Ægir - 01.04.1962, Qupperneq 17
ÆGIR
131
Einar Jóliannsson:
FISKBLOKKIR OG
Eftirfarandi grein birtist í frétta-
bréfi sjávarafurðadeildar S. í. S. —
Við hjá Fiskifélaginu teljum, að hún
eigi erindi sem víðast.
Framleiðsla fiskblokka hefur á undan-
förnum árum orðið æ stærri hluti af
heildarframleiðslu frystihúsanna. Því er
ekki að neita, að á mörgu hefur gengið
°g ýmislegt farið afvega við þessa fram-
leiðslu, þótt við getum nú verið nokkuð
ánægðir með fiskgæðin og snyrtingu alla.
Hins vegar erum við langt á eftir aðal
keppinautum okkar, hvað snertir lögun
°S útlit blokkanna.
Ég átti þess kost nú í haust að fylgj-
ast með vinnslu úr íslenzkum blokkum
eg auk þess stund úr degi að sjá unnið
úr kanadiskum blokkum. Samanburður á
blokkunum, þ. e. a. s. lögun þeirra, var
okkur mjög óhagstæður. Þær kanadisku
v°ru mjög sléttar, hornréttar og allir
fletir beinir. Úrgangur við sögun þeirra
Var hverfandi lítill. Hins vegar voru ís-
lenzku blokkirnar mjög misjafnar. Fram-
leiðsla sumra húsanna var ágæt, en aftur
a móti mjög slæm hjá öðrum.
Aðal gallarnir, sem ég sá voru:
1. misþykkt
2. pappi í hornunum
3. blokkirnar holóttar
4. kantar ósléttir
5. blokkirnar bognar.
Við skulum athuga þessa galla í sömu
röð og þeir eru taldir.
1) Misþykkt blokkanna var í flestum
filfellum 14", stundum meiri og stund-
um aðeins minni. Vanalega reyndist ann-
ar endinn Ys" þynnri en hann átti að
Vera en hinn Vjs" þykkari, þótt mörg frá-
vik væru hér á. Sú skýring, sem við höf-
VINNSLA ÞEIRRA
um látið okkur detta í hug, að sé réttust,
er sú, að þegar tækjunum er lokað, lyft-
ast frystiplöturnar ekki láréttar, heldur
skekkist meira og minna. Við þetta komi
þrýstingurinn skakkt á öskjurnar, fiskur-
inn þrýstist út í annan endann (eða
kantinn), og þrátt fyrir mikinn þrýsting
á tjakkadælunum, jafnist fiskurinn ekki
í öskjunum, heldur frjósi eins og hann
er kominn. — Verið er nú að gera til-
raunir með stýringar á tækjaplötunum
um leið og slöngurnar verða lengdar, til
þess að minni hætta sé á að þær strekki
og togi í plöturnar og skekki þær.
2) Áberandi var, að pappinn vildi fest-
ast í hornum blokkanna. Oftast mun
þetta stafa af því, að þegar blokkunum
er troðið í pönnurnar, vilja margir þrýsta
hornunum inn. Þau rétta sig ekki aftur,
heldur frjósa eins og þau eru á sig kom-
in, og pappinn festist í fiskinum.
3) Holur í blokkum má greina í þrjá
megin flokka:
a) Holur, sem skapast vegna þess, að
fiskurinn er svo stinnur og nýr,, að
hann leggst ekki vel saman. Þá
verður mjög að vanda niðurröðun
eða lagningu flakanna í blokkirnar.
Stundum er óhjákvæmilegt að
merja flökin.
b) Holur vegna þess, hve illa er lagt
í öskjurnar.
c) Holur vegna dropa, sem frjósa neð-
an á frystiplötunum í tækjunum.
Þetta má auðveldlega laga með því
að þurrka af tækjunum áður en
frosti er hleypt á þau eftir upp-
þíðingu.
Loks rákumst við á nokkrar blokkir,
sem ekki höfðu fengið neina pressu með-