Ægir - 01.04.1962, Blaðsíða 20
134
ÆGIR
og hcfur það að sjálf'sögÖu dregið úr aflamagn-
inu. Óvenju mikill afli barst á land í Finnmörk
árið 1961. Þorsk- og ýsuveiSarnar gengu mjög'
vel og loðnan gaf metafla. Einnig aflaðist vel á
stór- og smásíldarveiðunum.
(Fiskaren).
Frá Þýzkalandi
Saltfislcútflutningur Þjóðverja.
Eins og kunnugt er, hafa úthafstogararnir
þýzku á seinni árum stundaS auknar saltfisk-
veiðar. ÞaS var fyrir 5 árum, sem þessar veiðar
og útflutningur Þjóðverja á saltfiski hófst, og
var gufutogarinn Claus Möller fyrstur til að
taka þær upp, en það var áriS 1953. Hér var
um tilraun að ræSa, þar sem Þjóðverjar höfSu
af engri reynslu að státa á þessu framleiðslu-
sviði.
ASrar þjóðir, t. d. Bretar og Færeyingar,
höfðu lengi fengizt við þessa framleiðslu, en
framleiðsla saltfisks í fiskveiðilöndunum er einn-
ig talsverð, en magnið er að sjálfsögðu mikiS
komið undir fiskveiSimöguleikunum. Þýðing salt-
fiskframleiðslu fyrir ÞjóSverja er enn meira á-
berandi fyrir þær sakir, aS sumarmánuðimir
hafa í rauninni alltaf verið vandræðatími fyrir
fiskveiðarnar þýzku, og ein afleiSing þess er, að
nauðsynlegt hefur reynzt að finna annað verk-
efni fyrir úthafstogarana yfir sumarmánuSina.
Þess vegna lcomu saltfiskveiðarnar sem lausn á
þessu vandamáli á réttu augnabliki.
Mikilvægt skilyrði fyrir velheppnuðum salt-
fiskútflutningi var að framleiða fyrsta flokks
vöru, sem fullnægði alþjóSlegum kröfum. Hinir
hefSbundnu saltfiskkaupendur, ítalía, Portúgal,
Spánn og einnig Frakkland — gera miklar kröf-
ur um vörugæði. Það er því skiljanlegt, að
fyrstu sölusamningar ÞjóSverja höfðu að geyrna
ákvæði um að Færeyingar yrSu aS annast flatn-
ignu fisksins. UrSu þýzkir útvegsmenn að ráða
Færeyinga til verksins. En nú er svo komið, að
þýzku sjómennirnir hafa lært til þessa verks og
þar aS auki eru nokkur skip útbúin Baaders-
flatningsvélum. Fiskurinn, scm flattur er í vél-
unum hefur líkað vel, og stendur nú ekki að
baki þeim, sem flattur er meS höndunum. En
ennþá eru Færeyingar ráðnir á skipin.
Til þess aS ná hinum réttu gæðum vörumiar,
þarf líka rétta tegund salts og umstöflun fisks-
ins verður að vera rétt framkvæmd. Hefur þýzki
saltfiskurinn nú unnið sér gott orð, og það er að-
eins fyrir hin miklu gæSi vörunnar, sem lieppnast
hefur að auka framleiðsluna: 1956: 259 lestir,
1957: 2.990 lestir, 1958: 5.256 lestir, 1959, 3.081
lest, 1960 : 5.262 lestir og 1961 10—12.000 lestir.
Þær þjóðir, sem eru hefðbundnir framleiðendur
saltfisks, gáfu lítinn gaum aS hinni þýzku fram-
leiSslu í byrjun. í ár hefur átt sér staS breyting
á þessu. A ítalska markaðinum hefur orðið vart
við fyrstu samkeppnisáhrifin af þessari fram-
leiðslu. Samkvæmt gamalli viðskiptavenju, leiSir
aukin samkeppni til aukinna viSskipta. ÞjóS-
verjar halda sig við þessa venju og munu halda
áfram að viðhalda háum gæðaflokki ú fiskinum
og veita viSskiptavinum sínum góða þjónustu.
Að hve miklu leyti EEC getur orSiS að liði í
þcssu sambandi, og hve langt hin evrópska sam-
vinna, sem vonandi mun halda áfram að aukast,
muni ná, er erfitt að segja um á þessu stigi. —
Togaraútgerðin þýzka mun fylgjast af áhuga
meS öllu, sem viS kemur þessum viðskiptum og
mun á grundvelli athugana sinna ákveða þau
skref, sem hún mun stíga í þessu sambandi.
G. Á. — Úr „Fiskets Gang“.
VITAMÁL
4>---------——----------------
Nr. 10. AustfirSir. Grima. Nýr viti.
Á Grímu við sunnanverðan Reyðar-
fjörð hefur verið reistur viti. — Staður:
65°00'22" n.br., 13°55'29" v.lg. Ljósein-
kenni: Hvítt leiftur á 8 sek. bili. — Ljós-
hæð: 22 metrar. Vitahús: 3 metra hátt,
gult hús.
Sjókort: Nr. 73, 74 og 71. Vitaskrá:
Bls. 48. Leiðsögubók III: Bls. 27.
^ _ rit Fiskifélags íslands. Kemur út liálfsmánaðarlega. Árgangurinn er
/Y~' | |j kringum 450 síður og kostar 75 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgrei*ðslu-
I 1 V sími er 10501. Pósth. 20. Ritstj. Davíð Ólafsson. Prentað í ísafold.