Ægir - 01.02.1963, Blaðsíða 11
ÆGIR
37
Sjávarntvegarinu við áramót
Nokkrir af forustumönnum ó sviði útgerðar og fiskiðnaðar
gefa hér á eftir stutt yfirlit yfir árið sem leið, og rœða ástand
og horfur. Framhald verður í nœsta blaði.
Loftur Bjarnason:
Togaraútgerðin 1962
Árið 1962 er
eitt hið óhagstæð-
asta í sögu togara-
útgerðarinnar,
veldur því fyrst
og fremst afla-
brestur hér við
land og á fjarlæg-
um miðum, einnig
langvarandi verk-
fall, sem stóð frá
10. marz til 28.
júlí.
Enn staðfesti
^’eynslan, hve stækkun landhelginnar,
sem hófst 1952, hefur komið hart
niður á íslenzkum togurum, vegna þess
flest beztu mið togaranna áður en
utvíkkun landhelginnar hófst, eru nú inn-
au landhelgi og bannsvæði fyrir togarana.
sjálfsögðu hefur þetta leitt til stór-
kostlegrar rýrnunar á afla þeirra og jafn-
fi'amt til þess að hlutur togarasjómanna
iýi’naði og það aftur orðið bein orsök að
hinu langvarandi verkfalli þeirra.
Löndunarbann Breta, sem kom mjög
kart niður á togurunum, var einnig af-
Jeiðing af stækkun landhelginnar. Fékkst
Pví ekki aflétt að fullu fyrr en vorið 1961,
Pegar ríkisstjórninni tókst að fá Breta til
a^. ^iðurkenna 12 sjómílna landhelgina og
5^®g þýðingarmikla útfærslu hennar á
fjórum hafsvæðum, gegn því að þeir
engju heimild til veiða á takmörkuðum
svæðum frá 9 til 24 mánuði samtals til
vorsins 1964.
í ársbyrjun 1962 voru togaramir 47
talsins. Hinn 10. febrúar 1962 fórst tog-
arinn Elliði SI 1 úti af Breiðafirði í af-
takaveðri. Togaranum Jupiter, skipstjóri
Bjarni Ingimarsson, tókst að bjarga allri
áhöfninni að undanskildum tveimur mönn-
um, sem urðu viðskila við skipið á gúmmí-
björgunarbát.
Af þeim 46 skipum, sem eftir eru, hafa
7 skip, Akurey, Bjarni Ólafsson, Brimnes,
ísborg, Ólafur Jóhannesson, Sólborg og
Þorsteinn þorskabítur legið óstarfrækt í
höfn vegna fjárhagsörðugleika. Tveir aðr-
ir togarar hafa legið í höfn meira og
minna s.l. tvö ár.
Einn togari var nær eingöngu á síld-
veiðum á árinu 1962. Einn var gerður út
á þorskanetjaveiðar á vetrarvertíð 1962,
en hefur legið síðan. Einn togari stund-
aði á árinu eingöngu síldarflutninga til
Vestur-Þýzkalands, þ. e. á tímabilinu jan-
úar til marz og nóvember til desember.
Heildarafli togaranna á árinu er tal-
inn um 45.200 tonn á móti 81.000 tonnum
1961, miðað við slægðan fisk með haus.
Innifalið í aflanum eru um 16.000 tonn
af karfa, sem landað var hérlendis.
Auk þess aflaði einn togari um 1.800 tonn
síldar.
Á árinu 1962 fóru togararnir alls 216
söluferðir til Bretlands og Vestur-Þýzka-
lands. Fluttu þeir til þessara landa 33.950
tonn af fiski og síld. Til Bretlands fóru
þeir 79 söluferðir með samtals 11.673
tonn, sem seldust fyrir tæplega 87 millj-