Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1962, Qupperneq 19

Ægir - 01.04.1962, Qupperneq 19
133 ÆGIR Erlendar fréttir j —---------------------------------------- j Frá IMoregi A-flaverðmœti NorSmanna 674,6 millj. kr. árið 1961. Bráðabirgðayfirlit um fiskveiðar Norðmanna á síðasta ári hefur leitt í ljós, að aflamagni’ð varð nokkru minna ári'ð 1961 en árin 1959 og 1960, en aflaverðmætið varð hins vegar meira. Alls voru lagðar á land 1 316 243 lestir, að verð- mæti 674,6 millj. kr. miðað vi'ð 1324 808 lestir ó 664,6 millj. kr. árið 1960, og 1365 568 lestir að verðmæti 670 millj. kr. árið 1959. Gífurleg minnkun vetrarsíldaraflans, sem að- eins nam 69 042 lestum s.l. ár, borið saman við 300 143 lestir árið 1960, hafði þau áhrif, að rninna afla'ðist í flokknum „síld og brislingur“ en nokkurn tíma síðan ári'ð 1946. Aflinn varð 553 473 lestir, að verðmæti 160,7 millj. kr., en vnr 698 374 lestir árið 1960 og verðmætið þá 197,8 millj. kr. Stór- og smásíldveiðamar ásamt síldvei'ðunmn við Island gáfu mikið í aðra hönd. Alls veiddust 107 388 lestir af stórsíld — um 45 000 lestum nieira en 1960 — og 244 153 lestir af smásíld — nm 12 000 lesta aukning frá árinu áður. ■á-f Íslandssíld var lagt á land 28 000 lestum meira en árið 1960, eða 105 541 lest alls; af því íóru 87 800 lestir í verksmiðjur, en hitt var salt- að 0g krydda'ð (um 148 000 tunnur). Metafli varð á síldveiðunum við ísland. Samdrátturinn í vetrarsíldveiðunum hefur haft í för með sér m°iri nýtingu annarra liráefna. I sambandi við síldveiðarnar má nefna loðnu- vei'ðina. Hún er stunduð af sömu skipum og mannafla og eru í síldveiðiflotanum og aðallega notuð herpinót. Loðnuaflinn varð 217168 lestir árið 1961 — 124 403 lestum meiri en árið 1960, sem var metár. Norðursjávarsíldin, sandsíli og spærlingur gáfu 'mnni afla s.l. ár en árið 1960, og má einkum kenna þa'ð slæmu veðri og ýmsum örðugleikum við útgerðina. Þorskveiðarnar gengu allvel. Lagðar voru á land 77 580 lestir, en 75 024 lestir árið 1960. Veiðarnar gengu vel í Lófót og við Finnmörk, en miður á svæðinu frá Salten til Mæris, vegna stöðugra ógæfta. I Lófót varð aflinn 41664 lestir, borið saman við 37 387 lestir árið 1960. Vorveiðarnar við Finnmörk gáfu af sér 59 404 lestir af stórþorski en aðeins 39 479 lestir árið áður; hins vegar var afli fjarðaþorsks og grunn- þorsks mjög svipa'ður og 1960, eða 98 884 lcstir. Það er athyglisvert, að þorskveiðarnar á fjar- lægari miðnm gáfu góða raun. Heildarþorskafl- inn, að meðtöldum ýmsum unnum þorskafurðum, varð 252 106 lestir, a>S verðmæti 225,6 millj. kr., en var 227 846 lestir árið 1960, og verðmætið })á 194,6 millj. kr. 1 flokknum „annað“, sem nær yfir ýmsar sér- veiðar og afurðir ýmis konar, varð heildaraflinn 510 700 lcstir, að vcdðmæti 288,3 millj. kr. á s.l ári, en var 416 588 lestir á 272,1 millj. kr. árið 1960. Hér er m.a. um að ræða loðnuveiðarnar, sem áður eru neíndar. Þá eru ufsaveiðarnar, sem gáfu af sér 64 679 lestir árið sem leíð, en 77 864 lestir árið 1960. Sú lækkun á afla stafar fyrst og fremst af mikluin ógæftum á vetrarvertíðinni. Metafli varð á ýsuveiðunum — 50 397 lestir á móti 38 359 lestum úrið áður. Einkum veiddist mikið af ýsu við Finnmörk. Lú'ða, langa og brosma, sem allt eru mikilvægar fisktegundir í veiðum á grunnmiðum, brugðust að nokkru. — Lagðar voru á land 4 050 lestir af lúðu s.l ár, en 5 663 lestir árið 1960. Þetta stafa'ði m.a. af því, að línubátarnir, sem voru að veiðmn í Norð- vestur-Atlantshafi, liættu lúðuveiðunum, en fóru að veiða liámeri vi'ð Nýfundnaland. Af löngu aflaðist 10 061 lest (12 625 lestir árið 1960) og af brosmu 19 589 lestir (21493 lestir árið 1960). Aukinn áhugi var á háfa-veiðum, og varð afl- inn 30 736 lestir, sem er nýtt met og 5 000 lest- um meira en aflaðist á árinu 1960. Hémera-veiðarnar gáfu betri afla en fyrr, vegna hinna nýju mi'ða við N.-Ameríku, eða 2 074 lestir, 600 lestum meira en árið áður. Makríl-veiðarnar heppnuðust nú ekki jafn vel og 1960. Aflinn reyndist 14 659 lestir, en var 19 465 lestir fyrra árið. Styrju-aflinn varð hins vegar mjög góður. Alls fengust 6 582 lestir, eða um helmingi meira en árið 1960. Rækjuaflinn vai*ð 9 677 lestir, eða álíka og árið á undan. Yerðmætið til sjómanna var 30,5 millj. kr„ og voru aðeins 6 greinar fiskveiðanna, sem gáfu betri arð. Yfirleitt má segja, að verðið á flestum mikil- vægustu fisktegundunum liafi veríð nokkru hærra á s.l. ári en árið 1960. Þess ber að gæta, að vt'ðurskilyrði voru slæm á Vesturlandinu ogMæri 3—4 fyrstu mánuði ársins og á haustvertíðinni,

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.