Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1962, Side 5

Ægir - 01.04.1962, Side 5
ÆGIR 119 Ólafsvík. Þaðan reru 13 bátar, þar af v°ru 12 bátar með net og 1 með línu. Gæftir voru góðar. Aflinn á tímabilinu varð 1116 lestir í 127 róðrum. Mestan afla í róðri fékk ms. Valafell þ. 11. marz, 21,1 lest í net. Aflahæstu bátar á tímabil- inu voru: Jón Jónsson (lína) með 109 lcstir í 9 róðrum Bárðm- Snæf. (net) — 109 — - 13 — Hrönn ........... — 108 — - 13 — Gnmdarfjöröur. Þaðan reru 8 bátar, Þar af voru 5 bátar með línu, en 3 með ^et. Gæftir voru góðar. Aflinn á tímabil- inu varð 454 lestir í 63 róðrum, þar af yar afli línubátanna 259 lestir í 39 róðr- Um, en afli netabátanna 195 lestir í 24 vóðrum. Mestur afli í róðri á línu varð Þ- 13. marz, 12 lestir hjá ms. Gnýfara, en mestur afli í róðri í net varð þ. 15. niarz, 15 lestir hjá ms. Farsæl. Afla- hæstu bátar á tímabilinu voru: Runólfur (net) .. með 106 lestir í 10 róðrum Hnýfari (lína) ... — 78 — - 9 — Parsæll (net) .... — 66 — - 11 — Stykkishólmur. Þaðan reru 6 bátar með línu og net. Gæftir voru allgóðar. Aflinn á tímabilinu varð 259 lestir í 42 nóðrum. Mestan afla 1 róðri fengu ms. Svanur 21,5 lestir og ms. Þórsnes 19,4 lestir þ. 15. marz í net. Aflahæstu bátar a tímabilinu voru: Þórsnes .......... með 67 lestir í 9 róðnmi Svanur ........... — 66 — - 8 — austfirðingafjórðungur í febrúar. í mánuðinum var ógæftasamt og ekki stundaður sjór nema á stærstu bátunum, en þeir reru allir með línu. — Afli var fremur lítill eða sem næst 5 lestir í lögn. Um mánaðamótin voru flestir að taka þorskanetin. Seinast í mánuðinum byrj- uðu nokkrir rninni bátar að róa með handfæri. Öfluðu þeir stundum all vel. Á hnuna var meirihlutinn ýsa og einnig töluvert af löngu og keilu, einnig fékkst stundum talsvert af lúðu, en hún var yf- irleitt smá. Rétt fyrir mánaðamótin varð vel fisk- vart í Borgarfirði; var það vænn þorsk- ur, úttroðinn af síli og fullur af hrogn- um. Annars er sama og ekkert róið þaðan á þessum árstíma, enda flestir sem ann- ars stunda sjó, annars staðar í vertíðar- vinnu frá áramótum til vors. Djúpivogur. Þaðan voru gerðir út stóru bátarnir 2 með línu, 3 minni þil- farsbátar og einn opinn vélbátur, allir með handfæri. Afli alls í mánuðinum var 192 lestir, þar af voru um 24 lestir af bátum, sem gerðir voru út frá öðrum verstöðvum. Farnar voru alls um 50 sjó- ferðir. Breiðdalsvík. Þaðan voru gerðir út stóru bátarnir 2 með línu. Afli þeiri’a i mánuðinum var samtals 195 lestir í 38 sjóferðum. Stöðvarfjörður. Þaðan voru gerðir út stóru bátarnir 2 með línu. Aflinn í mán- uðinum var um 100 lestir í 21 róðri sam- tals. Aflinn var að meirihluta ýsa. Fáskrúösf jörður. Þaðan voru gerðir út stóru bátarnir Hoffell og Ljósafell á úti- legu og Búðafell, allir með línu. — Afli þeirra í mánuðinum var samtals 215 lestir. Af því var aðeins hluti þorsk- ue, en helmingur ýsa og 14 hlutinn ýms- ar aðrar tegundir. Minni bátarnir voru nú um mánaðamótin að búa sig á hand- færaveiðar. Reyðarfjörður. Þaðan var Gunnar gerð- ur út á útilegu með línu. Aflinn var um 70 lestir. Eskifjörður. Þaðan voru 4 stórir bát- ar gerðir út, allir á útilegu með línu. Aflinn var samtals 357 lestir. Einn minni bátur hóf róðra síðast í mánuðinum með handfæri. Norðfjörður. Þaðan voru gerðir út Hafþór og Stefán Ben, báðir á útilegu og og Hafalda reri daglega. Afli var tregur, oftast 3 til 6 lestir í lögn og gæftir voru mjög slæmar. Frá Seyðirfirði og fjörðunum fyrir norðan var engin útgerð í mánuðinum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.