Ægir - 01.04.1962, Side 4
118
ÆGIR
afli á línu 688 lestir í 103 róðrum. Mest-
an afla í róðri fékk ms. Áskell þ. 11
marz. 28,2 lestir í net. Aflahæstu bátar
á tímabilinu voru:
Áskell ............. með 132 lestir í 10 róSrum
Hrafn Sveinbj.son — 126 — - 13 —
Þórkatla ............ — 125 — - 12 —
Sandgerði. Þaðan reru 17 bátar, þar af
voru 14 bátar með línu, 2 með net og 1
með herpinót. Gæftir voru góðar. Aflinn
á tímabilinu varð 1569 lestir í 178 róðr-
um. Mestan afla í róðri fengu Víðir II.
þ. 7. marz, 31,5 lestir í herpinót, Pétur
Jónsson þ. 13. marz. 17 lestir á línu og
Jón Garðar þ. 3. marz, 15 lestir á línu.
Aflahæstu bátar á tímabilinu voru:
Guðbjörg .......... með 122 lestir í 12 róðrum
Smári .............. — 122 — - 12 —
Freyja ............. — 113 — - 12 —
Afli Víðis II., sem veiðir með herpinót
varð 82 lestir í 5 róðrum.
Keflavík. Þaðan reru 39 bátar, þar af
voru 29 bátar með línu, en 10 bátar með
net. Gæftir voru góðar. Aflinn á tíma-
bilinu varð 2725 lestir í 358 róðrum, þar
af var afli línubátanna 2263 lestir í 285
róðrum, en afli netabátanna 462 lestir í
73 róðrum. Mestur afli í róðri á línu
varð hjá ms. Hilmi þ. 10. marz, 18,5 lest-
ir, en mestur afli í róðri í net varð hjá
ms. Eldey þ. 12. marz, 24 lestir. Afla-
hæstu línubátar á tímabilinu voru:
Hilmir ...... me'S 132 lestir í 12 róðrum
Bergvík ....... — 126 — - 12 —
Manni ....... — 112 — - 12 —
Aflahæstu netabátar voru:
Ingiber Ólafsson . með 86 lestir í 11 róðrum
Eldey ....... — 68 — - 9 —
Pálína ....... — 65 — - 9 —
Vogar. Þaðan reru 4 bátar með net og
varð afli þeirra 177 lestir í 29 róðrum.
Aflahæstu bátar á tímabilinu voru:
Ágóst Gu'ðmuudss. með 80 lestir í 13 róðrum
Sæljón ....... — 70 — - 8 —
Hafnarfjörður. Þaðan reru 11 bátar,
þar af voru 4 bátar með línu, en 7 bátar
með net. Gæftir voru góðar og voru flest
farnir 12 róðrar. Aflinn á tímabilinu
varð 676 lestir í 83 róðrum. Mestan afla
í róðri á línu fékk ms. Hafbjörg þ. 2.
marz, 11 lestir; en mestan afla í róðri í
net fékk ms. Fákur þ. 10. marz,, 29 lestir.
Aflahæstu bátar með línu á tímabilinu
voru:
Ilafbjörg .......... með 68 lestir í 12 róðrum
Álftanes ............ — 62 — - 10 —
Aflahæstu netabátar á tímabilinu voru:
Héðinn ............. með 130 lestir í 9 róðrum
Fákur ............... — 128 — - 9 —
Fagriklettur ........ — 110 — - 12 —
Reykjavík. Þaðan reru 32 bátar, þar
af voru 2 með línu, 10 með handfæri og
20 með net. Gæftir voru góðar. Aflinn
á tímabilinu varð um 1400 lestir. Afla-
hæstu bátar á tímabilinu voru:
Rifsnes ......... með 142 lestir í 10 róðrum
Pétur Sigurðsson . —- 139 — - 11 —
Akranes. Þaðan reru 24 bátar, þar af
voru 10 með net, 12 með línu og 2 með
herpinót. Gæftir voru góðar. Aflinn á
tímabilinu varð 1334 lestir í 178 róðrum
(auk þess 88,5 lestir af síld). Mestan
afla í róðri fengu ms. Heimaskagi þ. 13.
marz, 18,5 lestir í net og ms. Skipaskagi
sama dag, 18 lestir á línu. Aflahæstu
bátar á tímabilinu voru:
Sigurður (net) ... með 96 lestir í 9 róðrum
Skipaskagi (lína) . — 90 — - 9 —
Sigurður AK (net) — 77 — - 10 —
Afli 2ja báta, sem veiddu með herpi-
nót var þessi:
Haraldur 24 lestir þorskur og ýsa 56 lestir síld
Höfr. II. 34 lestir þorskur og ýsa 32,5 lestir síld
Rif. Þaðan reru 5 bátar með línu.
Gæftir voru allsæmilegar. Aflinn á tíma-
bilinu varð 478 lestir í 40 róðrum. Mest-
an afla í róðri fékk ms. Svala þ. 15.
marz, 22 lestir. Aflahæstu bátar á tíma-
bilinu voru:
Hamar ................ með 116 lestir í 9 róðrum
Arnkell ............... — 113 — - 9 —
Sæborg ................ — 99 — - 8 —