Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1962, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1962, Blaðsíða 8
122 ÆGIR legið ljóst fyrir hjá flestum fyrirtækjum. Valið myndi hafa verið á milli gengis- breytingar, sem þá hefði þurft að vera meiri en sú, sem kom til framkvæmda í ágúst, og uppbótakerfis. Sú fullyrðing, að sjávarútvegurinn sem slíkur hefði getað staðið undir verulegum raunhæfum kjarabótum á miðju ári 1961 á grundvelli aukins framleiðsluverðmæt- is, virðist stangast allalvarlega á við staðreyndir. Framleiðsluverðmæti áranna 1959—1961 var sem hér segir (innan- landsneyzlu er sleppt) : Millj. kr. 1959 = 2.916,2 = 100 1960 = 2.506,5 = 86 1961 - 2.938,5 = 101 (bráöab.tala) Miðað er við verðlag hvers árs breytt í núverandi gengi. Ef litið er á grunnár efnahagsráðstaf- ananna, þ. e. árið 1959 og framleiðslu- verðmæti þess árs borið saman við fram- leiðsluverðmæti sjávarafurða áranna á eftir, virðist ljóst, að 14—20% almenn- ar kauphækkanir hefðu ekki getað orðið til frambúðar. Hafi staðið í járnum hjá sjávarútveginum árið 1959, eins og marg- ir vildu halda fram, er ljóst, að árið 1960 hefur verið honum óhagstætt. Ekki ætti síður að vera ljóst, að árið 1961 heimil- aði ekki miklar álögur á sjávarútveginn, að öðru óbreyttu. Bæði er, að verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar var svo til hið sama og á grunnárinu 1959 og hitt, að á tímabilinu 1959—1961 átti veruleg aukning sér stað í fiskiskipastólnum, að ógleymdri mikilli fjárfestingu í nýjum tækjum og veiðarfærum. Framleiðslu- verðmæti á hverja framleiðslueiningu er því minna á árinu 1961 en á árinu 1959. Hitt er svo annað mál, að framleiðslu- verðmætið sem slíkt, er ekki ávallt ein- hlítur mælikvarði. Gildir þetta bæði um heildartölur og framleiðslu einstakra fyr- irtækja. Líka verður að taka tillit til framleiðninnar. Sennilega hafa einhverj- ar framfarir átt sér stað í rekstri fyrir- tækja innan sjávarútvegsins á því tíma- bili, sem liðið er, síðan efnahagsráðstaf- anirnar komu til framkvæmda í febrúar 1960, og vonandi halda þær áfram að eiga sér stað. Hinsvegar taka þær tíma og svara sjaldan til stórs hundraðshluta framleiðslukostnaðar á ári. Þar við bæt- ist, að flest fyrirtæki innan sjávarútvegs- ins þurfa að fá skilyrði til að auka hlut eigin fjár í heildarrekstrarfjármunum. Fyrr en það hefur gerzt, er ekki hægt að segja, að rekstraraðstaða fyrirtækis sé komin á þolanlegan grundvöll. Það fyrir- komulag, að fyrirtækin yrðu og gætu velt undan sér sívaxandi bagga stuttra víxil- lána og staðið með þeim bæði undir kaup- hækkunum og framkvæmdum, hlaut að breytast, er verðbólgan var stöðvuð. Fravikvæmdaáætlun. Þau merkilegu nýmæli voru tekin upp á s. 1. ári að fá hingað til lands þrjá norska sérfræðinga til að vinna að heild- aryfirliti um þjóðarbúskap íslendinga — að svo rniklu leyti, sem tiltækileg gögn leyfðu — og draga af því ályktanir um framtíðaráætlanir. Síðast á árinu 1960 kom hingað til lands próf. G. M. Ger- hardsen, sem vann að athugunum á sjáv- arútveginum. Skýrsla hans lá fyrir í apr- íl 1961. Með fyrirkomulagi sem þessu, að hafa tiltækileg gögn um þróun þjóðarbú- skaparins og haga áætlun í samræmi við niðurstöður þeirra, má segja, að verið sé að taka upp, á stærra sviði, rekstrarhætti hvers vel rekins fyrirtækis. Þannig má segja, að staðgóð þekking á sjávarútveginum sem heild — á stærð og afkastagetu báta og vinnslustöðva o. fl. — geti breytt hugmyndum manna um fjárfestingarþörf og framkvæmdir. Til þess að myndin verði nægilega skýr, þarf einnig í þessu sambandi að koma til þekking á fiskistofnum og fiskigöngum (þ. e. mögulegu hráefnisframboði á hverjum stað og tíma), hafnarskilyrðum, framboði vinnuafls og fjármagns, sam- göngum, markaðsmöguleikum o. fl. Þeg-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.