viðurkennd í skráningu krón- unnar. Tekið skal fram til að fyrirbyggja all- an misskilning, að ég álít hin árlegu bjargráð hafa verið nauðsynleg til að koma í veg fyrir stöðvun sjávarútvegs- ins, þar sem ekki fannst meirihlutavilji á Alþingi eða á meðal stjórnmálamanna til að gera þær ráðstafanir, sem voru til frambúðar. — Þær hefðu orðið sársauka- fyllri í bili, en hefðu hinsvegar, ef rétt hefði verið á spilunum haldið, komið í veg fyrir það krabbamein, sem undanfarin ár hefur þjáð þjóðarlíkamann og sem einnig hefur valdið kali á þjóðarsálinni. Þær ráðstafanir, sem gerðar voru í byrjun s. 1. árs, voru sérstæðs eðlis og einungis við það miðaðar að bægja frá yfirvofandi óðaverðbólgu og hruni, sem ógnaði efnahagslífinu; má segja, að þær hafi þrátt fyrir allt, gegnt mikilvægu hlutverki og auðveldað þær ráðstafanir, sem boðaðar voru s. 1. haust og nú er ver- ið að framkvæma. Fj árfestinga'rmál. Nokkrum sinnum hefur verið minnzt á það í dálkum þessum, að um allmikla um- framfjárfestingu væri að ræða í íslenzk- um sjávarútvegi. — Var aðallega minnzt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.