Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1962, Qupperneq 7

Ægir - 01.04.1962, Qupperneq 7
ÆGIR 121 %#■ Clíaon: Sjávarútvegnrinn 1961 Enn hefur lítið áunnizt með að flýta skýrslusöfnun Fiskifélagsins og koma henni þar með í viðunandi horf. Lang- flestir skýrsluskyldir aðilar standa fljótt °g vel við allar sínar skuldbindingar. Á sama hátt og keðja er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar, spilla fáir trass- ar öllu okkar skýrslukerfi og koma í veg fyrir að þeir mörgu, sem þurfa á örugg- um skýrslum að halda, geti notið þeirrar sjálfsögðu þjónustu að fá þær í hendur fljótt og vel unnar. 1 4. tbl. þ. árg. Ægis er skýrsla um heildarútflutning sjávarafurða. í henni hefur hinsvegar ekki verið tekið tillit til þeirrar gengisbreytingar, sem fram- kvæmd var í ágúst s. 1. Tafla XIII hér a eftir sýnir heildarútflutninginn á hinu nýja gengi. I 5. tbl. er skýrsla Fiskifé- tagsins um heildarfiskaflann. Töflur um nánari sundurliðun hans fylgja hér á eftir. I 4 tbl. er yfirlit um skipastólinn 1961, eftir Arnór Guðmundsson. Árið 1961 var allóvenjulegt fyrir sjáv- anútveginn. Fiskaflinn hefur aldrei verið ^riri, þrátt fyrir misheppnaða vetrar- vertíð vegna verkfalla og vinnudeilna hjá bátaútveginum og eindæma aflaleysi hjá togaraflotanum. Það sem gerir muninn er síldin. Sumarsíldveiðarnar gengu ó- venjuvel. Má þakka það hagstæðri tíð og góðum útbúnaði veiðiflotans. — Síldin veyndist og óvenjugóð, bæði til söltunar °g bræðslu. Síldveiðar í reknet voru nær ekkert stundaðar. í stað þeirra voru rúm- iega 100 skip að veiðum við Suðvestur- |and með herpinót um haustið. Var afl- inn mjög góður. Sumar- og haustafli bátaflotans var og góður. Humarveiðar Sengu sæmilega, en rækjan brást að veru- legu leyti í ísafjarðardjúpi, þótt áfram- haldandi góður afli væri í Arnarfirði. Dragnótaaflinn var nokkuð misjafn, en góður,, þegar á heildina er litið. Verðlag sjávarafurða á erlendum markaði var yfirleitt hagstætt og fór hækkandi á flestum afurðum, þ. á. m. mjöli. Verðlag á lýsi var hinsvegar fall- andi og var orðið mjög lágt um áramót. Gengisbreytingin. Þýðingarmesta viðburð ársins fyrir sjávarútveginn verður hinsvegar að telja þær ráðstafanir í efnahagsmálum, sem gerðar voru í ágúst s. 1. Gengisbreyting- in, sem fylgdi í kjölfar þeirra ráðstaf- ana, olli sem næst 13,026% hækkun á verði erlends gjaldeyris. Orsaka þessara ráðstafana, sem komu svo fljótt á eftir efnahagsráðstöfunum frá árinu áður, er að finna í þeim miklu kauphækkunum, sem áttu sér stað snemma sumars, og námu frá 14—20%. Um gengisskráninguna voru og eru skipt- ar skoðanir. Sjálfsagt hefði verið unnt að láta reka á reiðanum fram eftir hausti og láta bankana auka útlán sín til út- gerðar- og vinnslufyrirtækja. Hætt er samt við, að þau fyrirtæki, sem hafa bók- hald sitt í það góðu lagi, að þau geta auðveldlega fylgzt með rekstrarafkom- unni, mundu skjótlega hafa séð kosti sína fara að þrengjast. Til þess að halda óbreyttri aðstöðu, hefðu vinnslustöðvarnar þurft að lækka fiskverðið um rúmlega 8%. Þar ofan á bættist 30—35 þús. króna árlegur beinn kostnaðarauki hjá meðalbátunum, vegna hækkana á vinnslukostnaði á ýmsum út- gjaldaliðum hans. Um áramót hefði þetta

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.